MUST HAVE SNYRTIVÖRUR Í TÖSKUNA

SNYRTIVÖRUR

 

Ég var að fara í gegnum töskunar mínar um daginn og fór að skoða snyrtivörurnar sem ég tek alltaf með mér. Þetta eru snyrtivörur sem mér finnst gott að hafa með mér í skólatöskunni eða töskunni minni sem ég tek með mér á fundi og að stússast. Það er ótrúlega mismunandi hvaða vörur ég tek hverju sinni en grunnurinn er yfirleitt alltaf sá sami. Ég tek samt ekki alltaf alla þessa hluti með mér en yfirleitt eitthvað af þeim.

 

 

VARASALVI – Mér finnst alltaf gott að vera með varasalva með mér. Það er svo óþægilegt að vera þurr á vörunum og svo finnst mér líka gott að hafa varasalva uppá það ef að vinkona mín fær varaþurrk.

PÚÐUR – Púður er eitthvað sem ég tek alltaf með mér en það er aðallega bara uppá það að ef ég byrja að glansa, því ég er með olíumikla húð. Þá er gott að geta gripið í púður og púðrað þá staði sem ég er glansandi á. Ég nota það samt ekki alltaf en gott að vera með til öryggis.

BURSTI – Ég er alltaf með einn bursta en ég nota alltaf bursta með púðrinu.

GLOSS – Nude, basic gloss er eitthvað sem ég er alltaf með í töskunni minni eða ég er reyndar oftast með svona sjö. Það er gott að geta gripið í eitthvað ef maður er að drífa sig út og gleymir að setja eitthvað á varirnar.

RAKASPREY – Þetta er algjör snilld að hafa í töskunni sinni. Rakasprey er frískandi og dregur úr þreytu. Ég var mikið þetta í sumar þegar ég var að fljúga og það var mjög notalegt í löngum flugum að spreyja aðeins á sig.

AUGNHÁRALÍM – Þetta verður maður alltaf að hafa, ef maður er mikið gerviaugnhár. Það er ekkert leiðinlegra en þegar augnhárið losnar skyndilega og þú getur ekki lagað það.

ÞURRSJAMPÓ – Það er alltaf gott að vera með þurrsjampó með sér, sérstaklega ef maður er að fara eitthvað annað eftir skóla eða vinnu og vill aðeins laga hárið.

Ég keypti mér mér líka þessa æðislegu tösku frá Nike í gær og er mjög ánægð með hana. Hún er alveg svört og klassísk en hún mun koma sér mjög vel þegar ég er að stússast yfir daginn.

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 


*Allar umfjallanir um vörur eða annað kemur frá mér sjálfri og gef ég alltaf hreinskilið svar

LEVIS VINTAGE

DRESSTREND

Auðvitað ákvað rigningin að láta sjá sig þegar við hjónleysin kíktum loksins út án barna eitt ágætt laugardagskvöld hér í sænska. Eins og sannur Íslendingur skyldi ég regnhlífina eftir heima og notaði því uppáhalds leðurjakkann sem hlíf yfir hárið – það má bjarga sér á ýmsa vegu. Laugardagslúkkið er frá því fyrir nokkrum vikum en vegna fjölda fyrirspurna um hvaðan þessar buxur væru ákvað ég að koma því að hér á blogginu.

14137722_10153986805332568_770128344_n

Buxur/Denim: Levis 501 , Toppur/Top: Zara, Leðurjakki/Biker: Moss by Elísabet Gunnars/gamall

Þessar svörtu Levis 501 gallabuxur eru nokkura ára gamlar í mínum fataskáp, frá frönsku árunum. Ég nota þær óspart þessa dagana og mun líklega nota þær enn meira þegar fer að kólna. Það er eitthvað sem er svo sjarmerandi við einfaldleikann í beina stutta sniðinu.
Nú leita ég að hinum fullkomnu í bláum lit. Ég á einar en þær eru ekki jafn góðar og þessar að ofan. Maður þarf að vera þolinmóður í leit sinni að hinu einu réttu því þær eru jafn ólíkar og úrvalið er mikið í góðum second hand búðum. Ég veit að Spútnik er með mikið úrval fyrir áhugasamar stúlkur á Íslandi.

 

463027c3b68947ba2779d25f607548c8
Þessar tískudívur veittu mér innblástur. Þær eru allar að vinna með sama lúkk og ég eeeelska það! Rétt upp hönd sem vill klæðast gallabuxum við allt í haust? Ég (!) ..

