Á ÓSKALISTANUM: VB X ESTÉE LAUDER

ÓSKALISTISNYRTIVÖRUR

VB X ESTÉE LAUDER

Mig dreymir um þessa fallegu línu.. en þetta er snyrtivörulína sem Estée Lauder gerði í samstarfi við Victoriu Beckham. Ég er ekki búin að geta hætt að hugsa um snyrtivörurnar úr þessari fallegu línu en Victoria hefur áður komið út með línu í samstarfi við Estée Lauder en ég er miklu spenntari fyrir þessari. Mér finnst allar vörurnar útpældar og margar af þeim sem ég hef ekki séð áður eða klassískar vörur sem hún er búin að gera að sínu. Þessi lína kemur einungis í takmörkuðu magni og hugsa ég að hún komi ekki til Íslands.. en ef hún kemur þá læt ég ykkur strax vita!

Í fyrsta lagi er þessi lína gullfalleg, pakkningarnar og vöruúrvalið. Mér finnst einstaklega gaman að sjá hvað Victoria lagði mikla vinnu í þessa línu, allar vörurnar eru útpældar og litaúrvalið skemmtilegt. Hún segist hafa viljað ögra sjálfum sér og örðum með litavalinu. Hún er sjálf mikið fyrir “nude” tóna liti en núna vildi hún breyta til. Hún valdi til dæmis ekki þessa klassísku hlýju tóna einsog er svo mikið núna heldur bláan og gráan.

Mig langaði að sýna ykkur nokkrar vörur sem eru efst á óskalistanum mínum úr þessari línu..

BRONZER IN SAFFRON SUN

Þetta er matt sólarpúður sem gefur fallegan hlýjan lit yfir andlitið og eru pakkningarnar gullfallegar. Þetta er örugglega frábært þegar maður er að ferðast því það er stór spegill og hægt að nota þetta líka sem augnskugga.

EYE KAJAL IN BLACK SAFFRON/VANILLE

Þetta er vara sem mér finnst að allir ættu að eiga en þetta er augnblýantur með svörtum blýanti einum megin og ljósum hinum megin. Þetta er mjög kremaður blýantur sem blandast auðveldlega en helst vel á augunum.

AURA GLOSS

Mér finnst þetta mjög áhugaverð vara en er eflaust ekki fyrir alla en þetta er gloss sem hægt er að nota allsstaðar á andlitið. Til dæmis á augnlokin, varirnar eða kinnbeinin og eflaust hægt að leika sér endalaust með þessa vöru.

EYE FOIL IN BLONDE GOLD

Þetta er krem augnskuggi með metal áferð sem auðvelt er að blanda út en þornar síðan og helst á augnlokunum. Ég er búin að heyra einstaklega góða hluti um þessa vöru og hún virðist vera ótrúlega falleg.

EYE MATTE DUO IN BLEU ÉLECTRIQUE/NUDE

Þetta er alls ekki eitthver palletta sem ég myndi yfirleitt vera mjög spennt fyrir en það er eitthvað við þessa liti. Ég á ekkert sem er í líkingu við þessa pallettu og eru margar skemmtilegar farðanir sem mig dettur í hug að gera með henni.

EYE METALS EYESHADOW IN BLONDE GOLD

Þetta er augnskuggi sem er með metal áferð og gæti ég hugsað mér að hann yrði flottur í innri augnkrók eða yfir allt augnlokið. Síðan yrði þetta ótrúlega fallegt í snyrtibuddunni eða á snyrtiborðinu.

MATTE LIPSTICK IN VICTORIA

Þessi varalitur á að vera frekar kaldur og ekki of rauður né of gulur heldur hin fullkomni “nude” litur. Það þarf ekki mikið meira til þess að selja mér þennan en ég elska að prófa nýja “nude” varaliti.

LIP PENCIL

Það sama gildir um þennan varablýant en hann á að vera mjúkur á vörunum og er hinn fullkomni “nude” varablýantur.

MORNING AURA ILLUMINATING CREME

Rakakrem og primer saman í einu en þetta á að gefa fallegan ljóma. Þið vitið vonandi nú þegar að ég elska allt sem er ljómandi eða gerir húðina mína ljómandi þannig þetta er efst á lista.

 

Ég sá þetta myndband á instagraminu hjá Victoriu og finnst það mjög skemmtilegt, sýnir hvernig henni finnst best að nota vörurnar sínar..

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

Varir sem krefjast athygli!

Ég Mæli MeðEstée LauderNýjungar í SnyrtivöruheiminumVarir

Vörunar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Hjálpi mér! það er nú meiri framförin og nútímavæðingin sem hefur orðið innan merksins Estée Lauder. Merkið er auðvitað eitt það allra stærsta á markaðnum en fyrirtækið á mörg af vinsælustu snyrtivörumerkjum í heiminum í dag. Mögulega hefur því Estée Lauder sjálft stundum orðið útundan en ekki lengur því undanfarið hafa verið að koma nýjungar sem ég tek andköf yfir og fæ bara hreinlega gæsahúð þegar ég skoða – nýju Pure Color Envy Liquid Lip Potion eru þar engin undantekning.

