fbpx

OUTFIT Í STOKKHÓLMI & UPDATE

OUTFITSAMSTARFSVÍÞJÓÐ

Ég er svona alla daga …

… á hlaupum um Stokkhólm með sjóðandi heitann kaffibolla að heiman. Játs, að heiman. Þegar ég var nýflutt þá leyfði ég mér að kaupa mér kaffibolla ansi oft eða einum of oft … en núna þá er ekki til auka peningur í það nema spari 😆 Þá er það bara sjóðandi sjöstrand bolli sem fær að fljóta með í skólann & kaffið helst heitt í marga klukkutíma. Stóóór PLÚS.

Skórnir sem kalla á haust & vetur … ég er búin að nota þá á næstum hverjum degi síðan ég fékk þá 👌🏻 & þeir passa líka við flest. Skórnir fást hér og eru úr fallegu línunni eftir Andreu Röfn.

OUTFIT:
Kápa: Noomi – fæst hér
Trefill: Andrea by Andrea
Húfa: Ginatricot
Buxur: Noomi – gamlar
Skór: JoDis – fást hér
Take away bolli: Sjöstrand – fæst hér 

Annars þá er bara allt gott að frétta af okkur, skólinn gengur vel og Emilíu líður vel. Hún er farin að blaðra á sænsku og búin að eignast nýja vini. Ég er búin að fara á foreldrafundi … og ég verð að fá að viðurkenna að mér finnst ég ekki svona fullorðin 😅 Tómas vinnur dagvinnu núna sem er ótrulega mikill munur að hafa hann meira heima og svo er hann duglegastur í heimi og styður við bakið á mér í þessu öllu saman.

Þangað til næst,

ArnaPetra (undirskrift)IG @arnapetra

DREAMY RÚMFÖT

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð