UPPÁHALDS NUDE VARALITIR

LIPS OF THE DAYVARIR
*Færslan er ekki kostuð

Já ég elska “nude” varaliti og á orðið mjög stórt safn af varalitum en það eru nokkrir sem eru í meira uppáhaldi en aðrir. Mig langaði að deila þeim með ykkur, þeir eru allir með mismunandi formúlu og áferð. Sumum á eflaust eftir að finnast þessir varalitir vera mjög líkir og jafnvel alveg eins en vonandi hjálpar þetta einhverjum sem eru að leita af fallegum varalit eða eru jafn spenntir fyrir “nude” varalitum og ég.

Ég reyndi að breyta myndunum sem minnst svo þið gætuð séð hvernig litirnir komu út á vörunum en varalitir eru samt alltaf mismunandi á hverjum og einum

Einsog þið sjáið eflaust þá eru þessir í miklu uppáhaldi og búnir að vera í hverjum vasa og hverri tösku..

Max Factor – Colour Elixir Lipstick: Burnt Caramel

Þessi varalitur er örugglega sá nýjasti í safninu af öllum sem ég nefni hér en þetta er kremaður varalitur frá Max Factor sem kom mér skemmtilega á óvart. Hann er ótrúlega þæginlegur á vörunum og er með fallegan brúnan undirtón.

 

Maybelline Color Sensational Matte Lipstick – 930 Nude Embrace

Þetta er mött formúla en ótrúlega kremuð frá Maybelline. Ég nota þennan oft yfir dekkri varablýanta eða bara einan og sér.

 

MAC – VELVET TEDDY

Þetta er minn allra uppáhalds nude en ég held ég sé búin að fara í gegnum þrjá svona og líklegast eini varaliturinn sem ég hef klárað svona oft. Varaliturinn er með matta formúlu en þurrkar á ekki varirnar og ég nota hann oft með öðrum varalitavörum.

 

YSL – Rouge Pur Couture Lipstick nr.10

Þetta er mjög látlaus nude og er meira svona “your lips, but better”, ég set þennan alltaf á mig ef ég vill bara eitthvað einfalt og klassískt. Formúlan er mjög mjúk og er með smá glans.

 

COLOUR POP – AQUARIUS

Ég elska þennan lit, fyrir mér er þetta hin fullkomni nude en hann er brúntóna með smá bleikum undirtóni. Hann gefur einnig góðan raka en hann innheldur Vitamin C og Shea butter. Síðan eru þessi Lippie Stix frá Colour Pop mjög ódýr en einn svona kostar $5, mæli með.

 

URBAN DECAY – EX-GIRLFRIEND

Þessi litur er einnig mjög látlaus og klassískur en hann gefur einmitt þetta “your lips, but better”. Ég notaði þennan mikið í sumar þegar ég var að fljúga en mér finnst hann gefa svo góðan raka og gerir varirnar mjög fallegar.

Þetta er bara smá brot af mínum uppáhalds “nude” og það var mjög erfitt að sýna ykkur bara sex liti en ekki 20..

Þið megið endilega segja mér hvaða litur ykkur finnst flottastur og hvaða varalitum þið mælið með xx

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

SEPHORA HAUL

HreinsivörurMASKARSNYRTIVÖRUR

Mig langaði að sýna ykkur nokkra hluti sem ég keypti um daginn í Sephora. Fyrir ykkur sem vitið það ekki en þá er Sephora stór snyrtivöruverslun eða verslunarkeðja og þar fást allskonar snyrtivörur. Þetta er því algjör draumur fyrir mig! Mér finnst ótrúlega gaman að prófa nýjar snyrtivörur og þá sérstaklega frá merkjum sem ég hef kannski aldrei prófað eða heyrt um áður.

Ég ætla sýna ykkur vörurnar sem fengu að koma með mér heim..