NYFW ss2015 day 2, outside Jason wu, Elin Kling 893f3fb8243c37d3a9d1967240937c34 d3fd463bf784f3510d79de3483f9d7e3 44b307d2336eb12c7467a5eabf6e29693e29e6a20454365c1d82756bebc53372  e16c79b189fc38fb7afa513bec809025 b9a013e5a95395712a67095c6a7142ed aa7c9ca2641869a9c7642068050302c6 e3eebdc05f3715bfc1a013320004bca5 60106279374e1a5d6a55683d7cd0e71a 2ce6c9b0dac80233c979eaf41d750a34 40144d8d1954afa3a5116cf2568b06bd 661d1d5e1949afb76362b9f2e3c36d63
//

Finally I had a date with my fiancé without children. We went out for a dinner and of course the rain wanted to join us.
This was my dress that night – I had a lot of questions about the pants, which are vintage Levi’s. You really have to look for the perfect ones in the second hand shops because the pass form is so different between pants.
Now I am looking for the perfect ones in blue. The ladies above have already found them – lucky you!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

Topp 10 fyrir Tax Free

Á ÓskalistanumÉg Mæli MeðMakeup ArtistSnyrtibuddan mín

Ein af mínum uppáhalds helgum er nú gengin í garð! Það er Tax Free í Hagkaupum og nú er tækifærið til að fylla á snyrtibudduna já eða bara til að splæsa í nýjar vörur sem eru á óskalistanum ykkar. Ég tók saman topp 10 lista af vörum sem mér finnst að þið þurfið alla vega að skoða þessa helgina… taxfreemaí15

1. STELLA eau de Toilette frá Stella McCartney – ég dái þessa og dýrka og það sést svo sannarlega á glasinu. Búlgarska rósin fangar samstundis athygli manns og fólk getur bara ekki hætt að þefa af mér þegar ég er með þennan á mér sem er á hverjum degi núna og það sést vel á glasinu. Svo eru umbúðirnar svo fallegar!

2. Complexion Rescue frá bareMinerals – létt litað dagkrem sem sameinar alla bestu eiginleika rakakrema, litaða dagkrema, bb krema og cc krema. Það er fislétt og áferðafallegt með góðri vörn og yndislega fallegt á húðinni. Ég nota þetta á hverjum degi þegar ég er bara með hreina húð því ég fæ svo góða vörn með því og áferð húðarinnar verður fallegri. Svo er lítið mál að byggja upp þéttari þekju með því að bæta bara á það.

3. Perfection Lumiére Velvet frá Chanel – Ég skil ekki hvernig ég er búin að láta þennan hvíla sig svona lengi ofan í skúffu hjá mér. Í einhverri flýti um daginn greip ég í farða ofan í eina af skúffunum mínum. Til mikillar hamingju greip ég í þennan, bar hann á húðina og varð samstundis fokreið sjálfri mér fyrir að hafa gleymt þessari fegurð. Þessi fljótandi farði er einn sá fallegasti sem þið finnið hjá merkjunum hér á landi. Hann er létur, ljómandi og þekur vel án þess að fela okkr bestu eiginleika. Ljómandi merkjavara heitir færslan sem ég skrifaði upphaflega um hann og það eru svo sannarlega orð að sönnu!

4. Diorshow Kohl litirnir úr sumarlúkki Dior – þessir litir eru gjörsamlega dásamlegir! Ég prófaði þessa æðislegu metallic liti um daginn og ætla að sýna ykkur það betur í dag eða á morgun. Formúla litanna er virkilega mjúk og áferðafalleg og þeir blandast svo vel í kringum augun. Þessi túrkisblái kemur skemmtilega út og bronsliturinn er must have ;)

5. Trio Douceur – Eins og ég sagði ykkur frá í gær er þetta himneska hreinsi trio nú á einstöku verði. Þið borgið í raun bara fyrir 125 ml augnhreinsi og fáið sömu stærð af hreinsimjólk og andlitsvatni með. Ég skrifaði um vörurnar í gær og endilega rennið yfir færsluna. Einnig getið þið tekið þátt í vinkonuleik inná Facebook síðunni minni HÉR og þið gætuð átt von á þessu flotta setti.

