HÁTÍÐARVARIR

LIPS OF THE DAYVARIR

RAUÐAR VARIR

Ég er orðin mjög spennt fyrir jólunum og get ekki beðið eftir að klára þessi próf svo ég geti gert skemmtilegar hátíðarfarðanir með ykkur. Mig langaði að segja ykkur frá gullfallegum varalit sem ég fékk að gjöf frá YSL um daginn, hann er fullkominn fyrir hátíðarirnar að mínu mati. Það er líka fyrsti í aðventu á morgun og því tilvalið að skella á sig rauðum varalit og gera eitthvað skemmtilegt með sínum nánustu. 

Þetta er alveg ný formúla frá YSL sem heitir Tatouage Couture, formúlan er mjög litsterk, mött og helst vel á vörunum án þess að þurkka þær. Ásetjarinn er líka mjög sérstakur í laginu en hann gerir varalitaásetninguna mjög auðvelda, ég gat mótað varirnar án þess að nota varablýant eða bursta. Þannig ég myndi segja að þetta sé einstaklega góður varalitur til þess að hafa í töskunni.

 

Liturinn sem ég er með á mér er nr.1 og er gullfallegur rauður litur með smá hlýjum undirtón, ekta fyrir hátíðirnar!

Mig langaði síðan líka að láta ykkur vita að ég er með gjafaleiki fram að jólum á instagraminu mínu (@gudrunsortveit) xx

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 


*Allar umfjallanir um vörur eða annað kemur frá mér sjálfri og gef ég alltaf hreinskilið svar

VARALITUR MERKTUR ÞÉR

SNYRTIVÖRURVARIR

Varalitirnir frá YSL eru gullfallegir og núna í dag er hægt að kaupa sér varalit merktan sér. YSL hefur gert þetta núna í nokkur ár og finnst mér þetta alltaf jafn fallegt. Ég fékk að velja mér lit og áletrun á varalit frá YSL. Ég valdi mér eldrauðan og jólalegan varalit með áletruninni “Sørtveit” en ég átti fyrir varalit með fyrra nafninu mínu á, “Guðrún Helga”. Þetta er hin fullkomna jólagjöf að mínu mati, ótrúlega persónuleg og eitthvað sem maður á alltaf. Ég gaf mömmu minni svona varalit í fyrra merktan sér og þetta vakti svo mikla lukku.

*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf

Það er mikið hægt að leika sér með hvaða nafn eða setning fari á varalitinn. Það er til dæmis ótrúlega sniðugt að setja “Mamma” eða “Amma” en mér finnst það einstaklega persónulegt og fallegt. Síðan hugsaði ég að það væri gaman að eiga dagsetninguna sem maður giftir sig á og vera með hann á brúðkaupsdaginn.

 

 

Þið getið séð allar upplýsingar um áletrunina hér en hún verður einungis í dag. Eina sem þú þarft að gera er að kaupa varalit og færð áletrunina frítt.

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 


*Allar umfjallanir um vörur eða annað kemur frá mér sjálfri og gef ég alltaf hreinskilið svar

NÁTTÚRULEGAR VARIR

BEAUTYSHOP

English Version Below

Eftir að ég birti eyrnalokka færslu hér á blogginu þá fékk ég margar fyrirspurnir um varalitina sem ég var með á myndunum. Í gær fékk ég síðan sömu spurningu á Instagram og ákvað því að koma þessu að hér á blogginu.

Báðir eru frá Burt’s Bees úr 100% nátturlegu efni og fara því vel með varirnar á mér. Ég elska nude litinn og hef notað hann töluvert meira uppá síðkastið. Eins og þið kannski vitið er ég algjör amature þegar kemur að snyrtivörum en hef uppá síðkastið haft meiri áhuga á að vita hvað býr að baki varanna sem ég kaupi mér eða fæ í gjafir.

 

Nafn:  SEDONA SANDS

 

 

Nafn: REDWOOD FOREST

xx,-EG-.

//

These days I am wearing two lipsticks most of the time – both from Burt´s Bees. All natural lip crayon and matt, of course.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

Árshátíð 365

Annað DressLífið MittVero Moda

Við hjónin skelltum okkur á árshátíð í vinnunni hjá kallinum núna um helgina. Það var alveg ótrúlega gaman að komast aðeins út þó það væri nú ekki lengi sem mamman var frá en yngri sonurinn er voða lítill í sér ennþá eftir pest sem hann fékk þó fyrir rúmri viku síðan.