 

1. CHARCOAL MAKEUP MELTER – BOSCIA

Þetta er einsog nafnið gefur til kynna, kola hreinsir sem tekur í burtu farða og augnförðun. Þetta er silkimjúlkt, minnir á kókosolíu en þegar maður nuddar þessu í andlitið þá bráðnar allt og síðan tekur maður allt af með þvottapoka. Þetta er fullkomið fyrir skref eitt í húðhreinsuninni og mæli með þessu 100%.

 

2. ALEXANDER – TOM FORD

Ég verð auðvitað alltaf að kaupa mér “nude” varalit þegar ég versla mér snyrtivörur en þessi heillaði mig alveg. Þetta er ótrúlega fallega nude litur og ekki skemmir fyrir hvað umbúðirnar eru fallegar.  Það eru samt eiginlega tvær ástæður afhverju ég keypti þennan varalit, númer eitt útaf því hann er fallegur og númer tvö er vegna þess að bróðir minn heitir Alexander. Þannig ég “varð” bara að kaupa hann.

 

3. MATTE BRONZER – MILK MAKEUP

Okei þessi krem bronzer eru ein bestu kaup sem ég hef gert. Það er ótrúlega auðvelt að blanda honum út, fallegur á húðinni og auðveldur í notkun. Ég ætla kláralega að kaupa mér þessa vöru aftur og mig langar að kynnast vörunum frá Milk Makeup betur. Þannig ef þið mælið með eitthverri vöru frá Milk Makeup þá megiði endilega skilja eftir athugasemd xx

4. LIP INJECTION – TOO FACED

Ég tók þessa vöru bara með í gamni en hún var hjá afgreiðslukassanum á leiðinni út (besta sölutrixið). Þetta á að gera varirnar aðeins þrýstnari eða gefa þeim meira “plump” og þetta virkar. Mér finnst æðislegt að nota þetta áður en ég set á mig varalit en mér finnst þetta gera varirnar heilbrigðari og ferskari.

 

5. MARINE BOOSTING MIST – TARTE

Mér finnst alltaf gaman að prófa ný rakasprey en ég nota rakasprey alltaf í gegnum alla förðunina mína. Þetta er mjög gott og æðisleg lykt af þessu. Þetta blandar öllu betur saman og gefur fallegan ljóma.

 

6. RUBBER MASK BRIGHT LOVER – DR. JART+

 

 

Þetta er gúmmí maski frá Dr. Jart+ en ég er búin að heyra góða hluti um það húðvörumerki. Maskinn er ótrúlega skemmtilegur og kemur í tvennulagi en maður setur fyrst krem undir sem fylgir með og síðan gúmmí yfir. Ég sá strax mun eftir að ég notaði hann og ekki skemmir fyrir hvað þetta er fyndið, gott fyrir andlegu hliðina.

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

 

Cinderella mætir í MAC á morgun!

Ég Mæli MeðFallegt

Það eru sannarlega alltaf gleðifréttir þegar ný og glæsileg lína kemur í verslanir MAC á Íslandi – sú verður raunin á morgun klukkan 10:00 þegar Cinderella línan mætir í MAC Kringluna. Línan er virkilega flott og vel heppnuð – hún er einföld og falleg og inniheldur klassískar vörur sem allar konur geta notað. Ég hef nú þegar skrifað um línuna en mig langaði að sýna ykkur eina af vörunum sem ég fékk fyrir nokkru síðan og er búin að bíða spennt með að sýna ykkur.

Persónulega finnst mér must have að eiga annan af tveimur varalitum úr línunni, beauty púður, augnskuggapallettuna og svo kannski eins og eitt pigment. Ég mæti að sjálfsögðu hress í fyrrmálið og tryggi mér þær vörur sem ég hef augastað á.

En hér sjáið þið varalitinn fína…

maccinderella

Þessi er klassískur, sumarlegur og hentar fyrir alla við öll tilefni!

maccinderella3

MAC Cinderella – Royal Ball

mac_cinderellagroup001 (1)

Hér sjáið þið svo línuna – hún er ekki stór en falleg er hún. Mér finnst glossin líka virkilega falleg og ef ég mætti ráða myndi ég taka eitt af öllu með mér heim á morgun en ég held að það sé ákveðið plássleysi í snyrtivörukommóðunum hjá mér og ég ætti kannski að grisja þar úr áður en ég bæti meiru í þær!

