fbpx

UPPÁHALDS VARACOMBO

VARIR

Sunnudagar til sælu.. sunnudagar eru alltaf frídagar hjá mér þar sem ég slaka á og undirbý komandi viku. Það er mikilvægt að taka sér einn “off” dag og hlaða batteríin! Mig lanaði hinsvegar að segja ykkur frá æðislegu varacombo-i sem ég er búin að vera nota mikið seinustu vikur.

Varacombo-ið sem er búið að vera í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana er varablýantur frá Nyx Professional Makeup og varalitur frá L’Oreál. Ég er yfirleitt með sirka tíu nude varaliti í öllum vösum, bílnum og í veskinu. Ég blanda alltaf nokkrum varalitum saman til þess að ná fram hin fullkomna nude. Núna er þetta þó aðeins einfaldara fyrir mig því ég er einungis með tvær vörur.

*Vörurnar keypti greinahöfundur sjálf

Varablýanturinn heitir Sand Beige og er frá Nyx Professional Makeup. Varaliturinn er úr Colour Riche línunni frá L’Oréal og er nr. 642. Báðar vörurnar fást til dæmis í Hagkaup.

Varablýanturinn er mjög þægilegur, það er hægt að skrúfa hann upp og niður, þarf því ekki yddara. Þessir varablýantar frá Nyx Professional Makeup eru ótrúlega kremaðir en haldast vel á vörunum. Varaliturinn er úr nýrri línu frá L’Oréal og er ótrúlega rakagefandi. Liturinn á varalitnum er fallega ljós nude sem passar einstaklega vel við varablýantinn. Varablýanturinn er aðeins dekkri en varaliturinn og nota ég hann til þess að móta varirnar. Síðan set ég varalitinn í miðjuna og þannig stækka ég varirnar örlítið.

Ef þið eruð að leita af flottu nude varacombo-i þá mæli ég með þessu xx 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

NÝTT & FALLEGT HEIMA

Skrifa Innlegg