IMG_3340

Með yndislegu vinafólki! Ég og mín besta erum svo heppnar að kallarnir okkar vinna saman svo við getum alltaf treyst á að fá góðan sætisfélaga á viðburðum sem þessum.

Ég skellti mér í nýja lace up kjólinn minn sem kom inní Vero Moda núna fyrir helgi, þetta var svona einn af þessum dögum þar sem ég vissi ekkert í hverju ég ætti að fara. En þó kjóllinn væri plain þá virkaði hann samt svo vel útaf reimunum sem gefa honum smá stíl. Áferðin í efninu er með smá glans sem er mjög fallegur og gerir hann svona meira fínlegri en annars.

12741886_10156605458545074_1014639799771475326_n

Á vörunum var ég með nýjan uppáhalds Long Lasting varalit frá OFRA í litnum Mocha sem ég verð að segja ykkur betur frá síðar meir en ég fékk hann sem gjöf. Hann er alveg mattur svakalega flottur á litinn og endist allan daginn og allt kvöldið – svakalega ánægð með endinguna. Liturinn fæst HÉR inná fotia.is fyrir áhugasamar en hann fær sína eigin færslu síðar meir.

Bara eitt örsnöggt á fallegum mánudegi sem er upphafið að nýrri og mjög spennandi vinnuviku!

Erna Hrund

Trend: Mattar varir!

Nýjungar í SnyrtivöruheiminumSmashboxTrendVarir

Varan sem ég skrifa um í þessari færslu fékk ég að gjöf, allt sem ég segi og skrifa er frá mér sjálfri og allt sagt af hreinskilni og einlægni.

Mattar varir hafa sjaldan verið jafn áberandi og nú, hjá mörgum snýst allt um að finna hinn fullkomna matta varalit sem gefur vörunum fallega áferð og smellpassar við skemmtileg tilefni. En þó matta varatrendið sé stórt þá er það aldrei stærra en varalitatrendið. Sannleikurinn er sá að það koma nýjir og nýjir varalitir með alls konar áferðum hjá snyrtivörumerkjum í hverri viku en nú er komin vara á markaðinn hér á Íslandi sem býður okkur uppá að matta hvaða varalit sem er án þess að breyta litnum!

En fáum fyrst smá innblástur í boði Pinterest fyrir möttum vörum…

Mattar varir eru það sem við erum að sjá á tískupöllunum á bloggum, á Instagram síðum og á Snapchat. Stundum er erfitt að nálgast fullt af litum sem eru bara ekki í boði hér á landi en með nýjunginni frá Smashbox getur þú skapað þinn eigin matta varalit – I LIKE!

mattarvarir2

Insta-Matte frá Smashbox

Þetta er vara sem kæmi mér ekkert á óvart að yrði bara svona instant hit vara sem margar konur verða að eignast. Þetta er nefninlega svo sniðugt að þið getið notað þetta yfir hvaða varalit sem er og hann verður bara mattur – þetta er svona eins og matt top coat fyrir varirnar.

Ég er með svakalegan varaþurrk… úff mig svíður stundum og sumir svona mattir litir þurrka mínar varir. Sem mér finnst voða leiðinlegt því ég er mjög hrifin af möttum vörum. En með þessum get ég verið með hvaða varalit sem er sem gefur mér næringu og sett mattandi gelið yfir og fengið matta áferð!

mattarvarir

Hér er ég með varalitinn Posy Pink frá Smashbox líka sem er með glansandi áferð, góðum pigmentum en meira svona glossy. Ég dúmpaði bara yfir varirnar Insta-Matte með fingrunum og hviss bamm búmm þær urðu mattar!

Mér finnst þetta mjög skemmtileg vara sem ég er búin að prófa síðustu vikur yfir ýmsa varaliti (virkar ekki yfir gloss) og viti menn þetta kemur bara virkilega vel út og meirað segja finnst mér liturinn endast betur á vörunum, það er bara eitthvað sem ég sjálf hef tekið eftir.

Virkilega flott TREND – vara! Hvernig lýst ykkur á mattar varir?

