NEGLURNAR MÍNAR

Neglur

Gleðilegan mánudag xx

Mig langaði að taka smá naglaspjall með ykkur en ég fæ oft spurningar hvaða naglakk ég sé með eða hver gerir neglurnar mínar. Hún sem sér um neglurnar mínar og er búin að gera það núna í næstum tvö ár heitir Anna og er algjör snillingur í nöglum. Ég mæli svo sannarlega með henni en hún er ótrúlega vandvirk og neglurnar haldast lengi flottar en þið finnið hana hér.

 

Síðan langaði mig að deila með ykkur nokkrum af mínum uppáhalds naglalökkum frá Essie en ég fæ svo oft spurningar hvað ég sé með á nöglunum. Mér finnst ótrúlega gaman að naglalakka mig og breyta til en þetta er bara smá hluti af mínum uppáhalds naglalökkum..

1.Ladylike 

2. Licorice

3. Sand Tropez

4. Bikini so teeny 

5. Truth or bare

6. Speed setter

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

INTERIOR INNBLÁSTUR: BLEIKUR DAGUR

INNBLÁSTURINTERIOR

Í dag er hinn árlegi bleiki dagur – á þessum degi hvetur Krabbameinsfélagið fólk til að klæðast bleiku til að styðja átakið sem sett er hvert ár í október, nú til styrktar baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Í tilefni dagsins ákvað ég að henda í bleikan innblástur fyrir heimilið.

Ég er mjög hrifin af bleikum og þá sérstaklega fyrir heimilið. Liturinn er líflegur & gleður augað. Ég er sjálf byrjuð að safna fallegum hlutum inn í herbergið í litnum. Ég er einnig mjög hrifin af því að blanda bleikum við gráan lit, en það sjáið þið á myndum hér að neðan.

Myndirnar fann ég á Pinterest.

Góða helgi!

x

7f22badbf253a1a6c8c8ba13f9bdd2e4

71410fb6c1c4ce29dc62a7846b6b13e9 10c608a539d3ed2beb924c8c12c93545 a193809b4cce04f25338167b7e3c6e8d 7f8d786ba73108f9521b5b7120474222 72d281f3f93fc7672a1a86ab25f5485c47ccc9e5548900c8dfb1ced1214da326
Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamaggatrendnet

10 HLUTIR Á ÓSKALISTANUM:

UPPÁHALDSWANT
NUDES WANT

 

 1. Hælar frá YEEZY SEASON 4, þessir eru reyndar frá YEEZY SEASON 2 en mér finnst þeir gullfallegir –  þessir skór eiga að fást inn á KanyeWest.com undir ”Shop”. 2. Kjóll frá Balmain! Oliver Rousting er frábær hönnuður & ég er alveg kolfallin fyrir kjólunum eftir hann – en þessi kjóll fæst inn á Matchesfashion.com. 3. Þessi gullfallega taska hef ég áður gert færslu um en hún er frá GUCCI – en hægt er að kaupa hana inn á Gucci.com. 4. Hvítir Ultra Boost, búnir að vera lengi á óskalistanum –  en þeir eiga að fást í Húrra Reykajvík. 5. Saint Laurent Kate Monogram taska, mjög dýr enda líka ótrúlega falleg– þessi fæst inn á Neimanmarcus.com. 6. Dior gleraugu í litnum rose gold, ég er búin að vera ástfangin af þessum sólgleraugum alltof lengi! – og þau fást inn á Barneys.com. 7. Bouncy maski frá First Aid Beauty, ég er mjög hrifin af vörunum frá First Aid Beauty – þessi fæst í Fotia. 8. All Eyes On Nudes frá Essie er fullkominn nude litur á neglurnar – en þessi fæst inn á Belk.com. 9.Ótrúlega fallegur lampi í litnum nude – fæst inn á Belk.com & heitir Catalina10. Yankee kerti í litnum Pink Sands, mér finnst liturinn alveg perfect & lyktin er örugglega mjög góð, en þetta kerti fæst inn á Macys.com.
x
Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga
 
sigridurr3

Uppáhalds: Litlausu Litirnir

LúkkmakeupMakeup ArtistMakeup TipsTrendVarir

Mér datt í hug að deila með ykkur nokkrum af mínum uppáhalds nude varalitum. Ég tók saman níu liti sem ég nota svona mest. Ég er sjálf reyndar ekkert mikið með svona litlausa liti eins og þið kannski hafið tekið eftir en mér finnst þó nauðsynlegt að eiga þá með. Sérstaklega ef ég er með dökka augnförðun þá get ég eiginlega ekki verið með sterkan lit – í flestum tilfellum alla vega.

