fbpx

VARALITUR MERKTUR ÞÉR

SNYRTIVÖRURVARIR

Varalitirnir frá YSL eru gullfallegir og núna í dag er hægt að kaupa sér varalit merktan sér. YSL hefur gert þetta núna í nokkur ár og finnst mér þetta alltaf jafn fallegt. Ég fékk að velja mér lit og áletrun á varalit frá YSL. Ég valdi mér eldrauðan og jólalegan varalit með áletruninni “Sørtveit” en ég átti fyrir varalit með fyrra nafninu mínu á, “Guðrún Helga”. Þetta er hin fullkomna jólagjöf að mínu mati, ótrúlega persónuleg og eitthvað sem maður á alltaf. Ég gaf mömmu minni svona varalit í fyrra merktan sér og þetta vakti svo mikla lukku.

*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf

Það er mikið hægt að leika sér með hvaða nafn eða setning fari á varalitinn. Það er til dæmis ótrúlega sniðugt að setja “Mamma” eða “Amma” en mér finnst það einstaklega persónulegt og fallegt. Síðan hugsaði ég að það væri gaman að eiga dagsetninguna sem maður giftir sig á og vera með hann á brúðkaupsdaginn.

 

 

Þið getið séð allar upplýsingar um áletrunina hér en hún verður einungis í dag. Eina sem þú þarft að gera er að kaupa varalit og færð áletrunina frítt.

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 


*Allar umfjallanir um vörur eða annað kemur frá mér sjálfri og gef ég alltaf hreinskilið svar

NÝTT FRÁ ORIGINS

Skrifa Innlegg