STÍLLINN Á INSTAGRAM: ÍNA MARÍA

STÍLLINN Á INSTAGRAM

Þið hafið kannski tekið eftir því að Dominos deild kvenna prýðir hjá okkur forsíðuna þessa vikuna. Af því tilefni fékk ég fyrirspurn hvort ekki væri hægt að gefa körfuboltastúlkunum sá athygli á blogginu sjálfu. Eftir smá umhugsun þá var besta lausnin að finna eina vel valda í Stílinn á Instagram. Ég fékk margar ábendingar og valið var ekki svo auðvelt. Ína María náði síðan athygli minni, sólríkur Instagram reikningur þar sem hún býr með annan fótinn í Miami.

Úti er óveður (er það ekki?) og því tilvalið að birta færsluna sem gefur hlýju í hjartað.
Körfuboltastelpa og körfuboltafrú frá Suðurnesjum, Ína María, á Stílinn á Instagram að þessu sinni.
Þið finnið hana undir @inamariia ..

Hver er Ína María Einarsdóttir?
23 ára körfuboltastelpa frá Suðurnesjum í sálfræðinámi, búsett í Miami með kærastanum mínum.

Tíska og íþróttir – einhver tenging?
Í dag er það svolítið þannig að mörg íþróttafyrirtæki eru farin að framleiða föt meira í hversdagslegum stíl og einnig tískufyrirtæki að hanna föt í meiri sporty stíl, svo það er mjög auðvelt að finna bæði sporty og trendy föt og blanda þessum tveimur stílum saman, t.d. kápur og strigaskór og íþróttabuxur eða boli/toppa við hælaskó.

Er hver dagur í lífi þínu útpældur þegar að kemur að klæðaburði?
Nei ég myndi nú ekki segja það, ég fer yfirleitt bara í það sem mig langar og er í stuði fyrir hverju sinni, hvort sem það séu íþróttaföt eða fín föt eða mix af því.

Uppáhalds flík í fataskápnum?
Held ég verð að segja leðurjakkinn minn. Maður er alltaf að leita af hinum fullkomna “leðurjakka”.

Skemmtilegast að kaupa?
Yfirhafnir eins og fallegar kápur og auðvitað skór.

Áttu þér styleicon – tískufyrirmynd?
Ég á mér ekki endilega eitthvað eitt icon, ég fæ innblástur frá mörgum flottum konum t.d. á instagram og auðvitað úr fjölmiðlum og reyni að aðlaga að mínum stíl. Ef skal nefna einhverja ákveðna manneskju þá finnst mér mjög gaman að fylgjast með Victoriu Beckham.

Framtíðarplön?
Ég stefni á Master nám og kærastinn minn stefnir á atvinnumennsku eftir háskólaboltann svo það á eftir að koma í ljós hvar við munum búa og gera í framtíðinni.

Að lokum … getur þú mælt með einhverjum leynistöðum í Miami fyrir íslenska ferðalanga?
Miami býður upp á nóg af afþreyingu hvort sem þú hefur áhuga á því að vera út í sólinni eða skoða skemmtilega staði, versla eða borða góðan mat. Það er órulega gaman að fara skoða Wynwood Walls, allskonar litrík listaverk á byggingum og veggjum og æðislegir veitingastaðir. Ég mæli einnig með eyjunni, Key largo sem er rétt fyrir utan Miami. Þar er t.d hægt að snorkla, fara á kayak, hjólabáta og fleira. Enda svo daginn þar á veitingastað á ströndinni og borða kvöldmáltíð á meðan maður horfir á sólsetrið.

 

Takk Ína María (@inamariia) – vegni þér vel í þínu!

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

2016 VAR ANNASAMT ÁR

LÍFIÐ

Ég fer yfir annasama árið mitt hjá Smartlandi Mörtu Maríu á MBL í dag. 2016 reyndi mikið á mig á mörgum sviðum. Ég eignaðist Gunnar Manuel son minn sem hefur frá fyrsta degi látið hafa mjög mikið fyrir sér. Á nýju ári, 2017, ætla ég að sofa meira (eða allavega sofa smá) og njóta vinnu minnar meira. Stundum var mjög erfitt að finna stöðuleikann milli fjölskyldu og vinnu en það kenndi mér líka að að taka eitt skref til baka og láta annað ganga fyrir þá stundina. Árið mitt var erfitt en líka mjög skemmtilegt og hér fer ég yfir það helsta sem stóð uppúr, á persónulegu nótunum.

Fín fyrirsögn …. ;) haha.

 

801150mbl

 

Hápunkt­ur árs­ins?
Hápunkt­ur 2016 í mínu lífi var þegar son­ur minn fædd­ist í byrj­un árs. Síðan þá hef ég ekki átt dauða stund.

Af­rek árs­ins?
Fæðing­in er að fara að stela þessu viðtali – er hægt að nefna eitt­hvað annað í þessu sam­hengi? Vik­an mín á þýska sjúkra­hús­inu topp­ar list­ann.

Skemmti­leg­ustu snapchat-ar­arn­ir á ár­inu að þínu mati?
Ég er ekki dug­leg að fylgj­ast með snöpp­ur­um en fylgi þó vin­konu minni ADHD-kis­unni – hún var frá­bær á mörg­um tíma­punkt­um. Svana á Svart á Hvítu er svo án efa nýji upp­á­halds snapp­ar­inn minn. Ég fylg­ist líka með Snorra Björns­syni í gegn­um mann­inn minn, hann er eitt­hvað svo viðkunn­an­leg­ur og lít­ill remb­ing­ur í hon­um. Ég mæli síðan hik­laust með Trend­net-snapp­inu (trend­net­is) sem er sí­fellt að sækja í sig veðrið.

