fbpx

HEJ HEJ STORMGADE

LÍFIÐ

English Version Below

Þið sem fylgið mér á Instagram hafið fengið smjörþefinn af flutningalífi mínu hér í danska síðustu vikurnar. Þetta hefur verið mikill tilfinninga rússíbani og þó ég hafi verið virk á Instagram þá sýni ég aðeins brotabrot af stöðunni.

Þessi færsla er sú síðasta sem ég skrifa á Stormgade. Ég sit á gólfinu, í stóra tóma húsinu mínu sem ég mun skila lyklunum af eftir klukkutíma. Mjög blendnar tilfinningar eftir dásamleg dönsk ár hér í gamla sjarmerandi miðbæjarhúsinu okkar, þessu með besta garðinum sem gaf okkur svo margar góðar minningar með dýrmætum vinum. Ég veit að hús er bara hús en einhvern vegin tengist ég heimili mínu svo sterkum böndum hverju sinni, á hverjum stað fyrir sig. Kannski smá kusk í augunum núna.

Við Gunnar Manuel ætlum að vera aðeins lengur í danskri rútínu og búa nálægt  húsinu okkar, í íbúð vina hér rétt hjá sem voru svo elskuleg við okkur á meðan þau eru á Íslandi. Svo þakklát fyrir það að fá að kveðja danska lífið í rólegheitunum – leikskólann og umhverfið. Svo miklu betra fyrir hann og þá á sama tíma fyrir mömmuhjartað mitt. Svo erum við líka spennt að sameinast pabba og Ölbu í Þýskalandi fljótlega.

Ég tók nokkrar myndir á meðan ég er hér í síðasta sinn, bara til að ég muni fegurðina og sjarmann sem umvafði okkur síðustu árin.

Hej hej og takk fyrir okkur danska dásamlega heimili!

Nokkrar fleiri myndir frá síðustu dögum –

Gunni kom heim til sín í tvo daga, stutt en svo mikilvæg heimsókn og hjálp með síðustu endana.

 

//

Here for the last time, empty house, and in an hour I don’t have a key to open the doors .. feels so sad at this exact moment, but at the same time looking forward to a family of four with my beloved family again after hard months apart from each other. 

12 years in Sweden, France,  Germany and Denmark now in a box on its way to Iceland ..

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

KAFFIÁST

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Arna

    7. June 2021

    <3<3