nude

Hér sjáið þið litina sem ég valdi að sýna ykkur og enn neðar sjáið þið mig með alla litina og smá lýsingu á formúlunni sjálfri :)

nude2Hér sjáið þið litinn Pale Beach úr varalitalínunni Creamy Matte frá Bobbi Brown. Þessir varalitir eru mínir uppáhalds frá merkinu og einir af bestu varalitum sem ég hef átt. Þeir eru kremaðir svo það er auðvelt að bera þá á og fá jafnan og fallegan lit. En áferðin er mött svo liturinn festir sig vel í vörunum svo þeir haggast ekki allan tímann sem þið eruð með hann. Ég held ég eigi sirka 6 liti úr þessari línu og þeim fer bara fjölgandi. Ég á mjög auðvelt með að falla fyrir nýjum lit úr þessari línu og fara heim með hann.nude3Slim Lipstick frá Make Up Store í litnum Matt 402. Þeir gerast nú varla jafn miklir nude litir eins og þessi varalitur frá Make Up Store. Liturinn er örmjór svo það er svo þæginlegt að bera hann á og bæta á hann. Formúlan er alveg mött en samt kremuð en aðeins stíf svo það er gott að næra varirnar með varasalva stuttu áður en þið berið litinn á varirnar bara svo hann renni auðveldlega eftir vörunu. Formúlan er æðisleg en ég hef fengið nokkrar ábendingar um að þessi litur fari mér ekki sem er eflaust af því að með svona ljósa húð eins og ég er falla svona ljósir litir svo inn í húðina. Þess vegna er mikilvægt að húðin fái líka smá
nude4Dior Addict nr. 369. Þessi litur er úr haustlínunni frá síðasta ári frá Dior. Addict litirnir eru þekktir fyrir að vera frekar léttir litir sem eru með miklum glans. Litirnir eru mjög fallegir og mjúkir, það er auðvelt að bera þá á og þeir gefa vörunum ótrúlega góða næringu á meðan þeir eru á þeim. Þessi litur er með örlitlum bleikum tóni í sem er mjög algengt með svona ljósbrúna liti.

nude5Pure Decoration úr Baked Goods línunni frá MAC sem kom út síðasta vor. Liturinn er með satin áferð sem er mjög mjúk áferð, með smá glans og fallegum lit. Þessi ljósi varalitur er með hint af peach tóni sem gefur andlitinu mínu hlýja áferð af því hann tónar vel við hárið mitt og augun. nude6Choco Cream nr. 715 úr Color Sensational línunni frá Maybelline. Lengi vel minn all time uppáhalds nude litur enda er ég mikill Maybelline aðdáandi. Liturinn er frekar brúnn svo mér finnst hann passa við allar augnfarðanir – sama í hvaða lit hann er. Mér finnst stundum erfitt að finna nude litaðan varalit hjá ódýru merkjunum, það er alla vega aldrei mikið úrval af þeim yfirleitt bara einn litur en Maybelline liturinn er fullkominn. Formúlan er mjög mjúk, liturinn er þéttur og endist ágætlega.

nude7Hér sjáið þið lit sem ég hef áður sýnt ykkur og ég fékk í kjölfarið mikið af fyrirspurnum um hann. Þetta er litur frá Shiseido sem er nr. PK303 og er úr línunni Perfect Rouge. Þetta er fullkominn nude litur þar sem það er dáldið sterkur litur í honum en hann telst samt sem nude litur alla vega að mínu mati. Liturinn finnst mér best að lýsa sem 90’s lituðum varalit svo hann smellpassar inní eitt af aðalförðunartrendunum sem eru í gangi núna. Formúlan sjálf er mjög góð og liturinn endist vel, ég mæli hiklaust með þessum lit sem er frekar glossaður en samt með sterkum litapigmentum.nude8Dior Rouge nr. 434 þessi litur er líka úr síðustu haustlínunni frá Dior. Hann er einn af litunum sem eru úr glænýju Perfect Rouge línunni frá Dior. Formúla varalitanna var endurbætt á síðasta ári og að því tilefni komu nánast alveg nýjir litir þó svo nokkrir gamlir og góðir fengu að halda plássinu sínu. Perfect Rouge litirnir eru varalitir sem eru dáldið af gamla skólanum, formúlan sem hægt er að treysta á, áferð sem er ekki of glossuð og ekki of mött og litur sem endist vel. Mér finnst alltaf gaman að kaupa mér Dior snyrtvörur – ég hef ekki efni á fötunum en snyrtivörurnar eru á viðráðanlegra verði:)