Fyndn­asta atriði árs­ins?
Þó að mér hafi alls ekki þótt það fyndið á þeim tíma­punkti þá get ég hlegið að því núna. Við sem sagt eignuðumst barnið okk­ar í Þýskalandi. Ég var ekki kom­inn með tungu­málið á hreint og þá nótt sem litli Manu­el okk­ar kom í heim­inn var bara eng­inn ensku­mæl­andi starfsmaður á spít­al­an­um. Ég var al­veg brjáluð í bland við mikið stress þannig að álagði jókst til muna á eig­in­mann­inn sem þurfti að vera túlk­ur ofan á allt annað „Elísa­bet, þú átt að anda núna…“ var til dæm­is setn­ing sem hann notaði mikið.

Skrítn­asta upp­lif­un þín 2016?
Við fjöl­skyld­an erum oft­ast ekki að stressa okk­ur á hlut­un­um. Við keypt­um okk­ar fyrsta hús áður en við flutt­um til Svíþjóðar í sum­ar. Það er svo sem ekki frá­sögu fær­andi nema að við keypt­um 100 ára gam­alt hús án þess að hafa séð það. Þannig að það var skrít­in til­finn­ing að ganga inn á sitt eigið heim­ili und­ir þess­um kring­um­stæðum.
Skipu­lagði Sví­inn var frek­ar hissa á þessu hjá okk­ur en það er lík­lega ekki til einn ein­asti Svíi sem myndi leika þetta eft­ir. En þetta fór allt vel og við erum mjög sátt við kaup­in.

Upp­á­halds drykk­ur­inn þinn þetta árið?
Kaffi­boll­arn­ir hafa aldrei verið fleiri en ein­mitt þetta árið. Fyr­ir utan kaffið er það ískalt sóda­vatn í dós eða rautt vín í glasi þegar vel ligg­ur við.

Mest eldaði rétt­ur­inn í eld­hús­inu?
Föstu­dagspizz­an einu sinni í viku. Þunn­ur botn, pestó, hrá­skinka, mozzar­ella, basilica og inn í ofn. Toppað með fersk­ur tómöt­um, avoca­do, ruccola og par­mes­an-osti. Borið fram með góðu rauðvíns­glasi.

Upp­á­halds­lagið þitt á ár­inu?
Úff – hvað er ég hlusta á? Góð tips vel þegin hér.
Ég segi Christ­mas Lig­hts með Coldplay þar sem það eru jól núna og þeir eru ein­ir af fáum sem náðu að gera gott nýtt jóla­lag. Ann­ars leita ég alltaf í klass­ík­ina þegar ég spila jóla­lög – þegar þetta er skrifað er ég með Frank Sinat­ra í eyr­un­um.

Upp­á­haldsnet­síðan þín?
TREND­NET – þar eru bara góðar frétt­ir alla daga svo maður flett­ir bros­andi í gegn­um póst­ana. Ann­ars hef ég aldrei verslað jafn­mikið á net­inu og þetta árið. Net­versl­un er frá­bær þjón­usta fyr­ir upp­tekið fólk.

Upp­á­halds­blogg­ar­inn?
Ég get ekki gert upp á milli barn­anna minna en þau eru tólf tals­ins sem skrifa und­ir Trend­ent-hatt­inn og öll eiga þau hlut af mínu blogg­hjarta.

Besta bók sem þú last á ár­inu?
Bæk­urn­ar hafa verið á hill­unni á ár­inu vegna anna. Mig dreym­ir um gott frí með góða bók við hönd og sá draum­ur mun ræt­ast árið 2017. Ég skal svara þess­ari spurn­ingu að ári.

Fal­leg­asta augna­blik árs­ins?
Þegar son­ur minn fædd­ist og þegar systkin­in hitt­ust í fyrsta sinn. Fer að grenja bara við að hugsa um það augna­blik – ekk­ert fal­legra í heim­in­um.

Mest krefj­andi verk­efni árs­ins?
Mest krefj­andi verk­efni árs­ins var að finna stöðug­leik­ann í því að vera mamma og halda vinn­unni gang­andi á sama tíma, ósof­in og úrill með bros á vör.

Þakk­læti árs­ins?
Þakk­læti árs­ins fær tengdapabbi fyr­ir að hafa komið nýja (eld­gamla) sænska hús­inu okk­ar í flott stand á nokkr­um vik­um – besti smiður lands­ins ef þið spyrjið mig.
Ann­ars er ég þakk­lát fyr­ir fullt af hlut­um og verð sér­stak­lega meir yfir hátíðirn­ar – að eiga heil­brigð börn, vera ham­ingju­söm og ást­fang­in er ekki sjál­gef­inn hlut­ur.