Erna Hrund

Persónulegir varalitir frá YSL

Ég Mæli MeðFallegtJólagjafahugmyndirYSL

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Á morgun er Miðnæturopunun í Kringlunni og það verður sko sannarlega fjör! Það verður nóg af afsláttum, jólagjafakassarnir verða mættir í flestar verslanir og þið getið fengið glæsilega sérmerkta varaliti frá Yves Saint Laurent. Ég fékk einn að gjöf núna í gær og hann er alveg ofboðslega fallegur – nafnið mitt gerir eitthvað svo mikið við hliðiná glæsilegu YSL logo-inu – klárlega það sem fullkomnar umbúðirnar ;)

En í Hagkaup Kringlunni verða dömurnar hjá YSL að bjóða uppá persónulega áletrun með nafni á fallegar umbúðir Rouge Pur Couture varalitina. Það verður 20% afsláttur af YSL í Hagkaup á morgun og þegar þið hafið keypt varalit að ykkar smekk getið þið fengið umbúðirnar áletraðar. Í nýja Rouge Pur Couture lúkkinu sem ég sýndi ykkur um daginn þar sem komu fjórir varalitir og fjögur mött naglalökk í stíl eru bleikur, orange, rauður og nude varalitir og ég hvet ykkur sérstaklega til að skoða þá vandlega.

Hér sjáið þið persónulega áletraða varalitinn minn….

persónuvaralitir

Finnst ykkur hann ekki fallegur! Áletrunin verður í boði á milli klukkan 19 og 22 og þetta er líka glæsileg jólagjöf fyrir t.d. móður, dóttur eða systur.

Rouge Pur Couture event á Facebook

Rouge Pur Couture litirnir eru áferðafallegir og kremaðir litir með þéttri áferð og þeir renna mjúklega yfir varirnar og gefa jafnan lit. Það er alveg svakalega góð lykt af þeim – dáldið svona sæt lykt… Ég fæ smá svona nostalgíu þegar ég þefa af þeim því mamma átti einn alveg ofboðslega fallegan YSL varalit sem ég stalst stundum í þegar ég var yngri :)

HÉR getið þið skoðað færsluna mína frá því um daginn þar sem ég er með bleika Rouge Pur Couture litinn.

Erna Hrund

Varalitadagbók #32

Ég Mæli MeðKæra dagbókLífið MittTrendVarir

Það er að taka mig aðeins lengri tíma en síðast að koma mér í gang aftur – þetta var kannski það sem fólk var að tala um að væri helsta breytingin með barn númer 2 – maður á annað fyrir svo tíminn er ekki alveg jafn mikill og áður. En við erum að komast á mjög gott ról núna – ég og strákarnir mínir þrír.

Það er aðeins of langt síðan það kom nýtt innlegg í varalitadagbókina en þegar ég fékk skemmtilega vöru frá merkinu The Balm þá var kominn tími til að skella í eina svona færslu.

balmvarir2

Liturinn er mattur varalitur eða varagloss eins og hefur verið svakalega vinsælt undanfarið þökk sé dömum eins og Gigi Hadid og Kylie Jenner. Ég valdi mér eins konar nude plómulit sem er mjög klassískur og flottur og passar bara við einfalda förðun eins og þið sjáið hér eða við enn meiri förðun!

thebalm3

Hér sjáið þið vöruna sjálfa – Meet Matt(e) Hughes í litnum Charming, varaliturinn fæst HÉR inná vefversluninni LINEUP.IS þar sem þið fáið líka aðrar vörur frá merkinu The Balm :)

balmvarir

Umbúðir litarins minna helst á gloss, liturinn er borinn á með svampbursta og það er passlegt magn af lit á burstanum svo það fer ekki allt út um allt þegar liturinn er borinn á varirnar. Það tekur litinn svo nokkrar sekúndur að þorna alveg en þegar það er komið þá haggast hann ekki. Liturinn fannst mér endast ágætlega hann dofnaði svona aðeins alveg í miðju varanna þegar leið á daginn en þá bætti ég bara aðeins á varirnar. Ég kann þó alveg sérstaklega vel að meta það hvað liturinn þekur alveg svakalega vel án þess að verða of þykkur og ég finn ekkert fyrir litnum á vörunum.

Þetta er fyrsta varan frá merkinu sem ég prófa og mér líst bara nokkuð vel á þetta merki. Vörurnar eru ódýrar, skemmtilegar og einfaldar í notkun. Ég fékk svo tvö önnur púður frá merkinu til að prófa – bronzer og highlighter sem ég hlakka til að sýna ykkur innan skamms.