nudeflairFlair for Finery nude litur sem var hluti af hátíðarlínu síðasta árs frá MAC, ég veit það voru margar sem voru hrifnar af þessum lit en hann kom bara í takmörkuðu upplagi en ef hann er enn á óskalistanum þá veit ég um annan sem er eiginlega nákvæmlega eins en ég sá það ekki fyr en ég kíkti betur á þessar myndir…nudehueHue frá MAC er einn af mínu all time uppáhalds frá merkinu, ég veit ekki hversu marga svona varaliti ég fór í gegnum á meðan ég var í versló og þessi var líka í uppáhaldi hjá mörgum vinkvenna minna á menntaskólaárunum. Hue er nánast alveg eins og Flair for Finery úr hátíðarlínunni, sá fyrri er þó örlítið bleikari. Oft eru til frá MAC svipaðir litir í fasta úrvalinu og koma í one shot línunum. Það er enginn jafn góður í að leiðbeina ykkur í gegnum þá liti eins og stelpurnar sem vinna í MAC búðunum. Hue liturinn er alltaf flottur og eftir að hafa grafið hann uppúr einum makeup kössunum mínum fyrir þessa færslu hef ég notað hann þónokkrum sinnum. Það er alltaf gaman að endurnýja kynnin við gamla góða varaliti.

Ein af ástæðunum fyrir því að ég nota ekki mikið ljósa varaliti er sú að með svona ljósa húð eins og ég er falla svona ljósir litir svo inn í húðina. Þess vegna er mikilvægt að húðin fái líka smá hlutverk og þið gefið henni lit, þá með sólarpúðri, highlighter og nóg af kinnalit!

Smá hjálp frá mér í gegnum frumskóg litlausra varalita sem ég vona að nýtist ykkur.

EH

Varalitadagbókin

Estée LaudermakeupMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minniVarir

Svo ég haldi áfram að fræða ykkur um flotta nude varaliti sem minna mig á förðunartrend 10. áratugarins þá er hér einn í viðbót. Í þetta sinn er ég með varalit frá Estée Lauder.

Liturinn er mjög léttur og gefur náttúrulegan en samt sem áður þéttan lit. Liturinn glansar fallega og formúlan er stúfull af góðum raka sem er bráðnauðsynlegur fyrir varir eins og mína sem skrælna upp í kuldanum. Liturinn sem ég sýndi ykkur um daginn sem þið sjáið HÉR er með bleikum undirtón þessi er meira útí brúnt en hann.

Ég fékk smá nostalgíukast þegar ég bar þennan lit á mig því ilmurinn af honum minnti mig svo á mömmu mína sem notar mikið varaliti og ég man að hún átti einn frá Estée Lauder sem ég stalst reglulega í :)

En hér sjáið þið varalit dagsins….

esteevarir2 esteevarir esteevarir3Varaliturinn er úr Pure Color línunni frá merkinu og er nr. 01 og heitir Burnished Bronze.

Formúlan inniheldur örfínar glimmeragnir sem gerir það að verkum að þegar birta skín á varirnar endurkastast hún virkilega fallega tilbaka og gefur vörunum aukinn ljóma. Ljómann sjáið þið einmitt á myndunum hér fyrir ofan en ég var með flassið á vélinni þegar ég tók myndirnar:)

EH

TÍMARIT: MAN og NUDE SMÁRALIND

MAGAZINE

Tvö ný íslensk tímarit koma út í dag. 

Önnur útgáfa Nude Magazine fyrir Smáralindina. Þar sem að farið er yfir hausttískuna í trendum fyrir konur, menn og börn í tilefni tískudaga helgarinnar –

nude

.. og MAN, nýtt íslenskt tímarit um tísku lífsstíl og hönnun. Það er Björk Eiðsdóttir (fyrrum ritstjóri Séð og Heyrt) og Elín Arnar (fyrrum ritstjóri Vikunnar) sem að ritstýra blaðinu saman –

Forsíðan 1tbl

Alltaf gaman að fá nýtt lesefni. Og hvað þá ný tímarit á markaðinn.