Meira: HÉR

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

BLÆTI: FALLEGUR BOÐSKAPUR

FASHIONMAGAZINE

0blaetisguggur

Stúlkurnar sem standa á bak við tímaritið: BLÆTI !
*Lesið viðtal við Ernu Bergmann neðst í pósti.

img_9822

Ég er búin að vera spennt að skrifa um þetta frá því að ég byrjaði að fylgja Blæti-stúlkum á Instagram fyrir nokkrum mánuðum síðan. Þar hafa þær verið virkar að deila myndum af vinnu sinni við nýtt íslenskt tímarit sem kemur út á prenti í dag – BLÆTI !!  Instagram aðgangurinn er dásamlegur og þar má sjá að vel er vandað til verka í hverri töku fyrir sig. En hann gæti líka selt ykkur hugmyndina að þetta sé mögulega jólagjöfin í ár fyrir tísku, listar og eða menningar unendur? Sjáið hér að neðan –

14369233_659467177556085_5340571303185219584_n 14374079_1811153155798658_1140593044_n 14448354_1789990797935856_341639905090207744_n 14474362_510720029127324_7365044601041715200_n 14487355_194849020972483_962783010355150848_n 14504694_197415790683729_234694807102947328_n 14504874_554950168021848_901442472117272576_n 14515654_345800475812481_4911282166534504448_n 14547633_207917042986862_4395904297380872192_n 14574131_1153409444740078_503825171631570944_n 14596716_692099170957750_2924940176742416384_n 14624431_987617131361600_3554604127755436032_n 14659221_189405384841078_1950145564494528512_n 14676737_268040843594186_7458520797552836608_n 14676776_1797735503840640_8219884131081781248_n 14693723_561008144090589_668980360813477888_n 14701182_1462787287067334_998382589817389056_n 14709531_1739149353077276_3564142210737766400_n 14717659_1236266049763666_7106782891773788160_n 14718098_411439355911068_8566704449630765056_n 14733215_1240438492680619_584333105234444288_n 15043693_201313323654179_4140302465654325248_n 15057346_1878889882341403_5605110996214480896_n 15258697_400220140327608_1298991748910940160_n 15258761_1317853441579615_314090039233478656_n 15275733_1798074547113559_489134648312463360_n 15306783_1128765607160344_9087287969471004672_n

Stílistinn Erna Bergmann er ein af stofnendum Blætis. Ég fékk hana til að svara nokkrum spurningum sem gefa okkur betri sýn á hverju búast má við.

 

15337542_10211240826565962_6269166725403311236_n


Hvað er BLÆTI?
Hvernig og hvenær varð hugmyndin að tímaritinu til?

BLÆTI er nýtt íslenskt tískutímarit stofnað af Sögu Sigurðardóttir ljósmyndara og Ernu Bergmann hönnuði og stílista.

Við Saga stofnuðum BLÆTI því okkur fannst vanta vettvang fyrir ljósmyndara og stílista til þess að fá að skapa og vinna með hjartanu. BLÆTI er ljóðrænt tískutímarit þar sem við brjótum upp staðalímyndir og færum raunverulegan og fallegan boðskap, til dæmis með því að nota óhefðbundin módel í myndatökur og auglýsingar.  Tímaritið leggjur mikið upp úr fallegum myndaþáttum og á að ljósmyndirnar fái að njóta sín í blaðinu. Við erum einnig með magnaða rithöfunda og fólk með okkur, þannig blaðið verður mjög innihaldsríkt og áhugavert að lesa því innan í BLÆTI er 100 bls. lesbók með áhugaverðum greinum, ljóðum, smásögum og hugleiðingum.  Fyrst stefndum við að því gera lítið „zine“ tímarit, en svo vatt verkefnið upp á sig og fór algjörlega úr böndunum. List sprettur af list og gátum við hreinlega ekki hætt að vinna að blaðinu og fullkomna gripinn. Þetta ferli er búið að vera einstaklega gefandi og skemmtilegt og kveikja neista innra með okkur. Í dag gefum við út 400 bls. harðspjalda bók þar sem að við erum búnar að huga að hverju smáatriði og gera hlutina nákvæmlega eftir okkar uppskrift sem er virkilega frelsandi og góð tilfining.

BLÆTI er tímarit um konur. Um karlmenn. Um tísku. Um hið ófullkomna. Um líkamann. Um vonir. Um væntingar. Um gleði. Um sorg. Um söknuð. Um ást. Um minningar. Um þrá. Um miklu meira. Um fagurfræði; um fegurð ljósmyndarinnar, fegurð augnabliksins, fegurð orðsins & fegurð margbreytileikans.

BLÆTI fangar tíðarandann. Þar mætast í einni hringiðu tískustraumar, ljósmyndin og orðið. Reykjavík eins og hún birtist einmitt núna. Í tímaritinu mynda greinar, ljóð og hugleiðingar heild þar sem orðið og hið sjónræna fléttast saman. Við skoðum fegurðina frá mismunandi sjónarhornum og brjótum upp staðalímynd hennar. BLÆTI fagnar ófullkomleikanum. Allt er fullkomlega ófullkomið. Það eru engar reglur.

Hverjar standa á bak við blaðið?

Fjórar konar standa að baki tímaritsins: Saga Sigurðardóttir, Erna Bergmann, Sigrún Edda Eðvarðsdóttir og Helga Dögg Ólafsdóttir grafískur hönnuður.

Hversu oft mun blaðið koma út?

BLÆTI kemur út í dag, 14. desember og er fyrirhuguð útgáfa árleg.  En einnig mun BLÆTI gefa út minni útgáfur yfir árið ásamt því að sinna öðrum verkefnum sem koma í ljós í byrjun árs 2017.

