fbpx

CPH SS14: Jóhanna Björg Christensen

FASHION WEEK

Jóhanna Björg Christensen ritstýra NudeMagazine heimsækir reglulega tískuvikuna í Kaupmannahöfn. Hún lét sig ekki vanta í þetta skiptið og sat við hverja sýninguna af fætur annarri. Ég fékk að heyra hennar upplifun af verunni, hvað stóð upp úr og við hverju við megum búast frá dönunum næsta sumar.
_

Hvaða sýningar heimsóttir þú?
Við fórum á held ég 17 sýningar. Svo sóttum við einnig töluvert af viðburðum td. glæsilegan viðburð á vegum danskra skartgripahönnuða þar sem Sif Jakobs sýndi skartið sitt ásamt heimsþekktum hönnunarhúsum á borð við Shambala Jewels og Georg Jensen.

Frá skart viðburðinum –

Beðið eftir Veronica B Vallenes sýningunni –

Hvað fannst þér standa upp úr?
Designer Remix sýningin sem var haldin í Den Blå Planet, á bak við runway-ið var gríðarstórt fiskabúr með hákörlum, skötum og fiskum, ég hef sjaldan séð jafn flott settup. Baum und Pferdgarten var einnig einn af hápunktunum að okkar mati en við söknuðum einnig hönnuðanna sem völdu að sleppa sýningunum í ár, þar á meðal Stine Goya og Malene Birger.
Þó að það hafi verið mjög gaman þá hefur Copenhagen Fashion Week oft verið meira spennandi en tískuvikan var í þetta sinn.

Designer Remix –

Baum und Pferdgarten –

Mest áberandi trend á pöllunum?
Munstur, alhvítur klæðnaður, matching sett og sportlegur klæðnaður verður áfram vinsæll en einnig vel sniðnar skyrtur og laus snið, létt efni, leður og áferðir. Það var í raun ekkert eitt sem var meira áberandi en annað og kannski ekki svo mikið nýtt að sjá heldur þó að það hafi verið fullt af fallegum flíkum og línum.

Veronica B Vallenes –

Aftur að ári?
Já ekki spurning. Mér finnst ótrúlega mikilvægt að mæta á tískuvikur til þess að fá innblástur, upplifa stemninguna og halda góðu sambandi við aðra í bransanum.


Takk fyrir spjallið Jóhanna !

 

xx,-EG-.

XO

Skrifa Innlegg