6. Lapiz of Luxury frá Essie – Svo sem ættu allir litirnir af Essie að vera á listanum. Það er um að gera að græja sig vel fyrir sumarið af Essie lökkum því þau eru að fjúka úr hillunum! Ég er ástfangin af þessum fallega bláa lit sem hefur prýtt mínar neglur síðustu daga og þær vekja alltaf athygli. Á morgun laugardag verð ég að kynna Essie lökkin inní Hagkaup Kringlu milli klukkan 13-17 og ég vona að þið kíkið sem flestar á mig***

7. Self Tan Luxe Dry Oil frá St. Tropez – Ef ég er beðin um ráðleggingar um sjálfbrúnkuvörur og spurð hverjar þær bestu eru þá er svarið alltaf hiklaust St. Tropez. Merkið er með besta úrvalið, fallegasta litinn og þægilegustu vörurnar. Olían fyrir andlitið er ný hjá merkinu og í dag ætla ég að prófa hana í fyrsta sinn. Sjálfbrúnkuolían fyrir líkamann er yndisleg og ég efast ekki um gæði þessarar olíu vegna þess.

8. Magic Concealer frá Helenu Rubinstein – Ég fékk fyrirspurn inná bloggið í gær um besta hyljarann að mínu mati svona í tilefni Tax Free. Þessi er sá sem ég er heilluð af þessa stundina eða alla daga síðan ég prófaði hann fyrst í desember. Formúlan er fislétt en hann hylur allt saman. Ég elska svona léttar formúlur því þá er svo auðvelt að ná að blanda honum fallega saman við farðann svo það myndist engar ójöfnur. Ég mæli alltaf með að konur taki einum tónu ljósari lit en farðinn þeirra er í svo maður geti notað hyljarann til að lýsa upp andlitið líka og mótað það. Það getur munað helling og góður hyljari getur verið sannur þreytubani.

9. Lash Sensational frá Maybelline – Uppáhalds maskarinn minn þessa stundina. Ég dýrka umgjörðina sem þessi æðislegi maskari gefur augunum mínum. Þessi blævængur sem skapast í kringum augun er svo fallegur og það er létt að gera mikið úr augnhárunum og að hafa þau svo bara dáldið náttúruleg. Það besta er að formúlan smitast ekki og hún hrynur ekki af augnhárunum. Ég er nánast búin að nota þennan uppá dag í ábyggilega 3-4 vikur og það hefur alla vega aldrei gerst. Eins og ég er búin að segja áður annar besti maskarinn frá Maybelline þessa stundina – sá besti er Great Lash ;)

10. EGF Day Serum frá BIOEFFECT – Ég er nú þegar búin að dásama þessa yndislegu vöru við ykkur á síðunni. Gelkennd formúlan nærir húðina á einstakan hátt og lætur manni líða svo vel. Algjörlega nóg eitt og sér á hreina húð fyrir daginn. Hér er á ferðinni vara sem virkar og þarf lítið af í hvert sinn svo hún endist og endist. Endilega lesið meira HÉR.

Vona að þessi listi komi að notum – alla vega allt vörur sem ég hef dálæti af og mæli heilshugar með***

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér hef ég annað hvort keypt eða fengið sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Ekki missa af neinu og fylgist með Reykjavík Fashion Journal á Facebook:
REYKJAVÍK FASHION JOURNAL

Cinderella mætir í MAC á morgun!

Ég Mæli MeðFallegt

Það eru sannarlega alltaf gleðifréttir þegar ný og glæsileg lína kemur í verslanir MAC á Íslandi – sú verður raunin á morgun klukkan 10:00 þegar Cinderella línan mætir í MAC Kringluna. Línan er virkilega flott og vel heppnuð – hún er einföld og falleg og inniheldur klassískar vörur sem allar konur geta notað. Ég hef nú þegar skrifað um línuna en mig langaði að sýna ykkur eina af vörunum sem ég fékk fyrir nokkru síðan og er búin að bíða spennt með að sýna ykkur.

Persónulega finnst mér must have að eiga annan af tveimur varalitum úr línunni, beauty púður, augnskuggapallettuna og svo kannski eins og eitt pigment. Ég mæti að sjálfsögðu hress í fyrrmálið og tryggi mér þær vörur sem ég hef augastað á.

En hér sjáið þið varalitinn fína…

maccinderella

Þessi er klassískur, sumarlegur og hentar fyrir alla við öll tilefni!

maccinderella3

MAC Cinderella – Royal Ball

mac_cinderellagroup001 (1)

Hér sjáið þið svo línuna – hún er ekki stór en falleg er hún. Mér finnst glossin líka virkilega falleg og ef ég mætti ráða myndi ég taka eitt af öllu með mér heim á morgun en ég held að það sé ákveðið plássleysi í snyrtivörukommóðunum hjá mér og ég ætti kannski að grisja þar úr áður en ég bæti meiru í þær!

