fbpx

CHIA GRAUTUR MEÐ HINDBERJUM OG MÖNDLUSMJÖRI

GRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRMORGUNMATUR & BRÖNSUPPSKRIFTIR

Ég elska einfaldan og hollan morgunmat sem mér líður vel af og gefur mér góða orku út í daginn. Ég prófaði þennan chia graut í morgun eftir að ég sá svipaða uppskrift á Instagram og namm hvað hann heppnaðist vel. Þessi verður í morgunmat oft! Ég einfaldlega stappaði fersk hindber, hrærði smá stevíusírópi saman við og setti í botninn á grautnum. Svo bakaði ég hollt og gott granóla sem ég toppaði með ásamt möndlusmjöri og fleira góðu. Það er örugglega snilld að útbúa grautinn daginn áður. Mæli mikið með!

Fyrir einn
6-10 hindber
1 msk stevíusíróp (eða magn eftir smekk)
3 msk chia fræ
2 dl sykurlaus möndlumjólk t.d. frá Isola
1/2 ástaraldin
1 msk möndlusmjör
2-3 fersk hindber til að toppa með

Fljótlegt granóla
1 dl kókosflögur
1 dl graskersfræ
1 dl möndluflögur
1/2 dl sesamfræ
1 msk ólífuolía
2 msk stevíusíróp

Aðferð

  1. Blandið saman chia fræjum og möndlumjólk. Hrærið vel saman í byrjun og leyfið svo blöndunni að standa í nokkrar mínútur á meðan þið græjið restina. Gott að gera nokkra skammta og eiga til í ísskápnum.
  2. Stappið saman hindber og stevíusíróp.
  3. Hellið hindberjablöndunni í litla skál, krukku eða glas. Hellið svo chia grautnum ofan á og toppið með granóla, ástaraldin, möndlusmjöri og hindberjum.

Fljótlegt granóla

  1. Blandið öllu saman í skál í með skeið.
  2. Dreifið á bökunarplötu þakta bökunarpappír.
  3. Bakið í 6-8 mínútur við 190°C. Hrærið reglulega í blöndunni og passið að hún brenni ekki.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ DAGSINS!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

DÖÐLUR & SMJÖR

Skrifa Innlegg