fbpx

KIMONO CLUB

AndreAAndreAbyAndreADRESSKIMONOLÚKKSAMSTARFTíska
*Færslan er unnin í samstarfi við mitt eigið merki & verslun: AndreA

KIMONO ER ALLTAF GÓÐ HUGMYND !

Ef það er einhver flík sem á alltaf við þá er það kimono!
Kimono er án vafa ein mesta snilldar flík sem til er, ég hef notað mína svo mikið í svo mörg ár við allskonar mismunandi aðstæður.

Ég hef gert kimonoa í línunni okkar  alveg frá upphafi “AndreA”, við höfum gert þá stutta, síða, millisíða, þykka þunna og ég veit ekki hvað og hvað.

Spurningin sem ég fæ oftast í búðinni er:  Hvernig notar maður kimono?  Svarið mitt er næstum því hvenær notar þú hann ekki ?

  • Spari yfir kjól eða samfesting, kimonoar eru oftast litrikír og þess vegna fullkomnir yfir svart.
  • Hversdags við gallabuxur og hlýrabol.
  • Á ströndinni eða við sundlaugarbakkann yfir sundbol eða bikiní.
  • Við stuttbuxur og hlýrabol í góðu veðri
  • Það má líka loka honum að framan og binda og nota hann eins og kjól.
  • Sem náttslopp á morgnana þegar vel viðrar þá er góður kaffibolli í flottum kimono rándýr hugmynd … ég held í alvörunni að kaffið verði betra ;)

Það er bara eitthvað við það að vera í kimono, hann er úr léttu efni og fíkur upp þegar maður labbar “lIKE A QUEEN”.
Við gerum takmarkað magn í hverju printi en fáum ný print reglulega og eigum eiginlega alltaf til kimonoa í búðinni.

Ég segi það ekki nógu oft en kimono er algjört möst í allar sólarlandaferðir,,,,  ALGJÖRT MÖST.
Ég fer alltaf með nokkra, það fer ekkert fyrir þeim í tösku, þeir eru notaður á hverjum einasta degi, yfir gallabuxur, stuttbuxur, kjóla eða sundföt og þú er með “náttslopp” líka.

xxx
Andrea

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

 

SHAKE IT BABY !

Skrifa Innlegg