Ég hvet ykkur sem langar í vörur úr línunni til að mæta snemma – mér þykir líklegt að það muni myndast einhver biðröð fyrir utan búðina sem opnar klukkan 10:00. Línan kemur í takmörkuðu upplagi og það er ekki mikið af hverri vöru sem kemur svo það er um að gera að mæta tímanlega svo þið getið tryggt ykkur vörurnar sem eru á óskalistanum.

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

LANGAR: THIS SEASONS MUST HAVE

SHOP

Á hlaupum um Kringluna í síðustu Íslandsferð rak ég augun í þessa skó sem urðu á vegi mínum. Ég smellti af þeim mynd því ég ætlaði að “hugsa þetta aðeins” .. síðan fékk ég ekki fleiri tækifæri á að koma aftur. Buhuu …

12

Myndin að ofan hefur haldist áfram í símanum og minnir mig því reglulega á þessa fegurð. Það er einhver Alexander Wang bragur á þeim sem ég féll fyrir.
Af því að ég get ekki eignast parið þá get ég samt sem áður verið almennileg og mælt með þeim við ykkur.

“This seasons must have” … gæti bara vel verið!
Frá: Bianco

xx,-EG-.

Topp 10: Opnun Vero Moda í Kringlunni

Ég Mæli MeðFashionLífið MittNýtt í FataskápnumShop

Í kvöld fékk ég ásamt fleirum að sjá nýju Vero Moda búðina í Kringlunni og þjófstarta aðeins á að fá að kaupa falleg föt á frábæru verði! Búðin er vægast sagt sjúkt flott og mér leið bara eins og ég væri í glæsilegri nýrri verslun á Strikinu. Þegar ég labbaði inní búðina seinni partinn í dag féllust mér hendur og ég varð eiginlega bara orðlaus svo glæsileg er hún!

En í tilefni opnunarinnar tók ég saman smá topplista yfir það sem mér fannst bera af af klæðum í búðinni og ég mæli með fyrir ykkur sem deilið mínum smekk á fötum.

veromodaopnar5

Appelsínuguli liturinn í Y.A.S. sportlínunni er bara sjúkur ég laðaðist svo að honum en fjólublái liturinn var ekki til – veit ekki hvort hann sé væntanlegur. Mig langar mikið í þennan en hann er líka til svartur. Þessi er á 5990kr og hann er mjög veglegur og flottur, ef ég stundaði líkamsrækt þá væri þetta akkurat toppur sem ég væri til í að eiga fyrir ræktina.

veromodaopnar

Hvernig væri nú að splæsa í eina marmarablússu til að vera í stíl við aðaltrendið. Ég ætlaði svo að skoða betur þessa en ég gleymdi því. Ég var sérstaklega skotin í verðmiðanum en þessi er á opnunartilboði á 1690kr! Ég myndi taka þessa stóra kannski bara í XL og nota við flottar svartar buxur í haust – já eða sumar…

veromodaopnar4

Ó þetta munstur mun ásækja mig í draumum mínum – þessir litir eru bara sjúkir og ef ég væri bara boðin t.d. í brúðkaup í sumar hefði ég ástæðu til að kaupa hann. Ég fann því miður enga ástæðu í þetta sinn en kannski verð ég búin að finna eina fyrir morgundaginn. Eins var til stuttermabolur í sama munstri.

veromodaopnar9

Hér er einn vægast sagt klæðilegur kjóll á ferð. Mér finnst þessi ekta út að skemmta sér kjóll og ég held að lögunin á munstrinu sé mjög grennandi og lengjandi fyrir konur. Ég heillaðist af litnum en við eigum svo mikið svart í skápunum okkar – alla vega ég – og ég held maður verði að eiga einn little blue dress alveg eins og einn lítinn svartan. Mig minnir að þessi sé á 6500kr en ég man það ekki alveg ég gleymdi nefninlega að taka mynd af verðinu;)

veromodaopnar3

Ég er dáldið svekkt að hafa ekki náð betri mynd af þessum bol því ég varð skotnari og skotnari í honum eftir því sem ég labbaði oftar framhjá honum. Þessi er frá Y.A.S. og er virkilega fallegur og ég held hann sé mjög klæðilegur. Mig langaði í helling úr Y.A.S. línunni ég hefði alveg getað misst mig :) Þessi er á 7990kr.