Hvar kaupum við Blæti? Jólagjöfin í ár ?

Tímaritið verður selt í velvöldum verslunum og Eymundsson frá 15. desember og kostar 7.900 krónur. En einnig er möguleiki að versla BLÆTI á netinu á www.blaeti.com og er tímaritið fullkomið í jólapakkann.

_____

Takk fyrir þetta og skál fyrir ykkur !! Ég mæli að sjálfsögðu með útgáfuhófi blaðsins HÉR í kvöld!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

 

 

FATALÍNA GK REYKJAVÍK: BIRTA ÍSÓLFSDÓTTIR

FÓLKÍSLENSK HÖNNUNSHOP

GK Reykjavik kynnti fyrir helgi fyrstu fatalínu verslunarinnar – hágæða flíkur sem eru að hluta til framleiddar á Íslandi. Birta Ísólfsdóttir er hönnuður línunnar en hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2010. Það er gaman að segja frá því að mun fyrr keypti ég flík af þessari ungu lista og viðskiptarkonu þegar hún seldi hönnun sína á MySpace síðu (um árið … ). Það er gaman að fylgjast með fólki þroskast í sínu fagi frá upphafi. Ég tók Birtu smá spjalli –

Birta

 

Hver er Birta Ísólfsdóttir:

Birta er 28 ára fatahönnuður, Hvolsvallarmær búsett í miðbæ Reykjvíkur. Ég á tvo gullfiska og eina pottaplöntu sem ég hugsa um að alúð og það skemmtilegasta sem ég geri er að borða góðan mat.

Hvernig myndir þú lýsa fyrstu fatalínu GK Reykjavik?

Okkur langaði að endurvekja gamla GK merkið þar sem hefur verið töluverð eftirspurn eftir því. GK Reykjavík var stofnuð árið 1997 og á því fjölbreyttan og skemmtilegan kúnnahóp á öllum aldri. Línan samanstendur af klassískum vönduðum fatnaði í bland við street/götutísku fyrir bæði dömur og herra. Þetta er í raun frekar lítil fatalína sem ég vann í samstarfi við Evu Katrínu Baldursdóttur rekstrarstjóra GK Reykjavík.
Línan sem er komin í sölu núna er að mestu leiti framleidd hér á Íslandi  sem gefur okkur tækifæri á að byrja smátt en einnig erum við komin í samstarf við frábæra framleiðendur erlendis og hlökkum mikið til að geta framleitt stærri og fjölbreyttari línu.

Hver er þinn ferill hingað til?

Ég útskrifaðist sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands árið 2010 og hef unnið sem slíkur síðan. Ég tók þátt í og sigraði hönnunarkeppninni Hannað fyrir Ísland og fékk í kjölfarið vinnu hjá 66°Norður. Í dag starfa ég sem fatahönnuður fyrir GK Reykjavík og sé einnig um stóran hluta hönnunar
og framleiðslunnar hjá NTC.

IMG_4187 IMG_4188 IMG_4189 IMG_4194

Framtíðarsýn?

Við Eva Katrín höfum unnið samnan í þónokkurn tíma og lengi talað um að hanna fatalínu fyrir GK Reykjavík. Hugmyndin er að byrja smátt og þróa síðan seasonal fatalínur fyrir dömur og herra og draumurinn er sá að herja inn á erlenda markaði í framtíðinni. Hér á Íslandi er jafnan lítið framboð
af vönduðum fatnaði fyrir yngra fólk sem hentar til skrifstofuvinnu – GK línan er meðal annars hugsuð til að mæta þeirri þörf.

 

Takk fyrir spjallið Birta. Ég hlakka til að fylgjast með framhaldinu. Áfram Ísland!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

GUÐRÚN HELGA

FASHIONFÓLKÍSLENSK HÖNNUN

English version below

Guðrún Helga Kristjánsdóttir, góðvinkona mín, var ein af þeim sem sýndi útskriftalínu sína í Listasafninu á dögunum. Eins og ég vissi þá var línan hin glæsilegasta og ég bilaðist úr stolti hérna hinu megin við hafið. Hér var hugsað út í öll helstu smáatriði sem heilla augu áhorfenda.

Guðrún er ein af sjálfstæðari konum sem ég þekki. Hún hefur alltaf haft stóra drauma og það veitir mér innblástur að fylgjast með slíku fólki. Aðeins 18 ára flutti hún til London þar sem hún starfaði meðal annars sem verslunarstjóri í Arragant Cat, hún bjó í Kína um árabil, Köben og svo aftur London þar sem hún tók eitt ár af fatahönnunarnáminu sínu.

13162409_10154435909615995_1546022686_n13140842_10154435909905995_477621608_n

Ég heyrði í hönnuðinum og bað hana að deila með okkur sinni ásýnd – svörin finnið þið að neðan.

Gudrun28 Gudrun34

Mig langar langar langar svooo í þennan jakka. Hann er efstur á óskalista.

Gudrun37 Gudrun48 Gudrun15
Andrea okkar var ein af módelunum. Alltaf flott!

Gudrun20 Gudrun26

Fallegt bak –

Gudrun41 Gudrun45

Ermar með pýfum

Gudrun01
Vá!

Gudrun08

Ég hef alltaf verið hrifin af grófum rennilásum og við Guðrún Helga eigum það greinilega sameiginlegt. Rúskinsamfestingur með detailum sem gera lúkkið.

