fbpx

DAGSFERÐ ÚT ÚR BÆNUM

2021SUMAR

ORLOFIÐ

Ég er ennþá í fæðingarorlofi & þegar maður er í fæðingarorlofi þá er maður mikið heima. Ég verð alveg þreytt á því þó það sé líka oft mjög huggulegt. Það góða við að vera heima eru náttfötin/kósýgallinn … það er lítið sem ekkert stress & þá leyfi ég mér oft að vera bara í kósýdressinu 🙏🏻 Ég reyni hins vegar að vera dugleg að gera mig til fyrir daginn & að fara út úr húsi þó það sé ekki nema örstutt. Það er góð æfing bæði fyrir mig & Emilíu þar sem hún er smá mannafæla eins & staðan er núna 🙈

Núna er Tómas byrjaður að vinna vaktavinnu, þá fær hann frídaga inn á milli & stundum hittir það á miðja viku eins & í dag. Við ákváðum að nýta þessa frídaga í þrif & að komast aðeins út úr bænum. Það er svo gott að breyta um umhverfi.

LUNCH

Planið var að fara & fá okkur súpu í Friðheimum en við eigum eina litla ákveðna dúllu sem fékk að ráða ferðinni (vildi ekki vera lengur í bíl) 😄 þannig að við fengum okkur pizzu á stað sem heitir Þrastalundur. Það var mjög rólegt & osta pizzan sem við fengum okkur var virkilega góð. Góður matur & einstaklega fallegt útsýni.

ÞINGVELLIR

Svo keyrðum við Þingvallaleiðina í Kjósina fögru. Ég hefði beðið Tómas um að smella nokkrum myndum af þessari gullfallegu leið en hann & E vorum steinrotuð aftur í. Það er víst bannað að vekja ungabörn!

Þarna munaði mjóu … 🦢💩

KAFFI KJÓS

Við enduðum síðan á því að fá okkur kaffibolla hér á besta stað & svo rúlluðum við heim södd & sæl 🙏🏻

Það er svo gott að hafa hann hjá okkur 🤍 ég væri alveg til í að hafa hann meira heima 🙈

Instagram: arnapetra 
YouTube: Arna Petra 

ÞAÐ ER ALLT Í RÚSTI!

Skrifa Innlegg