veromodaopnar2

Þið vitið hvernig ég og skyrtur erum – ég á ófáar og ég er sífellt að bæta á mig fleirum enda nota ég nánast daglega skyrtur. Þessi greip athygli mína frá fyrstu sýn en eftir nánari umhugsun tók ég hana í svart hvítu ég held ég noti hana meira. En mig langar eiginlega líka í þennan lit þegar ég horfi á þessa fínu mynd… – hún kostar bara 4990kr.

veromodaopnar10

Einar flottustu leðurlíkisbuxur sem ég hef séð. Ég væri alveg til í að splæsa í einar svona ef ég væri bara ekki að bíða eftir leðurbuxunum mínum sem eru væntanlegar í VILA í haust. Ég er virkilega skotin í þessum enda eru þetta svona buxur sem virka við allt saman og er gott að eiga. Þessar fínu buxur eru heilar að framan en þær eru renndar að aftan – þær kosta 6990kr.

veromodaopnar6

Halló halló! Ég fékk mér svona svartan suttermabol fyrir mörgum vikum í Vero Moda ég sá svo mikið eftir að hafa ekki keypt mér hvítan líka og svo kom hann aftur fyrir opnunina. Ég greip mér einn og keypti enda einn flottasti stuttermabolur sem ég hef átt. Fallegur í sniðinu og hann er rosalega fínn þegar maður er kominn í hann. Þessi kostar 3990 kr og hann er allra krónu virði. Ég elska að eiga þegar stuttermabolir sem ég vil eiga og finnst flottir halda sér eins eftir þvott á eftir þvott – þessi er þannig.

veromodaopnar7

Ég er alveg heilluð af þessum biker aztec print jakka frá Noisy May sem er eitt af undirmerkjum Vero Moda. Ég heillaðist af honum um leið og ég sá mynd af honum og hann var jafnvel flottari í eigin persónu – svo flottur að ég lagði í eina speglapósu sem ég geri sjaldan en þegar maður er einn á ferð þá verður maður að redda sér.

veromodaopnar8

Þessi fíni jakki er á 12.900 kr og ég er í stærð medium hún passaði mér fínt ég myndi alla vega ekki taka hann minni.

pinstripe3

Þessi undursamlega skyrta er nú þegar ein af mínum uppáhalds og ég er búin að nota hana nánast uppá dag síðan ég fékk hana. Hún hefur á þessari viku sem ég hef átt hana farið tvisvar sinnum sett hana í þvott, svo leyfi ég henni bara að þorna á herðatréi og ég þarf ekki einu sinni að strauja hana. Þessi er must buy og kostar 6990kr.

10124235_Black_001_ProductLarge (1)Að lokum þá verð ég að koma þessari fallegu kápu að – hún er einfaldlega ekki á mínum innkaupalista því ég á eina nákvæmlega eins úr VILA. Helle Trench Coat rauk út á foropuninni en það verða þó til kápur á morgun. Það sem var sett fram af henni í kvöld seldist upp á 5 mínútum svo ef þið girnist þessa þá komið þið klukkan 09:00 og ekki seinna en þá – kápan er á æðislegu verði sem er 10.900 kr – gjöf en ekki gjald. Ég ofnota mína kápu það er eiginlega möst að eiga eina svona í fataskápnum – kápu sem gengur við allt!

Fyrstu viðskiptavinir morgundagsins fá veglega glaðninga frá Vero Moda, L’Oreal og Man Magasín og svo verður smá makeup kennsla frá L’Oreal fyrir framan verslunina eftir hádegi.

Frábær verð – falleg búð og yndislegt starfsfólki. Mæli eindregið með ferð í Vero Moda Kringluna á morgun!

EH

Hreinsiburstinn frá Olay

Ég Mæli MeðHúðLífið MittMakeup TipsMyndböndShop

Mér finnst það merki um mögulegar vinsældir snyrtivöru þegar ég er farin að fá fullt af fyrirspurnum um græju sem ég er ekki búin að skrifa um heldur bara birta myndir af á Instagram. Það rignir sumsé inn til mín fyrirspurnum um nýju hreinsigræjuna sem ég birti myndband af á Instagram (@ernahrund) hjá mér um daginn – mjög skemmtilegt. En ég vildi ekki alveg setja hana hér strax inn fyr en ég væri alveg viss um að hún væri komin í verslanir.