Gudrun09 Gudrun12 Gudrun25

Myndir: Baldur Kristjánsson

Hver er Guðrún Helga?
Fatahönnuður, móðir, dóttir, eiginkona, systir, vinkona, mágkona, svilkona, tengdadóttir og stuðkona.

Hvaðan fékkstu innblástur fyrir línuna?
Línan var unnin eftir persónugerð sem ég mótaði í huganum. Persóna sem ólst upp við erfiðan uppeldisramma, strangar reglur og mikla óreglu. Stundum líður henni eins og hún sé bundin niður við rótina sína.  Hún hefur samt brotist út úr fjötrum æskunnar, fer sínar eigin leiðir, er full af sjálfstrausti og er hinn mesti töffari.

Hvað leggur þú áherslu á í hönnun línunna?
Að hún væri úr góðum efnum – alls ekki gerviefnum. Að flíkurnar væru vandlega sniðnar, fágaðar, óvenjulegar en um leið tímalausar og að ég gæti séð fyrir mér aðal skvísur bæjarins klæðast flíkunum.

Hver eru þín framtíðar plön í hönnun?
Til að byrja með mun ég einbeita mér að því að fylgja eftir þessari línu næsta árið og í leiðinni afla mér meiri reynslu í þessum geira.

_______

Það sem er svo frábært við útskriftasýningar Fatahönnnnardeildar Listaháskólans er hversu ólíkar fatalínurnar eru. Margir gerðu mjög vel en ég hefði viljað sjá fleiri myndir og meiri umfjöllun um framtíðarfólkið okkar í fatahönnun. Kannski hefur það farið fram hjá mér?  Ef einhver á góðan link má sá hinn sami deila honum með mér. Ég er spennt að fá að sjá meira af því sem var sýnt í Listasafninu þetta kvöldið.

Áfram Íslensk hönnun! Og áfram Guðrún Helga!

//

One of my best friend has got a lot of talent! She is graduating from fashion design from The School of Art in Iceland. Above you can see the collection she designed. I really like it – wearable, timeless in fabulous fabrics.

xx,-EG-.

 

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

VIÐTAL: MBL.IS

FJÖLMIÐLARHÚRRA REYKJAVÍK

English below

Góðan daginn og gleðilegan mánudag!

Í gær birtist viðtal við mig á mbl.is en þar er ég spurð út í nýjasta verkefnið mitt, verslunarstjórastöðuna hjá Húrra Reykjavík.

viðtal1

Þið getið nálgast viðtalið HÉR.

Annars er undirbúningur í fullum gangi og ég hlakka til að geta sagt ykkur enn meira frá öllu, merkjunum, staðsetningu, opnunartíma o.s.frv.

// I was interviewed for Iceland’s national newspaper, concerning my new job at Húrra Reykjavík. You can find the interview HERE – and see if Google Translate can help! 

xx

Andrea Röfn

INSTAGRAM VIKUNNAR HJÁ NUDE MAGAZINE

FJÖLMIÐLARINSTAGRAMVIÐBURÐIR

English below

Ég er instagrammari vikunnar hjá NUDE Magazine. Þar svara ég nokkrum tískutengdum spurningum.

Viðtalið má finna HÉR.

Fylgist endilega með mér á instagram: @andrearofn

Bikerjakki-on-point

Screen Shot 2016-03-04 at 09.42.54Sjúkur-leðurjakki Útvítt-er-kúl

I’m featured as instagrammer of the week at NUDE magazine blog, answering some fashion related questions.

You can check it out HERE – hope google translate will help this time!

And feel free to follow me on instagram: @andrearofn

xx

Andrea Röfn

VIÐTAL: SUNNUDAGSBLAÐ MORGUNBLAÐSINS

FJÖLMIÐLAR

Um helgina birtist viðtal við mig í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Þar svaraði ég nokkrum skemmtilegum spurningum um tísku og fatastíl minn. Hér fáið þið spurningar og svör –

Processed with VSCOcam with t1 presetMynd: Styrmir Kári

OUTFIT:
Leðurskyrta: H&M
Skyrta: AllSaints
Rúllukragabolur: NIKE
Buxur: Topshop
Skór: Air Jordan 1
Derhúfa: The North Face

 

Hvað er það sem heillar þig við tísku?
Það sem heillar mig mest er að hver og einn hefur sinn stíl. Maður stjórnar því algjörlega hversu mikið eða lítið maður fylgir helstu tískustraumum. Mér finnst töff hvað tískan gengur í hringi og hlutir sem manni finnast fáránlegir þegar maður hugsar til baka eiga eflaust eftir að vera aðal málið á ný eftir nokkur ár.

Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl?
Stíllinn minn er fjölbreytilegur og afslappaður, gæjalegur í bland við fínni flíkur. Mér finnst gaman að blanda saman ólíkum stílum, til dæmis með strigaskóm við fína efri parta. Ég klæðist mest svörtu og hvítu, en uppáhalds liturinn minn er blár og því er ég alltaf mjög hamingjusöm þegar ég finn falleg blá föt.

