fbpx

BLÁTT GLOSS?

SAMSTARFSNYRTIVÖRURVARIR
*Færslan er í samstarfi við Shiseido

Halló!

Ég setti á mig bláan gloss í gær, já bláan! Vinkona mín og förðunarsnillingurinn Natalie Hamzehpour var búin að segja mér frá þessum gloss og sagði að þessi gloss yrði trylltur yfir nude varaliti. Þegar ég sá þennan skærbláa gloss þá var ég smá tvístígandi haha, ég er mjög föst í að vera með nude varaliti og ef ég er með lit á vörunum þá er það oftast rauður. Blár er því mjög út fyrir þægindarrammann minn en ég ákvað að prófa og var ekki fyrir vonbrigðum. Þessi gullfallegi blái gloss kemur skemmtilega á óvart en hann er í rauninni ekki blár á litinn heldur gefur fallegan glans. Glossinn passar einstaklega vel við nude varaliti og líka flottur einn og sér. Það er ótrúlega skemmtilegt að breyta aðeins til.

Glossinn heitir Hakka Mint 10 er frá Shiseido er úr Shimmer Gelgloss línunni þeirra. Glossarnir eru þægilegir á vörunum, eru ekki klístraðir, gefa kristal glans og eiga að endast á vörunum í allt að 12 klukkustundir.

Varablýantur: Shiseido Lipliner InkDuo í litnum 02 Beige 

Gloss: Shiseido Hakka Mint 10 

Ég er með engan filter á myndinni, þannig þið vonandi sjáið hvað það kemur fallegur glans og hvað hann passar vel við nude varaliti eða varablýanta. Varablýanturinn er æðislegur og er fallega brúnn á litinn. Það sem er líka æðislegt við þennan varablýant er að það er vara á sitthvorum endanum, öðru megin er varablýantur og hinum megin er varagrunnur (primer). Hann endist líka vel yfir daginnMæli með að skoða þessa varablýanta, þeir eru æðislegir!

Ég er allavega að missa mig yfir þessum bláa gloss! Hvað finnst ykkur?

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

BURSTAR SEM GEFA LÉTTA ÁFERÐ

Skrifa Innlegg