Spennandi!

xx,-EG-.

CPH SS14: Jóhanna Björg Christensen

FASHION WEEK

Jóhanna Björg Christensen ritstýra NudeMagazine heimsækir reglulega tískuvikuna í Kaupmannahöfn. Hún lét sig ekki vanta í þetta skiptið og sat við hverja sýninguna af fætur annarri. Ég fékk að heyra hennar upplifun af verunni, hvað stóð upp úr og við hverju við megum búast frá dönunum næsta sumar.
_

Hvaða sýningar heimsóttir þú?
Við fórum á held ég 17 sýningar. Svo sóttum við einnig töluvert af viðburðum td. glæsilegan viðburð á vegum danskra skartgripahönnuða þar sem Sif Jakobs sýndi skartið sitt ásamt heimsþekktum hönnunarhúsum á borð við Shambala Jewels og Georg Jensen.

Frá skart viðburðinum –

Beðið eftir Veronica B Vallenes sýningunni –

Hvað fannst þér standa upp úr?
Designer Remix sýningin sem var haldin í Den Blå Planet, á bak við runway-ið var gríðarstórt fiskabúr með hákörlum, skötum og fiskum, ég hef sjaldan séð jafn flott settup. Baum und Pferdgarten var einnig einn af hápunktunum að okkar mati en við söknuðum einnig hönnuðanna sem völdu að sleppa sýningunum í ár, þar á meðal Stine Goya og Malene Birger.
Þó að það hafi verið mjög gaman þá hefur Copenhagen Fashion Week oft verið meira spennandi en tískuvikan var í þetta sinn.

Designer Remix –

Baum und Pferdgarten –

Mest áberandi trend á pöllunum?
Munstur, alhvítur klæðnaður, matching sett og sportlegur klæðnaður verður áfram vinsæll en einnig vel sniðnar skyrtur og laus snið, létt efni, leður og áferðir. Það var í raun ekkert eitt sem var meira áberandi en annað og kannski ekki svo mikið nýtt að sjá heldur þó að það hafi verið fullt af fallegum flíkum og línum.

Veronica B Vallenes –

Aftur að ári?
Já ekki spurning. Mér finnst ótrúlega mikilvægt að mæta á tískuvikur til þess að fá innblástur, upplifa stemninguna og halda góðu sambandi við aðra í bransanum.


Takk fyrir spjallið Jóhanna !

 

xx,-EG-.

Nude: The Bloggers Issue

MAGAZINE

Nýtt og ferskt Nude er komið út en að þessu sinni er blaðið tileiknað bloggum. Spennandi!

Forsíðuna prýðir nafna mín og fyrirsætan, Elísabet Guðmundsdóttir sem að virðist vera með hlutina á hreinu. ;)

Í tölublaðinu er margt áhugavert í boðinu þó að ég hafi að sjálfsögðu viljað sjá meira um Trendnet vegna efnisins sem að blaðið er tileiknað að þessu sinni.
Fullt skemmtilegt engu að síður: HÉR

xx,-EG-.

Leyndarmál Makeup Artistans

EyelinermakeupMakeup TipsMitt MakeupShiseidoVarir

Þið ættuð nú flestar að kannast við það að það að setja hvítan eyeliner í vatnslínu augnanna stækkar þau og gerir augnhvítuna hreinni og hvítari en ég er hrifnari af því að setja nude eyeliner í línuna svona dags daglega. Það er ekki jafn áberandi og að setja hvítan liner því húðin í línunni er jú svona nude lituð en ekki skjannahvít. Oft verðum við þrútnar í augunum og þá verður vatnslínan rauð – eiginlega eins og hún sé bólgin en með þessu ráði hverfur það um hæl. Passið bara að vera með góðan eyeliner sem gefur frá sér þéttan lit svo þið þurfið ekki að „maka“ litnum fram og tilbaka eftir línunni. Ég nota eyeliner frá Shiseido hann heitir Corrector Pencil og ég nota ljósasta litinn.

Hér er mynd af mér án litsins í línunni…

og hér er mynd af mér með litinn í línunni – persónulega finnst mér þetta muna helling!