EH

Vöruna sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Varalitadagbók #28

Kæra dagbókNetverslanirNýtt í snyrtibuddunni minniStíllVarir

Liturinn í færslu dagsins er í þetta sinn kannski ekki beint varalitur og hann er kannski ekki heldur beint varagloss – en hann er sjúklega flottur og liturinn æpti á mig og ég gat bara ekki annað en keypt hann. Liturinn er frá merkinu LA Girl sem er nýtt á fotia.is. Ég vissi lítið sem ekkert um merkið og er svona aðeins búin að hlera bara í kringum mig og lesa mér til á síðum sem hafa verið að fjalla um vörurnar. Ég sló til og pantaði mér tvær vörur hér um daginn – ég gat ekki heldur fundið neina góða afsökun fyrir því að gera það ekki því verðið var bara nánast of gott til að vera satt og eftir að hafa prófað litinn get ég með sanni sagt að hann er hverrar krónu virði.

lagirl2

Þetta er mögulega ekki litur sem maður myndi vera með dags daglega en liturinn er ekta ég. Ég kolfell alltaf fyrir öllu sem heitir fjólublátt og ég hef ekki prófað vöru í líkingu við þessa sem er með svona sterkum og flottum pigmentum.

lagirl5

Hér fyrir ofan sjáið þið litinn sem heitir Glazed Lip Paint Super Intense Color – Extra Glossy Finish – þetta er lýsing sem á vel við og liturinn nær að sóma sér virkilega vel einn og sér. Næst mun ég þó grunna varirnar með glærum varablýant til að jafna áferð þeirra og þá verður eflaust líka enn auðveldara að ná pigmentunum alveg jöfnum.

Hér finnið þið litinn á heimasíðu fotia.is – GLAZED LIP PAINT Í LITNUM COY – liturinn er á frábæru verði 990kr. Mig langar strax að prófa fleiri liti og fyrir okkur fjólubláu fíklana þá eru fleiri svona tónar í boði.

lagirl6

Sannarlega merki sem er þess virði að skoða og prófa. Ég pantaði líka hyljara sem ég hlakka til að prófa – nú er bara að krossleggja fingur og vona að hann sé nógu ljós fyrir vofuna sem ég er þessa dagana en planið er nú að gera eitthvað í því með hjálp sjálfbrúnkukrema.

Það eru margar spennandi vörur frá LA Girl og allar eiga þær það sameiginlegt að vera á budduvænu verði  – virkilega flott viðbót á íslenskan markað, ég get alla vega ekki kvartað;)

EH

Varan sem ég skrifa um hér keypti ég sjálf. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Ráð fyrir sprungnar og þurrar varir

Ég Mæli MeðLífið MittSnyrtibuddan mínSpurningar & SvörVarir

Ég fæ reglulega skemmtilega tölvupósta frá lesendum sem vantar góð ráð og ég svara þeim öllum með glöðu geði um leið og tími finnst. Algengasta spurningin um þessar mundir tengist varaþurrki og ráðum til að halda þeim fallegum og vel nærðum. Mér fannst því tilvalið að taka saman nokkur ráð og skella í færslu svona ef fleiri ykkar eru í sömu vandræðum og ég og svo margar aðrar!

Skrúbba:

Við sem erum með varaþurrk könnumst án efa allar við það að varirnar eru að molna í sundur af þurrk og áferð varanna verður því langt frá því að verða falleg. Nú þegar tími jólahlaðborða, tónleika og jólaboða stendur sem hæst er ég ábyggilega ekki ein um að vilja skarta fallegum varalit – fallegasti varalitur í heimi verður ekki fallegur á sprungnum vörum, það er staðreynd! Ein mest notaðasta snyrtivaran í minni snyrtibuddu núna er því varaskrúbburinn minn frá Sara Happ. Hann er dásamlegur í alla staði vegna þess að hann virkar, það þarf lítið af honum og varirnar mínar verða silkimjúkar. Ég hef áður skrifað um hann hér – VARASKRÚBBUR. Þegar ég sá þennan skrúbb inná nola.is var ég ekki lengi að panta mér hann og hann hefur ekki vikið frá mér síðan. Það sést samt varla á honum því sama hvað ég nota hann mikið finnst mér ekkert tæmast úr krukkunni. Farið inná nola.is og sjáið hvaða ilmir eru í boði – minn er piparmynta! VARASKRÚBBAR FRÁ SARA HAPP.

