fbpx

“MUST HAVE” Í SÓLINA EÐA “MUST HAVE SÓL” ?

AndreAFERÐALÖG

MUST HAVE Í SÓLINA EÐA MUST HAVE SÓL ?

Hvar er sumarið ? Ég geri ráð fyrir því að margir séu orðnir leiðir á því að bíða eftir sumrinu eins og ég.  Í þessum töluðu orðum er ég stödd í Vestmannaeyjum á fótboltamóti og elsku sólin lét sjá sig hérna í smástund áðan og það gerði daginn minn, já mig vantar sennilega d-vítamín.  Margir eru sennilega á leiðinni út í sólina líka.

Ég er komin með annan fótinn einhvert út í sólina þó svo að ég sé ekki búin að kaupa flugmiða.  Ég tók saman það sem verður að fara með í sólina að mínu mati fyrir utan það augljósa… Vegabréf, tannbursta, hleðslutæki, sandala & sumarföt

  • Kimono helst fleiri en einn, snilld á ströndina, yfir sundfötin, á morgnana sem sloppur og á kvöldin til að nota fínt. Ég fer alltaf með fleiri en einn kimono og ferðafélagar mínir eru oftar en ekki komnar í kimono frá mér líka :)
  • Sólgleraugu, taktu öll með, það er gaman að vera með til skiptana.
  • Sólarvörn ALGJÖRT MÖST…. ég heyri alltof oft nei ég ætla að verða brún núna ,,,,það er gamalt og úrelt.  Við verðum að nota sólarvörn og við verðum brún þó að við berum hana á okkur en græðum færri hrukkur svo sólarvörn er algjörlega WIN WIN.
  • Sólarvörn á varirnar eða varasalvi með vörn … þetta er MUST HAVE og kemur í veg fyrir að þú brennir á vörunum. Eins fæ ég fæ síður t.d frunsur ef ég passa að nota svona varasalva.
  • Míní útgáfur af sjampói, hreinsivörum á andlit og dag/nætur krem.
  • Lítil taska, mittistaska eða pungur þannig að þú getir farið að versla og verið með tvær hendur lausar.
  • Strandtaska sem tekur mikið af dóti handklæði og allt sem fylgir því að fara á ströndina… Þessi taska er svo handfarangurstaskan í fluginu.
  • Hleðslubanki … Af því að að það er glatað að vera batteríslaus á framandi stað og missa kannski af því að festa góð móment á “filmu”.

 

 

Myndirnar eru teknar síðasta sumar á Miami og um páskana á Spáni ♡

Sumarkveðja
AndreA

INSTAGRAM: @andreamagnus
INSTAGRAM: @andreabyandrea

STAFAMEN & STJÖRNUMERKI / GJAFLEIKUR Á INSTAGRAM

Skrifa Innlegg