fbpx

Cinderella mætir í MAC á morgun!

Ég Mæli MeðFallegt

Það eru sannarlega alltaf gleðifréttir þegar ný og glæsileg lína kemur í verslanir MAC á Íslandi – sú verður raunin á morgun klukkan 10:00 þegar Cinderella línan mætir í MAC Kringluna. Línan er virkilega flott og vel heppnuð – hún er einföld og falleg og inniheldur klassískar vörur sem allar konur geta notað. Ég hef nú þegar skrifað um línuna en mig langaði að sýna ykkur eina af vörunum sem ég fékk fyrir nokkru síðan og er búin að bíða spennt með að sýna ykkur.

Persónulega finnst mér must have að eiga annan af tveimur varalitum úr línunni, beauty púður, augnskuggapallettuna og svo kannski eins og eitt pigment. Ég mæti að sjálfsögðu hress í fyrrmálið og tryggi mér þær vörur sem ég hef augastað á.

En hér sjáið þið varalitinn fína…

maccinderella

Þessi er klassískur, sumarlegur og hentar fyrir alla við öll tilefni!

maccinderella3

MAC Cinderella – Royal Ball

mac_cinderellagroup001 (1)

Hér sjáið þið svo línuna – hún er ekki stór en falleg er hún. Mér finnst glossin líka virkilega falleg og ef ég mætti ráða myndi ég taka eitt af öllu með mér heim á morgun en ég held að það sé ákveðið plássleysi í snyrtivörukommóðunum hjá mér og ég ætti kannski að grisja þar úr áður en ég bæti meiru í þær!

Ég hvet ykkur sem langar í vörur úr línunni til að mæta snemma – mér þykir líklegt að það muni myndast einhver biðröð fyrir utan búðina sem opnar klukkan 10:00. Línan kemur í takmörkuðu upplagi og það er ekki mikið af hverri vöru sem kemur svo það er um að gera að mæta tímanlega svo þið getið tryggt ykkur vörurnar sem eru á óskalistanum.

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Spurt&Svarað: Karin

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Ragna Dögg

  19. March 2015

  Hæhæ hvaða farða ertu með á húðinni þarna ? Ég er með svo ljósa húð en pínu rauða í kinnum og nokkrum svæðum sem mig vantar að hylja án þess að vera með mikinn rauðan undirtón. Eitthvað sem þú mælir kanski frekar með?

  Kv Ragna

  • Ég er með nýjan farða sem ég var að prófa frá RMS sem fæst í vefverslun sem heitir Freyja Boutique. Ég er að fýla hann í botn það kemur meira um hann á morgun. Annars hef ég verið að prófa líka Miracle Cushion frá Lancome sem er æði og nýji farðinn frá Dior Nude Air. Svo gríp ég reglulega í Infallible farðann minn frá L’Oreal sem ég er alltaf svakalega ánægð með!

   • Ragna Dögg

    20. March 2015

    Frábært, takk fyrir ætla allavega að skoða þessa farða :)