Það komið sumar hjá mér þrátt fyrir mjög leiðinlegt og grátt veður í dag. Ég var að fatta það í gær að það er komið eitt ár síðan að ég byrjaði að blogga hérna á Trendnet! Vá hvað tíminn líður hratt.. mér finnst ég alltaf nýbyrjuð haha. Vonandi er ykkur búið að finnast gaman að fylgjast með mér síðast liðið ár og hlakka til komandi tíma xx
Yfir í annað en ég var að enduruppgötva einn varalit sem er fullkomin fyrir sumarið að mínu mati. Þetta er Vivid Matte Liquid frá Maybelline og er ferskjulitaður nude. Mér finnst ferskjulitaður einstaklega fallegur litur fyrir sumarið og þá sérstaklega þegar maður er kannski komin með smá lit. Formúlan er mött án þess að þurkka varirnar. Ég eignaðist hann líklegast fyrir ári og var alveg búin að steingleyma honum.
*Færslan er ekki kostuð
Þessi litur heitir Nude Thrill
Það voru líka að koma nýir varalitir frá Maybelline sem ég er spennt að prófa!
Stutt færsla í dag en takk fyrir að lesa, ég vildi líka minna á að ég er mjög virk á instagram þessa dagana og er oft að sýna eitthvað skemmtilegt þar xx Þið finnið mig undir nafninu @gudrunsortveit.
Instagram: gudrunsortveit Snapchat: gsortveitmakeup
Skrifa Innlegg