fbpx

NÝR TRENDNET LIÐUR

2022VIÐTÖL

Í gærkvöldi fékk ég hugdettu … nýr liður á Trendnet. JÁ lets do it!

– MINI VIÐTÖL – 

Ég ætla að taka mini viðtöl við alls konar fólk úr öllum áttum. Aðal markmiðið er að fá innblástur, hvatningu og hugmyndir frá ólíku fólki með ólíka starfsreynslu & hvernig hversdagsleikinn er þegar vinnan er búin á daginn.

EN AFHVERJU?

Nú af því að ég er búin að vera svo lengi að finna út úr því hvað ég vil gera þegar ég verð ,,stór”. Ég verð nú reyndar aldrei stór (1.57cm) en það er annað mál.

Frá þeim degi sem ég kláraði menntaskóla hugsaði ég … hvað í ósköpunum ætla ég að gera núna?? Og pressan að fara beint í nám … djísess. Ég byrjaði á því að ferðast um heiminn & í framhaldi flutti ég til Svíþjóðar með Tómasi (kærastanum) þar sem hann stundaði flugnám í Västerås. Svíþjóð var nokkurskonar ást við fyrstu sín. Þess vegna erum við mætt aftur til Svíþjóðar en nú til Stokkhólms.

Þegar við fluttum fyrst til Svíþjóðar var ég að vinna á Steam Hotel. En á meðan Tómas lærði öllum stundum þá varð ég að finna mér eitthvað áhugamál. Hugdetta … BLOGG! Ég opnaði bloggsíðu & byrjaði að skrifa um heimsreisuna. Þar blossaði áhuginn minn fyrir ljósmyndun. Ég byrjaði að mynda fyrir bloggið & mína miðla. Svo byrjaði áhugi fyrir videogerð. Að skapa, taka upp myndbönd og klippa saman var það skemmtilegasta sem ég gerði! Ég fór að byrja að vinna með fyrirtækjum & sá þá að myndbönd voru að koma mjög sterk inn.

Ég fann að ég vildi fá betri þekkingu. Ég byrjaði á að stunda nám á íslandi en mér fannst það ekki alveg málið þannig að ég sótti um hér í Svíþjóð & komst inn í Fotoskolan í Stokkhólmi, þar sem námið er 50/50 ljósmyndun/videogerð. Kræst ég kemst ekki ennþá yfir það að hafa komist inn! Einungis 20 manns komast inn á ári & já ég má monta mig 😆 Núna er ég hér í flottasta ljósmyndaskóla í Svíþjóð takk & bless.

En áfram að því sem ég er að reyna að segja  …

HVAÐ ER GAMAN AÐ GERA Í LÍFINU?

Með þessum viðtölum langar mig að fá innsýn inn í líf fólks til að fá einhverja hugmynd hvað væri gaman að gera. Tek það samt fram að lífið er ekki bara vinna 😆 þess vegna ætla ég að fá innsýn inn í hversdagsleikann eftir vinnu líka.

Hver og einn fer sína leið & ég meina bekkjasystir mín er 61 árs og ákvað að byrja að læra ljósmyndun eftir 30 ár í sama starfi. RESPECT! Við eigum alls ekkert að þurfa að gera það sama allt okkar líf.

Ég er nú þegar komin með nokkra snillinga sem ég ætla að fá að taka viðtal við. Svo ef þið eruð með hugmyndir af viðmælendum sem þið viljið forvitnast meira um þá megið þið kommenta hér fyrir neðan eða senda mér á instagram.

Vonandi eruð þið jafn spennt & ég,
þangað til næst –

ArnaPetra (undirskrift)IG @arnapetra

LOPPUMARKAÐIR UM HELGAR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Elísabet Gunnars

    19. November 2022

    Stolt af þér <3