Ég hvet ykkur sem langar í vörur úr línunni til að mæta snemma – mér þykir líklegt að það muni myndast einhver biðröð fyrir utan búðina sem opnar klukkan 10:00. Línan kemur í takmörkuðu upplagi og það er ekki mikið af hverri vöru sem kemur svo það er um að gera að mæta tímanlega svo þið getið tryggt ykkur vörurnar sem eru á óskalistanum.

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Varalitadagbókin

Estée LaudermakeupMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minniVarir

Svo ég haldi áfram að fræða ykkur um flotta nude varaliti sem minna mig á förðunartrend 10. áratugarins þá er hér einn í viðbót. Í þetta sinn er ég með varalit frá Estée Lauder.

Liturinn er mjög léttur og gefur náttúrulegan en samt sem áður þéttan lit. Liturinn glansar fallega og formúlan er stúfull af góðum raka sem er bráðnauðsynlegur fyrir varir eins og mína sem skrælna upp í kuldanum. Liturinn sem ég sýndi ykkur um daginn sem þið sjáið HÉR er með bleikum undirtón þessi er meira útí brúnt en hann.

Ég fékk smá nostalgíukast þegar ég bar þennan lit á mig því ilmurinn af honum minnti mig svo á mömmu mína sem notar mikið varaliti og ég man að hún átti einn frá Estée Lauder sem ég stalst reglulega í :)

En hér sjáið þið varalit dagsins….

esteevarir2 esteevarir esteevarir3Varaliturinn er úr Pure Color línunni frá merkinu og er nr. 01 og heitir Burnished Bronze.

Formúlan inniheldur örfínar glimmeragnir sem gerir það að verkum að þegar birta skín á varirnar endurkastast hún virkilega fallega tilbaka og gefur vörunum aukinn ljóma. Ljómann sjáið þið einmitt á myndunum hér fyrir ofan en ég var með flassið á vélinni þegar ég tók myndirnar:)

EH

Nude varir áberandi á Óskarnum

Fræga Fólkiðmakeup

Störnurnar voru hver annarri flottari á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær. Ég náði því miður ekki að horfa á hana í gærkvöldi eins og undanfarin ár – áherslurnar breytast aðeins þegar lítill gaur er til staðar – en ég hlakka til að sjá endursýninguna á Rúv í kvöld, held hún sé á eftir Kastljósi.

Á Óskarnum virðast stjörnurnar oftast velja látlausa og náttúrulega förðun sem er í takt við þessa flottustu verðlaunahátíð fyrir kvikmyndabransann. Algengast í ár var að vera með flottan eyeliner, ef það var augnskuggi þá var hann oftast í ljósari kantinum og sanseraður til að gefa augunum meiri ljóma og svo voru það varirnar sem voru nánast allar nude – inná milli voru þó örfáar undantekningar.

Hér eru nokkrar sem mér fannst flottar:

Adele æðisleg með signature eyelinerinn sinn sem var í þetta sinn gel eyelinerinn frá Maybelline.Amanda Seyfried með ótrúlega flotta vængjaða augnförðun í náttúrulegum litum.Halle Berry er alltaf svo mikil skvísa! Hér með sanseraða augnförðun í brúnum litum.Óskarsveðlaunahafinn Jennifer Lawrence með aðeins dekkri förðun en flestar hinar en þó svo augnskugginn væri dökkur var passar uppá að mýkja útlínurnar vel.Jessica Chastain var ein af þeim sem ákvað að vera með áberandi varalit – hún fær stórt klapp fyrir það sjáið hvað liturinn fer vel saman við rauða hárið hennar.Salma Hayek með ótrúlega flotta seyðandi smokey augnförðun. Svona dökk og mikil förðun fer henni svo vel sjáið líka hvað augun hennar verða extra brún með svarta litnum…

En það er spurning hvort að næsta varalitaleit hjá mér verði af hinum fullkomna nude varalit – hvernig hljómar það?

EH