fbpx

Varalitadagbókin

Estée LaudermakeupMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minniVarir

Svo ég haldi áfram að fræða ykkur um flotta nude varaliti sem minna mig á förðunartrend 10. áratugarins þá er hér einn í viðbót. Í þetta sinn er ég með varalit frá Estée Lauder.

Liturinn er mjög léttur og gefur náttúrulegan en samt sem áður þéttan lit. Liturinn glansar fallega og formúlan er stúfull af góðum raka sem er bráðnauðsynlegur fyrir varir eins og mína sem skrælna upp í kuldanum. Liturinn sem ég sýndi ykkur um daginn sem þið sjáið HÉR er með bleikum undirtón þessi er meira útí brúnt en hann.

Ég fékk smá nostalgíukast þegar ég bar þennan lit á mig því ilmurinn af honum minnti mig svo á mömmu mína sem notar mikið varaliti og ég man að hún átti einn frá Estée Lauder sem ég stalst reglulega í :)

En hér sjáið þið varalit dagsins….

esteevarir2 esteevarir esteevarir3Varaliturinn er úr Pure Color línunni frá merkinu og er nr. 01 og heitir Burnished Bronze.

Formúlan inniheldur örfínar glimmeragnir sem gerir það að verkum að þegar birta skín á varirnar endurkastast hún virkilega fallega tilbaka og gefur vörunum aukinn ljóma. Ljómann sjáið þið einmitt á myndunum hér fyrir ofan en ég var með flassið á vélinni þegar ég tók myndirnar:)

EH

Nýtt merki í JÖR #1

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Karen

    20. November 2013

    Fyrsti varaliturinn minn var einmitt rauður Estée Lauder sem mamma mín átti og gaf mér. Lyktin er mér mjög minnistæð!