Hér sjáið þið byltinguna í húðhreinsuninni minni – hreinsiburstann frá Olay!

bursti

Hér í myndbandinu getið þið svo fengið að vita allt um hann og séð hvernig ég nota hann. Ég mæli með því að þið horvið á videoið í HD upplausn.

Önnur ástæðan fyrir því að ég vildi aðeins bíða með að segja ykkur frá burstanum er sú að ég vildi almennilega prófa hann. Ég get ekki sagt annað en að ég sjái fram á gríðarlegan mun eftir 4 vikna notkun. Ég er búin að vera að nota hann í 2 vikur núna og húðin mín er endalaust búin að vera að skila óhreinindum uppá yfirborðið sem hafa greinilega legið djúpt inní henni. En ef þið eruð ekki þegar búnar að horfa á videoið hér að ofan þá er þetta hreinsigræja sem hjálpar okkur að djúphreinsa húðina á hverjum degi og gerir því húðhreinsunina miklu betri. Með aldrinum þá hægir á endurnýjun húðarinnar og með hreinsiburstanum þá erum við að örva þessa endurnýjun og hjálpa húðinni.

Screen Shot 2014-06-24 at 9.43.17 PM

Nú kannast eflaust einhverjar ykkar við annan hreinsibursta sem nefnist Clarisonic. Þessi bursti er byggður á sömu hugmynd og hann en þetta er talsvert einfaldari útgáfa og þar af leiðandi töluvert ódýrari. Ég hef ekki prófað Clarisonic en það eftir því sem ég hef lesið mér til um þá eru til alls konar mismunandi útgáfur en hér er bara í boði ein frá einu þekktasta húðvörumerkinu í Bandaríkjunum. Þar sem ég hef ekki prófað Clarisonic þýðir lítið að spyrja mig útí hann en ég get eindregið mælt með þessum grip. Ef þið eruð með viðkvæma húð þá er ekki mælt með að þið notið burstann nema 1-2 í viku til að hjálpa endurnýjun húðarinnar.

Ég nota yfirleitt létta hreinsinn sem ég sýni í lok myndbandsins og kornakrem 1-2x í viku eftir ástandi húðarinnar. Með þessum bursta henta helst hreinsar sem freiða eða þeir sem eru í formi gels eða krems. Það eru alla vega þeir hreinsar sem ég hef prófað og mæli með til verksins.

bursti2

Hér fyrir ofan sjáið þið kassann sem burstinn kemur í – hann er fáanlegur í Hagkaup Smáralind og Kringlu. Hreinsiburstinn gengur fyrir AA batteríum sem fylgja með. Burstinn má blotna og það má taka hann með í sturtu (ég gleymdi að nefna það í videoinu). Eins og ég nefni líka í videoinu þá er hægt að kaupa nýja bursta græjuna þeir koma tveir saman í pakka og það er mælt með því að skipta á 4 mánaða fresti. Eins er hægt að kaupa kornakremið í stærri umbúðum.

Screen Shot 2014-06-24 at 9.45.17 PM

Þessi er geymdur á góðum stað uppí hillu inná baði þar sem ég sé hann alltaf og gleymi því síður að nota hann. Þetta er mjög frískandi hreinsun mun meiri en mig hafði órað fyrir. Það er þó tvennt sem er mikilvægt að passa uppá en það er að bleyta húðina áður en hreinsirinn er borinn á og að bleyta burstann áður en hann er notaður á húðina.

En eins og ég hafði lofað þá fær einn lesandi græjuna gefins – hljómar það ekki vel!

Hér eru leiðbeiningarnar til þáttöku:

1. Smelltu á Like við þessa færslu.

2. Farðu inná Facebook síðu Olay HÉR og smelltu á Like

3. Skildu eftir athugasemd við þessa færslu með nafninu þínu.

Svo dreg ég út sigurvegara í lok vikunnar sem fær burstann sendan heim. Ef þið hafið reynslu af svona hreinsiburstum hvort sem það er þessi eða einhver annar þá þætti mér ótrúlega gaman að heyra það.