Varaskrúbb má líka fá í t.d. Make Up Store en þar er hægt að fá sniðugt trio sem ég vissi ekki af fyr en fyrir nokkrum dögum – meirað segja ég veit ekki um allar vörur sem fást hér á Íslandi ;) Önnur ráð eru líka að nudda rökum þvottapoka yfir varirnar, en mér finnst það heldur sársaukafyllra en að nota skrúbba. Ég er með svo illa farnar varir að ég þarf að nudda svo ótrúlega fast. Enn eitt ráð er að nota blautan barnatannbursta, hárin í þeim burstum eru frekar fíngerð og ættu því ekki að erta um of.

varir

Hér eru mínar go to vörur – The Lip Scrub frá Sara Happ og The Lip Slip frá Sara Happ, báðar vörur fást hjá nola.is

Næra:

Það fyrsta sem ég geri svo þegar ég er búin að skrúbba er að setja nóg af varasalva á varirnar til að næra, næra, næra! Ég er farin að heillast helst núna af varasölvum sem stútfylla varirnar mínar af raka og sem gefa þeim fallegan glans. The Lip Slip frá Sara Happ er varasalvi sem er algjör svona lúxus varasalvi og er eina varan sem stenst að mínu mati samanburð við Baume de Rose frá By Terry og sá er nú einstakur en kostar smá pening. The Lip Slip er næring sem var uppseld bara í heiminum alltof lengi og er nú loksins komin í nola.is. Það sama gildir um þennan og skrúbbinn, sama hvað ég nota hann mikið þá finnst mér bara bætast í krukkuna – svona eiga snyrtivörur að vera!

Hin næringin sem mér finnst gefa vörunum mínum svona fallegt útlit er nýji varasalvinn frá Blue Lagoon sem mér finnst hafa ótrúlega græðandi áhrif á varirnar mínar. Ég er mjög slæm af varaþurrk og þegar ég verð slæm þá fer ég að naga varirnar því þurrkurinn pirrar mig svo rosalega mikið. Þetta er kækur sem ég get ekki losnað við sama hvað ég reyni og þær hafa því yfirleitt verið sprungnar og leiðinlegar en hér fann ég varasalva sem lagar þetta. Varasalvinn er algjörlega frábær og hann minnir mikið á túbugloss en hann er stútfullur af næringarríkum efnum eins og t.d. þörungum sem eru að örva kollagen framleiðslu húðarinnar. Varasalvinn er með myntu og vanillu ilm og hann er líka svona endalaus og kostar 3500kr – hann er hverrar krónu virði stelpur og þennan kaupi ég mér aftur um leið og ég klára hann.

varir2

 Þessi er algjörlega dásamlegur hann fæst á öllum sölustöðum Blue Lagoon t.d. í búðinni á Laugaveginum í Lyfju og í Hagkaupum.

En alveg eins og að undirstaða fallegrar förðunar er vel nærð og heilbrigð húð þá er undirstaða fallegra jólavara vel nærðar og áferðafallegar varir. Ég vona að þessi einföldu ráð mín geti nýst ykkur en munið bara að skrúbba og næra, alltaf áður en þið setjið á ykkur varalit og hann verður bara miklu fallegri og hann endist betur. Því eins og með húðina þá endist farði betur á vel nærðri húð en ekki því hún þarf ekki að sækja í rakann frá farðanum – það sama gildir og varir og varaliti/varagloss.

Lip Slip og varasalvinn frá Blue Lagoon víkja ekki langt frá mér og eins og áður hefur komið fram hjá mér þá er ég með varasalva alls staðar. Þessir tveir ásamt þeim klassísku frá Blistex víkja aldrei langt frá mér – meira um Blistex HÉR.

Ef ykkur vantar aðstoð tengdri húðumhirðu eða förðun ekki hika við að skutla á mig línu ernahrund(hjá)trendnet.is ég svara alltaf eftir bestu vitund og um leið og ég hef tök á:)

EH

Vörurnar sem ég skrifa um í þessari færslu hef ég bæði fengið sendar sem sýnishorn og/eða keypt mér sjálf. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Hátíðarlínan frá MAC: Heirloom Mix

Ég Mæli MeðJól 2014JólagjafahugmyndirLúkkMACmakeupMakeup ArtistNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Áfram held ég umfjöllunum mínum um hátíðarlínur merkjanna hér á Íslandi. Nú er komið að hátíðarlínunni frá MAC. En á hverju ári kemur sérstök hátíðarlína og með henni koma gjafasettin og makeup kittin en allar þessar línur eru að mæta í verslanir MAC á Íslandi á morgun!

