fbpx

AF HVERJU ALLT BLEIKT?

FÓLKMUSIC

Tónlistamaðurinn Emmsjé Gauti gaf á dögunum út sína sjöttu breiðskífu, sú nýja ber nafnið “Bleikt Ský”.

Bleikt Ský og bleikt allt annað?  Það hefur verið áhugavert að fylgjast með Gauta síðustu mánuði því hann virðist hugsa út í hvert smáatriði  í tónlistarsköpun sinni sem er miklu meira en bara tónlistin. Hann hefur til dæmis klæðst bleikur frá toppi til táar sem vekur upp athygli og áhorf, ég fékk að heyra örlítið betur um pælinguna á bakvið bleika þemað. Myndirnar sem birtast í færslunni tók hin hæfileikaríka Saga Sig.

Umfangið í kringum nýja tónlist hjá þér virðist vera meira en bara tónlistin, þú setur upp sýningu, hvers vegna?

Mér finnst sjónræni hluti tónlistar vera jafn mikilvægur og það sem fer inn í eyrað á fólki. Þetta spilar allt saman á endanum. Eitt gott tónlistarmyndband getur til dæmis breytt öllum fíling í kringum lag. Ég hef gaman að því að gera sem mest úr hlutunum og sýningin er stór partur af því.

Skiptir klæðaburður miklu máli í þínum geira?

Ég held að allir þættir spili hlutverk í listsköpun. Tíska er stór partur af menningunni í kringum músík svo ég held ég verði að segja að klæðaburður spili stóra rullu í þessu öllu saman. Það er þó nauðsynlegt að reyna að finna sinn eigin stíl og vera ekki endalaust að elta það sem er vinsælt. Það er skemmtilegra að vera trendsetter en fylgjandi.

Afhverju allt bleikt í þetta skiptið?

Lagið Bleikt ský varð til einhverstaðar í ferlinu og mér fannst eitthvað svo þægilegt og heillandi við bleika litinn. Svo þegar ég heyrði í Sögu Sig varðandi myndatöku fyrir plötucoverið þá varð þessi bleika litaþema endanlega staðfest.

Besta lagið á plötunni ef þú yrðir að velja eitt?

Ég held mikið upp á alla plötuna í heild en ef ég ætti að velja eitt lag þá væri það lagið ÞRÁ sem ég samdi með Þormóði vini mínum. Ástarlag sem hittir beint í hjartað.

Ég mæli með að fólk fjölmenni á útgáfutónleika Gauta í Gamla Bíó næstu helgi. Áhugasamir finna betri upplýsingar HÉR
Takk fyrir spjallið Gauti. Áfram Ísland.
xx,-EG-.
@elgunnars á Instagram
@emmsjegauti á Instagram
 
 

DRESS

Skrifa Innlegg