Ef þið eigið í erfiðleikum með að muna eftir að þrífa húðina á hverjum degi þá er þetta græja fyrir ykkur. Þó svo ég sé alltaf að tönnslast á því hvað húðhreinsun er mikilvæg þá á ég alveg til að gleyma henni af og til – ég skammast mín þá alltaf sérstaklega mikið! En eftir að ég fékk þennan bursta þá er ég alltaf svo spennt að hreinsa húðina ég hef ekki enn gleymt því :)

EH

Varan sem ég skrifa um í þessari færslu fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

MÖST Í SUMAR -OFF SHOULDER

Inspiration of the dayLonging for

IMG_0664photo2photo4rosie-huntington-whiteley-elyse-walker-coachella-party-kenzo-dress-laurence-dacade-sandalsIMG_0705photo3photo1 (1)

HALLÓ og gleðilega páska öllsömul vonandi eruð þið búin að hafa það huggulegt yfir hátíðarnar. Við hjúin fengum páskagesti og ég er því búin að vera í eldhúsinu meira og minna síðan á fimmtudaginn, aldeileis gott að borða góðan mat með sínu fólki.

En yfir í fasjón, ég er búin að vera slefa yfir ”off shoulder” flíkum sem hafa verið mjög áberandi undanfarið meðal fasjónistum og hef augastað og einni blússu frá H&M. Klárlega eitt af trendum sumarsins þannig að sýnið smá axlir dömur mínar, einstaklega kynþokkafullur líkamspartur að mínu mati!

..

Happy easter y’all, hopefully you have been enjoying some quality time with your loved ones over some good food of course. I’ve been in the kitchen more or less since thursday because we had visitors over the holidays, good food, wine, nice weather with your people -ain’t nothing else better!

But lets talk a bit about fashion, ”off shoulder” is hot hot hot this summer and I’m definitely a big fan. So show some shoulders ladies, pretty darn sexy part of a body if you ask me!

PATTRA

Must Have fyrir Makeup fíkla!

AugnskuggarÉg Mæli MeðFallegtmakeupMakeup ArtistNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniSmashboxSnyrtibuddan mín

Ég er ein af þeim sem er búin að bíða í ofvæni eftir því að heyra hvort og hvenær Full Exposure augnskuggapallettan komi til Íslands. Pallettan er mætt og ætti að vera að lenda á sölustöðum Smashbox í dag – t.d. Hagkaup Kringlu, Smáralind og Holtagörðum.

Þetta er eiguleg palletta sem inniheldur 14 mismunandi litaða augnskugga ýmist sanseraða eða matta. Ég sé fullt af möguleikum í þessari pallettu og ég hlakka til að byrja að prófa mig áfram með hana. Mín er komin í hús og ég dáist að fegurð hennar!

Þegar ég var að leita að skemmtilegum myndum af pallettunni sá ég að þessi palletta er mikið borin saman við Lorac Pro augnskuggapallettuna sem ég hef heyrt mjög góða hluti um. Mér finnst helst vera mikið talað um meðal makeup fíkla að það sé nauðsynlegt að eiga Lorac Pro pallettuna og Naked 2 pallettuna frá Urban Decay. Ég er alla vega búin að ákveða það að ég mun panta þær á næstunni og fá ameríkufarana mína til að koma með þær heim í apríl. Mér finnst maður aldrei eiga nóg af augnskuggum og það er um að gera að prófa það sem í boði er!

smashboxbirthdaynails 084 9707871_origAftan á pallettunni er strikamerki sem þið getið skannað inn með spjaldtölvu eða síma og þá farið þið beint inná sýnikennslumyndband þar sem þið fáið að sjá sýnikennslumyndband fyrir augnskuggapallettuna. Þetta á við um margar aðrar vörur frá merkinu líka.smashboxbirthdaynails 031 smashbox-palette smashbox-full-exposure-2 how-to-apply-eye-shadow-for-downturned-eyes_Smashbox-Full-Exposure-PaletteMeð aungskuggapallettunni fylgja leiðbeiningar um hvernig þið getið notað augnskugga eftir því hvernig lag er á augunum ykkar og eftir því hvort um dag eða kvöldförðun er að ræða og svo er líka farið yfir augnförðun sem hæfir augunum best.
IMG_1643Með pallettunni fylgir svo tvöfaldur bursti sem er hægt að nota til að bera augnskuggana á augun.

Eins og ég segi þá er þessi nú þegar komin í mitt safn og ég hvet ykkur til að tryggja ykkur þessa 14 augnskugga pallettu sem er á fáránlegu verði miðað við bæði gæði og magn en hún kostar um 9000kr – 643 kr augnskugginn og penslarnir frítt með;)

EH

Þrjár nýjar línur á leiðinni í MAC

Á ÓskalistanumAugnskuggarÉg Mæli MeðFallegtFashionFörðunarburstarMACmakeupMakeup ArtistNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Á föstudaginn eru væntanlegar þrjár nýjar förðunarvörulínur í MAC verslanirnar. Reyndar fer ein þeirra bara í MAC Kringluna.