Hvað er þitt uppáhalds tískutrend þessa stundina?
Strigaskór hafa verið heitir síðustu misseri og verða það klárlega áfram. Það hefur verið uppáhalds trendið mitt frá fyrsta degi og ég sé ekki fram á að fá nokkurn tímann nóg af flottum strigaskóm. Ég er líka rosalega skotin í rúllukragabolum og sanka þeim að mér þessa dagana, bæði peysum og bolum. Að lokum er ég mikið með alls kyns derhúfur sem hafa komið sterkar inn síðasta árið.

Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur að fatakaupum?
Gæði fram yfir magn. Ég hef lært í gegnum árin að ég verð nánast aldrei þreytt á fötum sem eru úr góðum og vönduðum efnum. Þau kosta meira en að lokum borgar það sig alltaf að kaupa færri, dýrari flíkur. Að minnsta kosti í mínum tilfellum.

Er eitthvað ráð sem þú getur gefið varðandi fatakaup?
Ekki kaupa bara til þess að kaupa. Mér finnst lang best að vera handviss um að varan muni koma mér að góðum notum og að hún sé peninganna virði. Einnig finnst mér mikilvægt að gera sér grein fyrir að þó svo að einhver tískubylgja standi yfir þýðir það alls ekki að maður verði að fylgja henni. Aðalmálið er að klæðast því sem manni sjálfum finnst flott, burtséð frá því hvort það sé á öllum síðum tískublaðanna eða ekki.

Hvað kaupir þú þér alltaf þó þú eigir nóg af því?
Skó! Þeir eru alltaf það fyrsta sem ég skoða í búðum og ég vel yfirleitt dress dagsins út frá því skópari sem mig langar að klæðast þann daginn. Ég kaupi mér líka reglulega svartar gallabuxur, en það er aðallega vegna þess að með tímanum upplitast þær og mér finnst mikilvægt að eiga alltaf par af svörtum, nýlegum gallabuxum.

Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl?
Anja Rubik, hún er algjör töffari og við eigum það sameiginlegt að elska svört föt. Ég hef fylgst með henni lengi og alltaf verið hrifin af stílnum hennar. Jourdan Dunn og Elsa Hosk eru líka ofarlega í huga mér.

Hverju myndir þú aldrei klæðast?
Aldrei að segja aldrei, en akkúrat núna finnst mér afar ólíklegt að ég muni ganga í þröngum „bandage” kjól í nánustu framtíð.

Áttu þér uppáhalds flík?
Já, ég á nokkrar uppáhalds flíkur. Ég fæ aldrei nóg af biker leðurjakkanum mínum en hann er úr endurunnu leðri, keyptur í New York fyrir tveimur árum. Þar á eftir koma glimmerbuxur sem ég klæddist í myndatöku fyrir sex árum og fór beinustu leið í Zöru eftir tökurnar til að finna þar síðasta parið af buxunum.  Önnur ofnotuð flík í skápnum er svört silkiskyrta úr All Saints, en hún hentar við öll tilefni og var hverrar krónu virði. Að lokum fer ég varla úr Jökla Parka úlpunni minni frá 66°N þessa dagana.

Áttu þér uppáhalds hönnuð?
Alexander Wang, Donna Karan, Olivier Rousteing og Karl Oskar Olsen. Allt mjög ólíkir hönnuðir með mismunandi stíla.

Hope you like

xx

Andrea Röfn

Fylgist með mér á instagram: @andrearofn

Follow me on instagram: @andrearofn

Viðtal: Fanney & Ylur

FallegtMömmubloggTinni & Tumi

Þegar Tumalingurinn minn fæddist fékk ég alveg dásamlega fallega peysu að gjöf. Peysan er frá íslensku merki sem nefninist Ylur og býður uppá glæsilegar prjónavörur einhverjar þær fallegustu sem ég hef augum litið. Sjálf get ég ekki prjónað til að bjarga lífi mínu en ég elska fallegar prjónavörur svo mér finnst mikil snilld að geta bara keypt fallega prjónavörur af öðrum mun hæfileikaríkari fyrir börnin mín ;) En ég heillaðist svo og er búin að ofnota þessa æðislegu peysu svo ég varð að fá að kynna merkið betur fyrir ykkur en það er margt skemmtilegt framundan hjá Yl og eiganda þess og hönnuð Fanneyju Svansdóttur!

Screen Shot 2015-12-14 at 10.04.03 PM

Hér sjáið þið litla Tumaling hér er hann alveg pínupons í peysunni sinni. Ég gat ekki beðið með að nota hana svo við brettum bara uppá hana til að byrja með en í dag smellpassar hún. Eitt af því sem ég kann svo vel að meta við prjónaflíkur er hvernig þær eiginlega vaxa með börununum.

En ég plataði hana Fanney til að svara nokkrum spurningum um sig sjálfa, merkið Ylur og það sem er framundan. En í gær opnaði hún heimasíðuna og vefverslunina Ylur.is svo endilega kíkið í heimsókn!

12118655_748982258545018_3278076089135343401_n

Ljósmyndari: Aldís Pálsdóttir

Geturðu aðeins sagt frá þér sjálfri, 
Ég er 25 ára og bý á Selfossi með sambýlismanninum og börnunum okkar tveimur, Aroni Elí 5 ara og Rán 2 ára. Ég lauk við ba gráðu í félagsráðgjöf í vor en stefni á nám í textílhönnun á næstunni.

