fbpx

ÞAÐ SUMARLEGASTA SO FAR – ANDREA X SPEEDO

SAMSTARF

Ég er örugglega ekki sú eina sem bíð spennt eftir sumrinu hér í höfuðborginni og er örugglega ekki heldur sú eina sem er að gefast upp á biðinni. Í gróðurhúsunum í Hveragerði fundum við “sumar” í eitt augnablik innan um stórar fallegar plöntur og bananatré.  Tilefnið var myndataka AndreA x Speedo, þar sem við blönduðum saman retro sumarlínu Speedo við fatnað úr AndreA.  Sundbolur nefnilega ekki bara sundbolur, það má líka nota hann við önnur tilefni. Ég elska það og held að ég noti hreinlega sundbolina mína meira við föt en í sundi þessa dagana. Kannski að það breytist þegar ég finn sólina ?
Teymið var frábært & dagurinn eftir því.  Módelin voru ekki af verri endanum en það þarf varla að kynna Diljá okkar Pé fyrir neinum en auk hennar voru einar glæsilegustu mæðgur landsins Sæunn og Sylvía Friðjóns.

Ljósmyndari: Aldís Pálsdóttir 
Stílisti/fatnaður: AndreA
Förðun: Lilja Dís Smáradóttir 
Fyrirsætur: Diljá P og mæðgurnar Sylvía & Sæunn.
Verkefnastjóri: Kolbrún Pálína 
Vörumerkjastjóri: Dögg Ívars

 

BAK VIÐ TJÖLDIN

Maður skrollar oft hratt yfir myndir á samfélagsmiðlum og hugsar sjaldan um hvernig þær urðu til.  Á bak við eina svona myndatöku liggur lygilega mikil vinna, undirbúningur og eftirvinnsla.
Hér eru nokkrar bak við tjöldin myndir en þetta er það sumarlegasta í símanum mínum það sem af er sumri og það er kominn 19. júní….  Nú kemur þetta hjá okkur er það ekki?

 

xxx
AndreA
Instagram @andreamagnus

FULLKOMIÐ SUMMER GLOW MEÐ CHANEL

Skrifa Innlegg