fbpx

HELGARKOKTEILLINN: HINDBERJA MOJITO

DRYKKIRUPPSKRIFTIR

Þessir sólardagar eru svo ljúfir og kalla á svalandi kokteil. Þegar ég hugsa um sumarlegan  kokteil þá kemur mojito strax upp í hugann! Hér kemur uppskrift að hindberja mojito sem afar bragðgóður. Hindberin gera drykkinn svo ferskan og bragðgóðan. Mæli með að þið prófið í sólinni um helgina.

Fyrir einn
6-8 hindber
10-12 fersk myntu laufblöð
6 cl Brugal romm
2 cl safi úr lime
3 cl sykursíróp
Klakar
1-2 dl sódavatn

Aðferð

  1. Setjið hindber og myntu laufblöð í hátt glas og merjið.
  2. Hellið rommi, lime safa og sykursírópi út í.
  3. Fyllið glasið af muldum klökum og hellið sódavatni útí. Hrærið öllu saman og njótið.

Sykursíróp
200 g sykur
200 ml vatn

Aðferð

  1. Blandið saman vatn og sykur i í pott. 
  2. Bræðið sykurinn á vægum hita og hrærið þar til hann leysist upp. Kælið. Tekur nokkrar mínútur.
  3. Ég helli sykursírópinu ofan í flösku með tappa og geymi í ísskáp. Það geymist í um 1 mánuð.

SKÁL & GÓÐA HELGI ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

CHIA GRAUTUR MEÐ HINDBERJUM OG MÖNDLUSMJÖRI

Skrifa Innlegg