fbpx

HVAÐ NOTA ÉG Á VARIRNAR?

BEAUTY

Ég var ein af viðmælendum flottra kvenna sem svaraði spurningunni:

Hvað nota þær á varirnar?”

fyrir Fréttablaðið.

Ég var beðin um að deila með lesendum hvaða snyrtivörur ég nota og ég átti ekki erfitt með að skrifa niður tips í þeim málum. Varalitir og salvar eru örugglega sú snyrtivara sem ég nota hvað mest og því alveg rétt sem fyrirsögnin segir, ég er oft ómáluð, einungis með varalit eða gloss. Lesið mín svör hér að neðan –

„Ég er ein þeirra sem nota oft á tíðum eingöngu varalit eða gloss þegar ég fer út úr húsi. Það er á þeim dögum þegar ég hendi hárinu upp í snúð og fer ómáluð í notalegum gír frá heimilinu en nota samt smá lit á varirnar. Finnst það gera svo mikið. Nú er sá tími árs að ég er alltaf með varasalva á mér því kuldinn veldur varaþurrk, örugglega margir sem tengja við það. Það er líka sá tími árs að ég fer að færa mig yfir í rauðari varir og hlakka á sama tíma til jólanna, rauðar varir í desember er allavega trend sem fellur aldrei úr tísku. Við erum alveg að koma þangað, mikið finnst mér tíminn líða hratt!

Ég festist ekki beint við merki þegar kemur að varalitum og er alltaf að prufa eitthvað nýtt. En ef mér líkar vel við eitthvað, kaupi ég það aftur. Varasalvar aftur á móti er eitthvað sem ég kaupi alltaf frá sömu merkjum og ég sé, þegar ég fer að skoða málið, að ég er að velja íslenskt, sem er ekki verra.“

“Ég hef keypt sama varasalvann í örugglega 10 ár frá Bláa Lóninu, finnst hann alltaf bestur.”

“Ef ég er virkilega slæm af varaþurrk þá nota ég þetta töfrakrem frá Jöklamús sem er algjör nauðsyn á veturnar á mitt heimili. Við notum það öll í fjölskyldunni.”

“Ég tryllist smá yfir samstarfi Loréal við Karl Lagerfeld heitinn. Þetta er vörulína sem hann vann með snyrtivörurisanum rétt áður en hann lést og hún var að fara í sölu núna um mánaðarmótin. Ég myndi velja rauða varalitinn í tilefni þessa tímabils.”

“Ég á alltaf matta varaliti frá MAC í töskunni, þennan sem þú grípur í hversdags allt árið um kring. Ég get mælt með litunum „Velvet teddy” eða „Brave” sem ég á sjálf til þessa stundina.”

Takk fyrir spjallið Fréttablaðið og Björk <3
Lesið endilega hvað hinar dömurnar nota á sínar vörur, hér.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

AARKE KOMIÐ TIL ÍSLANDS!

Skrifa Innlegg