Þetta eru ótrúlega flottar línur sem ég hlakka til að skoða betur á föstudaginn en ég mæti að sjálfsögðu um leið og búðirnar opna svo maður nái nú að hafa sem mest vöruúrval ;)

Punk Couture:
Línan einkennist af dökkum litum með neon litum í bland. Hér sjáið þið kynningarmyndina fyrir línuna. Þetta er sú lína af þessum sem er að koma sem ég er lang spenntust fyrir þarna eru vörur sem eru sjaldséðar hjá merkjum og án efa einstakar. Þetta eru safngripir og ég ætla mér að eignast nokkra.

MAC-Punk-Couture-Winter-2013-2014-Makeup-Collection

Vörurnar sem koma í línunni…MAC Punk Couture Collection 2014 a

Ég er spenntust fyrir glossunum, varalitunum og augnskuggapallettunni. Svo ég ákvað að taka nærmyndir af þessum vörum til að þið sjáið þær betur.

Fjólublái glossinn öskrar á mig – svarti er æði líka en ég á þannig frá Smashbox.

MAC-Punk-Couture-Winter-2013-2014-Makeup-Collection-04

Svarti varaliturinn er efstur á óskalista án efa – grái er líka mjög spennandi og girnilegur. Litirnir eru allir mattir.MAC-PunkCouture-Collection-for-Winter-2013-2

Æðislegir augnskuggar – 2 af litunum eru mattir og hinir eru sanseraðir með smá glimmeráferð.mac-punk-couture-collection-winter-2014-2

Línan verður bara fáanleg í verslun MAC í Kringlunni.

Magnetic Nude:
Lína sem samanstendur af heillandi litum með metallic áferð og nude litum sem allar konur geta notað.

mac-magnetic-nude-collection-winterspring-2014-1 macmagnetic

Sjáið hvað vörurnar eru sjúklega fallegar! Allir litirnir eru fullkomnir og henta öllum – það er bara þannig og áferðin á litunum er æðisleg. Þetta er einmitt sama áferð og var á púðurvörunum í hátíðarlínu merkisins árið 2012.

Augnskuggarnir sem þið sjáið fyrir miðju myndarinnar eru efstir á mínum óskalista – sjúkir ekki satt!

MAC-Magnetic-Nude-Collection

Mig langar í eitt púður alla vega – helst þetta með peach undirtóninum, held að sá litur muni fara mér best.

MAC-Magnetic-Nude-Extra-Dimension-Skinfinish

Ég er mjög spennt fyrir gel eyelinerunum sérstaklega þessum sem er efst í vinstra horninu. Þessi ljósi er líka skemmtilegur og það er eflaust hægt að gera margt skemmtilegt með honum.

MAC-Magnetic-Nude-FluidlineBurstana verð ég eiginlega að eignast – ef þeir líta jafnvel út í alvörunni og þeir gera á mynd. En þetta eru í raun tvöfaldir burstar sem eru með gervihárum öðru megin og alvöru hárum hinum megin. Mér líst vel á þá og ég hlakka til að sjá þá í búðunum.

Screen Shot 2014-01-12 at 10.22.08 PM

Línan verður fáanleg í báðum verslunum MAC.

Huggable Lipcolour:
Ný tegund varalita sem er innblásin frá trendum í Asíu. Þetta eru litir sem gefa bæði þéttan lit og náttúrulegan glans. Það er erfitt að finna varaliti sem gera einmitt þetta tvennt og því verður gaman að sjá hvort þeir muni standa undir nafni. Bæði liturinn og glansinn eiga að endast í alltað 12 tíma. Þessa mun ég pota í þegar þeir koma, sjálf er ég hrifnari af mattari litum og því verða þeir að vera truflaðir til að ég fallist á að kaupa einn ;)

mac-huggable-lip-color-10216 mac-huggable-lipcolour-collection-2

Línan verður fáanleg í báðum verslunum MAC.

Ég finn á mér að árið 2014 verður æðislegt förðunarár! Mikið af spennandi nýjungum sem eru væntanleg hjá merkjum og ég hef nú þegar heyrt slúður og staðfestar fréttir um ný snyrtivörumerki sem eru væntanleg til landsins – hlakka til að mega segja ykkur meira ;)

EH