Þetta er samt ekki eina trixið sem ég nota nude linerinn í heldur nota ég hann líka til að móta varirnar fullkomlega þegar ég er með varalit – ég notaði t.d. þennan sama liner á öllum jólavaralitamyndunum mínum. Þá set ég hann í kringum varirnar eftir að ég bar varablýantinn á sem var sá sami undir öllum varalitum – ljósbrúnn varalitablýantur frá Shiseido, hann er fullkominn mæli með honum – og svo rammaði ég varirnar inn með nude litnum og bar loks varalitinn á varirnar. Með þessu blæðir varaliturinn ekki útfyrir varirnar svo þær eru alltaf fullkomnar!Fullkomnar jólavarir sem ganga líka í sumar – sjáið meira HÉR

Ég luma svo auðvitað á fullt af fleiri trixum sem ég lofa að deila með ykkur;)

EH

Sumarið Yljar í Haustveðrinu

makeup

Í dag er það ekki bara koffínlausi kaffibollinn sem yljar mér heldur ákvað ég að renna betur yfir makeup myndirnar frá fjóru stóru tískuvikunum og skoða betur hvað það er sem verður áberandi í makeup tískunni næsta sumar. Ég ákvað að byrja á lúkkunum sem eru kannski ekki alltof framandi fyrir okkur þessa stundina – geymum litadýrðina þangað til seinna:)Nude lúkkið er alltaf það sem er mest áberandi á sumarsýningunum, það er líka basic og kannski selur það betur því það dregur ekki athyglina frá fötunum og konur sem eru vanar að mála sig dags daglega svona náttúrulega eiga auðveldara með að sjá sig fyrir sér í fötunum. Það sem mér finnst líka áhugavert er að oft eru það sömu merki ár eftir ár sem vilja nude lúkkið og hvort sem það er við sumarlínur eða vetrarlínur. Þó svo að fyrirsæturnar virðist vera lítið sem ekkert málaðar þá er oft tímafrekt að ná hinu fullkomna nude lúkki því það krefst mikillar nákvæmni – það er ekki hægt að fela sig á bakvið neitt – andlitið verður að vera eins og hvítur strigi – það má ekki vera neitt sem stelur athygli.

Hvað þarftu til að ná þessu lúkki:

  • Góðan farða – ég myndi mæla með fljótandi farða eins og BB krem.
  • Hyljara – í ljósum lit, helst einum tóni dekkri en húðin þín er til að gefa húðinni aukinn ljóma og draga úr þreytumerkjum.
  • Highlighter – til að gefa húðinni ferskan glans án þess að hún virðist sveitt.
  • Glæran/brúnan maskara – eins og þið sjáið þá sjást augnhárin varla. Að vera með svartan maskara getur stundum verið of mikið svo ég segji glær fyrir þær með ljósu aunghárin og brúnn fyrir þær sem eru með dökk fyrir.
  • Léttur kinnalitur – bara til að gefa smá frískleika, t.d. bara ljósbleikan.

Dramatísk augu sáust svona inná milli á tískupöllunum en svona dökk augu eru óalgeng þegar verið er að sýna sumarlínurnar en það kemur þó fyrir þegar það er verið að sýna línur sem eru með dramatískum fíling – það eina sem kom mér á óvart kannski var Chanel makeupið sem mér fannst bara alveg útúr kú miðað við fötin og stemminguna á sýningunni sjálfri. Þetta lúkk hentar að sjálfsögðu mun betur sem kvöldförðun – Gucci makeupið er í sérstaklega miklu uppáhaldi hjá mér, ég bara elska þykk augnhár en eins og þið takið kannski eftir ef þið rýnið vel í myndina þá er hún með gerviaugnhár bæði uppi og niðri!

Hvað þarftu til að ná þessu lúkki:

  • Mjúkan svartan eyeliner blýant sem er auðvelt að dreifa úr. Getur líka verið sniðugt að nota svartan gel eyeliner.
  • Silfraðan augnskuga – ég myndi þá byrja á því að grunna augnlokið með svarta eyelinernum setja skuggann svo yfir og síðan aftur flotta eyeliner línu þar yfir.
  • Góðan þykkingarmaskara – munið að ef þið ætlið að setja fleiri en eina umferð af maskara að ekki láta maskarann þorna á augnhárunum á millu umferða þá getur maskarinn farið að klumpast of mikið.
  • Gerviaugnhár ef þið eruð game í þannig;)

More to come – eruð þið ekki komnar í smá sumarstuð eftir þetta bara – kannski samt einum of snemmt;)

EH