Hvernig kom það til að Ylur varð til?
Það hefur alltaf verið ríkt í mér að skapa. Ég hugsa hratt og gleymi mér oft í hugsunum mínum og hugmyndum. Þegar ég ákvað að láta undan og leyfa mér að eyða tíma í að rækta þessa hæfileika fór margt að gerast. Ég byrjaði að prjóna um það leyti sem dóttir mín fæddist, fyrir ca tveimur árum. Ég lærði að prjóna á youtube og pinterest. Ég kunni grunnatriðin en bæði mamma mín og amma eru snillingar i höndunum. Ég eyði enn í dag talsverðum tíma á youtube og finnst gaman að bæta við mig þekkingu og tækni.

11986323_737517339691510_1019960145256867481_n

Hvaðan sækirðu þér innblástur fyrir hönnun þína?
Ég sæki fyrst og fremst innblástur í börnin mín. Mér finnst gaman að fylgjast með þeirra vali á fatnaði, hvaða flíkur þau taka ástfóstri við. Úr hvaða efni eru flikurnar? Hvernig er sniðið? o.s.frv. Ég leita einnig innblásturs i gömlum myndaalbúmum hjá ömmu og afa og árstíðunum en ég get endalaust velt fyrir mér fallegum litum nátturunnar.

Með hvaða efni vinnurðu helst?
Ég hef fyrst og fremst áhuga á fallegum og vönduðum hlutum úr góðu hráefni. Ég eyði miklum tíma í lita og efnisval. Ég vinn mest með alpaca ull sem ég kaupi frá Peru. Alpaca ullin býr yfir mörgum eiginleikum sem henta vel í barnafatnað. Hún er mjúk, hlý, slitsterkt og nánast ofnæmísfrí.

11062731_724078391035405_2316861368953631396_n

 

Ómæ! Þessi refapeysa ég bilast úr krúttlegheitum – á óskalista hjá okkur mæðginum til þeirra sem vantar jólagjafahugmyndir… ;)

Er einhver flík frá Ylur í meira uppáhaldi hjá þér en önnur?
Flíkurnar frá Yl eru langflestar fyrir bæði kyn. Ég legg mikið uppúr notagildi og forðast að flokka föt sem annaðhvort stráka- eða stelpufot. Einn af dásamlegu eiginleikum prjónaðar flíka er hversu lengi þær endast. Ein stærð hja mer spannar 4 hefðbundnar stærðir. Ég á erfitt með að velja eina uppáhalds flík en hvíta hneppta peysan með gatamynstrinu er upprunalega peysan frá mér og mer þykir sérstaklega vænt um hana.

Er eitthvað spennandi framundan hjá merkinu?
Það er margt spennandi að fara i gang hjá okkur. Ég hef gaman af smækkuðum útgáfum af fullorðins fötum og er að vinna í nokkrum flíkum fyrir aðeins eldri hóp en ég hef verið að einblína á hingað til. Það er á stefnuskránni að gera svo litla dömulínu. Ég er líka að vinna að einu spennandi verkefni með Bergrúnu Írisi – ég persónulega er mjög spennt fyrir þvi svo það er um að gera að fylgjast með.

11836876_723635331079711_7425073746315781471_n

Hvaða jólahefð er ómissandi hjá þér?
Það verður gott að komast í smá jólafrí en nóvember og desember hafa verið sérstaklega annasamir. Ég er mikið jólabarn, sérstaklega eftir að eg atti bornin mín. Jólin snúast um samveru með fólkinu sínu, hrein rúmföt og góða bók.

11949351_731659726943938_1921041751384545877_n

Finnst ykkur þetta ekki fallegt! Ég er sjálf alveg heilluð og hvet ykkur til að skoða vörurnar hennar Fanneyjar betur, þær eru svo yfirmáta fallegar og svo gæðamiklar að ég er viss um að hver mamma verði algjörlega dolfallin yfir fegurð þeirra. Peysan hans Tuma fer alveg svakalega vel og ég er nokkrum sinnum búin að þvo hana í höndunum bara eins og gengur og gerist til að skola úr henni gubb og annað og hún heldur sér alltaf eins.

Fylgist með Ylur á eftirfarandi síðum…

Heimasíða: Ylur.is
Facebook: Ylur
Instagram: @ylur.is

Ég þakka Fanney innilega fyrir spjallið og við mæðginin hlökkum mikið til að fylgjast með ég er sérstaklega spennt að heyra hvað hún og Bergrún Íris ætla að fara að gera saman – hæfileikaríkur prjónari og yndislegur barnabókahöfundur – þetta er eitthvað sem getur bara ekki klikkað!

Erna Hrund

Ný síða til að fylgjast með – Mamie.is

Ég Mæli MeðLífið MittMömmublogg

Ég fagna því hvað umræðan um móðurhlutverkið og meðgönguna er að opnast. Það er frábært hvað bæði mæður og feður eru að opna sig og miðla reynslu sinni. Það sem hefur verið a gerast með þessu er að það eru að verða til skemmtilegar bloggsíður sem eru hugsaðar sem eins konar mömmu blogg þar sem mæður geta miðlað reynslu sinni til annarra mæðra. Ég veit ekki með ykkur en eftir að ég varð mamma þá elska ég að lesa um allt sem tengist börnum og foreldrahlutverkinu og ég elska að skrifa um strákana mína. Ég finn líka hvað lesendum mínum þykir gaman þegar ég skrifa um þetta dásamlega hlutverk því þær færslur eru alltaf mjög vel lesnar og ég minni mig alltaf reglulega á að vera duglegri að skrifa mömmufærslurnar mínar :)

En þess vegna þegar ég sá eina sem er í Ágústbumbuhópnum mínum á Facebook vera að pósta innleggi í grúppuna þar sem hún var að segja frá nýrri síðu sem hún og fleiri mömmur voru að opna þá varð ég bara að fá að forvitnast meira um síðuna og segja ykkur frá henni. Ég fagna svo sannarlega opnun Mamie.is og ég hlakka mikið til að fylgjast með síðunni þeirra vaxa og dafna og ég hvet ykkur til að gera slíkt hið sama!

