fbpx

VIÐTAL HJÁ LA BOUTIQUE DESIGN: WWW.LBD.IS

HEIMILISAMSTARF

Hæ elsku lesendur, um helgina fór í loftið viðtal við mig á La Boutique design – þið getið lesið það hér. Ég er að hefja samstarf við þessa fallega verslun með vörumerkinu Staub. Ég hlakka mikið til að sýna ykkur meira frá því.

La Boutique design selur evrópska heimilis-og hönnunarvöru í hæsta gæðaflokki og býður upp á vistvæna hönnun sem mér finnst svo frábært! Ég er mjög hrifin af þessari verslun og finnst gaman að fylgjast með Instagram reikningnum. Þaðan hef ég fengið mikinn innblástur og það er margt komið á óskalistann.


Hér koma nokkrar spurningar úr viðtalinu en þið getið lesið allt viðtalið hér.

Hvað/hver veitir þér helst innblástur?

Ég fæ innblástur allt í kringum mig. Það getur verið frá fólkinu í kringum mig, kaffihúsum og veitingastöðum, tímaritum, verslunum, samfélagsmiðlum og svo lengi mætti telja. Ferðalög til annarra borga veita mér sérstaklega mikinn innblástur en einnig að vera úti í fallegu náttúrunni á Íslandi.

Er eitthvert rými á heimili þínu í uppáhaldi hjá þér? Hvaða rými hefur þú lagt mesta áherslu á?

Við erum með samliggjandi eldhús og stofu og það er klárlega uppáhalds rýmið á heimilinu. Við fjölskyldan eyðum mestum tíma þar. Þar eldum við, borðum og eigum góðar stundir saman. Mér finnst frábært þegar eldhúsið og stofan eru í sama rými þar sem ég eyði svo miklum tíma í eldhúsinu. Þá er ég alltaf með fólkinu mínu. Ég legg mikla áherslu á að þetta rými sé notalegt og að okkur líði vel. Ég er mikið í því að breyta og betrumbæta í þessu rými en það er margt á óskalistanum t.d. nýtt borðstofuborð. Svo verð ég segja að svalirnar okkar er í miklu uppáhaldi hjá mér. Þær eru lokaðar og mjög rúmgóðar. Yndislegt að geta opnað fyrir sólina á sólríkum degi. Einnig nota ég svalirnar sem heimagert ljósmyndastúdíó og þar tek ég flest allar myndirnar sem koma frá mér.



Hvaða litir einkenna stílinn þinn? Hvaða efni eru í uppáhaldi?
Ég hrífst að náttúrulegum og ljósum litum í bland við dökka og hlýlega. Ég hef líka alltaf heillast af litríkum heimilum þar sem litirnir fá að njóta sín og eru paraðir fallega saman. Svo er ég mjög hrifin af efnum eins og bómul, hör, við, marmara og silki. Bastið kemur líka sterkt inn.

Mæli með að þið fylgið  La Boutique design á Instagram.

Njótið dagsins & takk fyrir að lesa 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

 

HELGARKOKTEILLINN: HINDBERJA MOJITO

Skrifa Innlegg