Vörulínan í ár með stöku vörunum nefnist Heirloom Mix. Línan inniheldur fallega liti og einkennist af glamúr og glys en umbúðirnar eru sérstaklega flottar en þær eru svartar og þaktar með örfínum glimmerögnum sem gerir það að verkum að vörurnar úr línunni eru ennþá flottari og skera sig úr við hlið annarra vara frá MAC.

Ég fékk þrjár vörur úr línunni til að prófa og hér sjáið þið hátíðarfarðanirnar sem ég gerði með þeira hjálp…

heirloommix15

Vörurnar þrjár sem ég fékk sjáið þið á myndinni hér fyrir neðan en neðar í færslunni finnið þið allt um vörurnar, nöfnin á litunum, áferðina og hvernig ég notaði þær.

heirloommix2

Tökum fyrst fyrir glossinn og augnskuggann. Ég er með sama augnskugga á öllum myndunum ég skipti bara á milli þess að vera með glossinn og varalitinn.

heriloommix9

Glossarnir í línunni eru Cremesheen Glass en þeir eru með svona hint af lit og miklum glansi. Í glossinum eru örfínar glimmeragnir sem endurkasta birtu fallega frá sér. Mér finnst glossin alveg virka ein og sér en ég er gædd þeim dásamlega kæk að ég get ekki hætt að naga á mér varirnar – svo mínar eru ekkert sérstaklega jafnar af lit. En ég vildi samt sýna ykkur hvernig liturinn kemur út á mér. Cremesheen glossin eru mjög áferðafalleg og glansandi en þau eru alls ekki klístruð og þau eru heldur ekki svona gloss sem leka til svo þau virka einmitt ein og sér eða bara yfir fallegan varalit.

heirloommix6

Glossinn sem ég er með heitir Social Season og augnskugginn er Pressed Pigments litur Prim and Proper. Ég er alltaf voðalega hrifin af því hvernig bleikur og metalgrár fara saman – þetta eru litir sem mér finnast passa svo vel saman!

heirloommix5

Pressed Pigments aungskuggarnir eru mínir uppáhalds augnskuggar frá merkinu. Ég hef áður sýnt ykkur þessa tegund af augnskuggum – PRESSED PIGMENTS Á RFJ. Yfirleitt þegar ég hef verið að nota Pressed Pigments augnskugga hef ég sett krem augnskugga yfir augnlokið fyrst til að grunna augun en hér setti ég bara smá dökkgráan eyeliner uppvið augnhárin, smudge-aði hann létt svo það kæmi bara smá skuggi og bjó til nokkur konar smoky augnförðun með augnskugganum.

heirloommix7

Varaliturinn sem ég er með heitir No Faux Pas og ég er sérstklega hrifin af því hvernig hann glansar – sjáið hvernig flassið lýsir miðju varanna upp! Ég er ekki með neitt annað en varalitinn fyrir utan glæran varablýant sem ég er með undir vörunum til að jafna yfirborð þeirra.

heirloommix4

Ég er bara alveg dolfallin yfir þessum fallega varalit sem gefur matta og sérstaklega litsterka og glansandi áferð eins og þið sjáið.

heirloommix

Heirloom Mix línan mætir í verslanir MAC á morgun – ekki láta þessa línu framhjá ykkur fara, hér fyrir neðan tók ég saman myndir af fleiri vörum úr línunni fyrir ykkur til að sjá.

Ég er voða vanaföst en mér finnst alltaf möst að eiga varalit úr hátíðarlínu MAC – ég er mjög ánægð með litinn sem ég fékk og ég mæli eindregið með honum. Liturinn fer mér bara ágætlega (eða það finnst mér alla vega) og hann hefur vakið mikla hrifningu nú þegar á facebook síðu bloggsins míns og á Instagramminu mínu þar sem ég frumsýndi sýnishornin mín og lúkkið í gær. En ef þið eins og ég eruð hrifnar af dekkri varalitum þá ættuð þið að líta eftir litunum Rebel og Tribalist – þeir eru trylltir!!!

Hátiðarlínan er alltaf fljót að fara svo verið mættar á góðum tíma því flottustu vörurnar eru alltaf fyrstar til að hverfa úr standinum.

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.