Ég fékk hana Sögu Ýr sem eignaðist þessa gullfallegu dóttur hana Leu Karin nokkrum vikum eftir að ég átti Tuma. Hér sjáið þið þessar fallegu mæðgur og ég hvet ykkur til að lesa svörin hennar við spurningunum mínum…

12270571_10153811616173606_1520623442_n

Hvaðan kom humyndin að síðunni mamie.is?

Þegar ég var ólétt fannst mér rosalega skemmtilegt að skoða allt sem tengdist meðgöngunni og móðurhlutverkinu enda mín fyrsta meðganga og því eðlilega spennt og forvitin fyrir komandi hlutverki. Mér fannst þó vanta síðu sem snerist meira í áttina að þessari umfjöllun. Það var ekki fyrr en Sólrún hafði samband við mig eftir að Lísa hafði komið upp með þessa hugmynd við hana og eftir það bættust svo Júlíana og Lena við. Við hittumst svo strax daginn eftir og byrjuðum að plana, gerðum áætlun og settum okkur markmið um hvað við viljum fá út úr síðunni.

Hvenær eignaðist þú barn og hefur það breytt þér á einhvern hátt?

Ég eignaðist litlu stelpuna mína Leu Karin 21. ágúst 2015. Það að fá hana í hendurnar var magnaðasta tilfinning sem ég hef upplifað og öll þessi skilyrðislausa ást sem ég hef til hennar er endalaus. Það að hafa eignast barn hefur ekki breytt mér myndi ég segja, en það að fá að vera mamma hennar Leu hefur gert lífið svo miklu betra og mér finnst lífið vera rétt að byrja núna. Þótt ég hafi eignast barn þá er ég samt ennþá bara Saga og er dugleg að gera hluti sem ég gerði áður en ég varð mamma, en Lea er heppin að eiga góðan pabba sem er alltaf tilbúinn til þess að vera með hana og hvetur mig til þess að kíkja út ef mig langar.

12283286_10153811616178606_836209658_n

Geturðu sagt stuttlega frá stelpunum sem skrifa með þér á síðunni?

Við erum fimm stelpur, Júlíana, Lena Björk, Lísa Rún, Sólrún og ég sem stofnuðum www.mamie.is. Við erum á aldrinum 21-24 ára, við eigum það sameiginlegt að vera mömmur með okkar fyrsta barn en börnin eru á aldrinum 3 mánaða til 14 mánaða. Við erum allar með svipaða sýn á móðurhlutverkið en samt sem áður mjög ólíkar og með ólík áhugamál sem ég held að geri það að verkum að mamie.is nær til fjölbreyttari lesendahóps.

Þekktust þið allar áður en þið eignuðust börn?

Við þekktumst ekki allar áður en við eignuðumst börn en könnuðumst allar við hvora aðra.

Hvað mega lesendur eiga von á á síðunni ykkar, hvernig efni?

Lesendur mega eiga von á fjölbreyttum færslum sem aðallega koma að meðgöngunni og móðurhlutverkinu almennt, innlitum í falleg barnaherbergi, sniðugum DIY hugmyndum og margt fleira. Við munum reyna að hafa færslurnar fjölbreyttar til þess að þær nái til sem flestra.

12290454_10153811616213606_1907746418_o

Lumarðu á góðu mömmu tipsi sem þið langar að deila með lesendum?

Ég er ekki með neitt sérstakt ráð handa foreldrum enda er dóttir mín bara 3 mánaða og ég er sjálf ennþá að læra inn á hana. Það eina sem ég get sagt er að hlusta á hjartað sitt því maður finnur það sjálfur hvað er best fyrir barnið sitt og það er alveg ótrúlegt hvað maður þekkir þau vel þó þau geti ekkert tjáð sig um það hvernig þeim líður þegar þau eru svona lítil.

Fyrir ykkur sem langar að fylgjast betur með Mamie.is þá getið þið gert það líka inná þessum síðum…

Facebook – mamieblog
Instagram – mamieblog
Snapchat – mamie.is

Ég óska þesusm flottu og framtakssömu mæðrum innilega til hamingju með framtakið og ég hlakka til að fylgjast með því eins og ég segi það er ekkert meira skemmtilegt fyrir mig alla vega en að lesa um börn og móðurhlutverkið sem er það besta sem hefur komið fyrir mig.

Þegar ég varð ólétt af Tinna Snæ þá fannst mér svo erfitt að fræðast um meðgönguna og lífið með barni en ég vona að með mínum skrifum og skrifum annarra mæðra eins og þessara og fagurkeranna þá getum við saman frætt enn betur og mögulega náð að hjálpa öðrum konum að feta sig áfram í þessum stórkostlega hlutverki!

Áfram mömmur!

Erna Hrund