fbpx

LOPPUMARKAÐIR UM HELGAR

2022LÍFIÐSVÍÞJÓÐ

HJÓLUM Í SECOND HAND MARKAÐI UM HELGAR

Eitt það skemmtilegasta sem við gerum núna um helgar er að fara á second hand markaði … loppis!

Ég verð að viðurkenna að ég er að uppgötva þetta fyrst núna að versla notað og hvað það er góð tilfinning sem fylgir því. Pældu í því ef fjölskyldur á Íslandi myndu taka til í bílskúrnum eða geymslunni og halda loppumarkað. Það væri nú eitthvað!

Í þetta sinn fann ég kommóðu inn í herbergi hjá Emilíu & lampa fyrir stofuna.

En þar sem að ég var á hjóli þá gat ég ekki alveg haldið á lampanum og kommóðunni. Ég notaði þá app sem heitir tipptapp & þar getur maður pantað þjónustu eins og uber nema til að pikka upp dót og keyra heim. Ég þurfti að bíða svolítið lengi en það var bara kósý, ég hlustaði á podcast á meðan. Konan sem á retro búðina sá mig sitja þarna og bíða og allt í einu var hún komin út til mín með blómvönd til að taka með mér heim. Fólk er svo yndislegt hérna <3

Getið skoðað búðina hennar hér.

Hér er kommóðan komin inn í herbergi hjá Emilíu. Mér finnst þetta koma ekkert smá vel út. Hérna er dót og bækur þar sem hún sér vel hvað hún á. Svo er líka mjög gaman að sjá að hún er farin að skila bókunum á réttan stað.

Svo langar mig að laga aðeins til á veggnum fyrir aftan, færa til myndir og hengja meira upp … kannski ég klári það um helgina.

Ég keypti þessa kommóðu hér.

Hér er lampinn fíni. Ég er svo ánægð með hann. Þetta er akkurat það sem okkur vantaði í stofuna, lampi sem gefur frá sér svo fallega birtu á kvöldin. Þá slekk ég á loftljósinu, kveiki á lampanum & kertum. Kósýýýý.

Lampinn eða skermurinn er handgerður hér í svíþjóð og er úr lífrænum og endurunnum efnum. Getur skoðað betur hér.

Að finna hlut sem er bara til eitt stykki af er svo gaman! Að eiga ekki það sama og flestir er líka svo fallegt.

Svo til að enda þessa færslu þá langar mig að tipsa eina þáttaseríu sem heitir Húsið okkar á Sikiley. Sænsk fjölskylda sem kaupir RISA hús á Italíu og gerir það upp án þess að taka burt fallega gamla hráa karakterinn. Þar fær maður extra mikið inspo get ég sagt ykkur! Getið horft til dæmis á RÚV og svo er komin önnur sería hér úti en þá þurfið þið að horfa á SVT.

Rúv: hér.
SVT: hér.

Takk fyrir að lesa<3

ArnaPetra (undirskrift)IG @arnapetra

OUTFIT Í STOKKHÓLMI & UPDATE

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1