fbpx

HÁTÍÐARVARIR

LIPS OF THE DAYVARIR

RAUÐAR VARIR

Ég er orðin mjög spennt fyrir jólunum og get ekki beðið eftir að klára þessi próf svo ég geti gert skemmtilegar hátíðarfarðanir með ykkur. Mig langaði að segja ykkur frá gullfallegum varalit sem ég fékk að gjöf frá YSL um daginn, hann er fullkominn fyrir hátíðarirnar að mínu mati. Það er líka fyrsti í aðventu á morgun og því tilvalið að skella á sig rauðum varalit og gera eitthvað skemmtilegt með sínum nánustu. 

Þetta er alveg ný formúla frá YSL sem heitir Tatouage Couture, formúlan er mjög litsterk, mött og helst vel á vörunum án þess að þurkka þær. Ásetjarinn er líka mjög sérstakur í laginu en hann gerir varalitaásetninguna mjög auðvelda, ég gat mótað varirnar án þess að nota varablýant eða bursta. Þannig ég myndi segja að þetta sé einstaklega góður varalitur til þess að hafa í töskunni.

 

Liturinn sem ég er með á mér er nr.1 og er gullfallegur rauður litur með smá hlýjum undirtón, ekta fyrir hátíðirnar!

Mig langaði síðan líka að láta ykkur vita að ég er með gjafaleiki fram að jólum á instagraminu mínu (@gudrunsortveit) xx

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 


*Allar umfjallanir um vörur eða annað kemur frá mér sjálfri og gef ég alltaf hreinskilið svar

FALLEG VERSLUN: MAÍ

Skrifa Innlegg