Ég leyfði snapchat fylgjendum mínum að fylgjast með þegar ég skoðaði glossin í fyrsta sinn, ég prófaði alla litina á handabakinu og fékk valkvíða yfir því hvaða liti ég ætti að velja mér. Þeir eru nefninlega allir ótrúlega fallegir og nú þegar þeir eru komnir í verslanir þarf ég að kaupa mér fleiri liti til að eiga. En ég fékk að velja mér tvö gloss og litirnir eru alls ekki litir sem ættu að koma neinum á óvart að ég hafi valið fyrir mig… ;)

COZ9Q9kWEAA7jOi

Glossin eru alveg í takt við nýjustu trend í förðunarheiminum, sterk og áberandi, auðvelt að bera á og krefjast athygli. Pigmentin í þeim eru nánast alveg hrein og ég bara get ekki nægilega lýst því með orðum hve hrifin ég varð þegar ég sá þau fyrst. Umbúðirnar eru klassískar Estée Lauder umbúðir með smá twisti en litur glossanna sjást í gegnum þær. Burstinn er sveigður og hannaður svo hann þekji alla vörina í einni stroku. Það sem ég kann líka vel að meta með burstann er hve mikil formúla safnast í burstanum – alveg passlega mikil svo maður fær alveg jafnan og góðan lit. Það yrði auðvitað enn auðveldara að bera glossinn á yfir varablýant sem ég gerði reyndar ekki í þetta sinn en ég þarf líka að prófa það von bráðar.

purecolorgloss4

Bitter Sweet nr. 130

Ég féll fyrir þónokkrum svona brúntóna litum en þessi dökki burgundy litur heillaði mig þó mest þegar upp var staðið. Fallegur og elegant litur sem færir kvenlegt yfirbragð yfir þessa dökku smokey förðun sem ég er með hér.

purecolorgloss2

Savage Garden nr. 440

Ég er smá súr yfir því hvað myndirnar tókust illa af þessum fjólubláa en þið sjáið alla vega hve tryllingslega fjólublár hann er og þennan lit valdi ég strax. Það kom aldrei neinn annar til greina í fyrsta val. Þetta er litur sem öskrar nafn mitt en þið vitið bara hve mikið ég elska fjólubláar varir!!

Lip Potion glossin hafa fengið mjög góðar viðtökur útí heimi og frábæra dóma þar sem ég hef lesið alla vega. Mæli með að þið kíkið í næsta Estée Lauder stand því þessi munu koma ykkur á óvart eins og þau komu mér á óvart – ég lofa!

EH

Andlit Estée Lauder

Estée LauderFræga FólkiðmakeupMakeup Tips

Ein af heimsins frægustu fyrirsætum, konum já og hluti af afkvæmum einnar frægustu fjölskyldu Hollywood – Kendall Jenner er andlit Estée Lauder. Mér fannst algjörlega ómissandi að segja ykkur aðeins betur frá þessari dömu sem hefur verið andlit merkisins síðan í byrjun þessa árs og nú þegar setið fyrir í þónokkrum herferðum fyrir merkið eins og fyrir Little Black Primer og Courréges línuna. Kendall er að mínu mati ferskur blær fyrir merkið og frábært val af þeirra hálfu til að kynna það fyrir yngri kynslóðum því það er svo sannarlega glæsilegt og með stórmerkilega sögu. Merkið sjálft var stofnað árið 1946 og er eitt það stærsta í heiminum í dag og á þónokkuð mörg fræg dótturmerki – eiginlega bara mjög fræg!

Merkið var stofnað af stórmerkilegri konu að nafni Estée Lauder sem hlaut fjömörg verðlaun á ævinni sinni fyrir árangur í viðskiptaheiminum og sannarlega kona sem ég lít upp til þegar kemur að árangri og metnaði.

Estée-Lauder

En að Kendall Jenner sem þið þekkið eflaust flestar sem eina af meðlimum Kardashian/Jenner fjölskyldunnar. Fyrirsætan er vel þekkt í heimi tískunnar og hefur gengið í sýningum fyrir mörg af þekktustu tískumerkjum heims eins og t.d. Chanel.

Ein af allra fyrstu herferðum dömunnar var fyrir Little Black Primer maskarann og í tilefni þess birtist örstutt og forvitnilegt viðtal við dömuna þar sem hún svaraði nokkrum spurningum um merkið, maskarana og að sjálfsögðu það hvernig hún farðar sig. Mig langaði að þýða það fyrir ykkur og deila með ykkur eflaust margar sem eru forvitnar um venjur þessara flottu skvísu!

Afhverju er Little Black Primer ómissandi vara og hvernig notar þú hann?

Ég hef alltaf viljað vekja mikla athygli á augnhárunum mínum svo þetta er vara sem mér finnst mjög gaman að nota. Oftast þá vel ég það nú að vera með mjög mikil og áberandi aunghár, en það kemur fyrir að ég vil ekki vera með mikið máluð, þá vil ég bara náttúrulega förðun með smá skerpingu. Þá finnst mér varan flott til að nota bara til að lita létt hárin mín og skerpa á útliti þeirra og samt virðist ég ekki vera mikið máluð.

Af öllum ólíku týpunum af möskurum sem eru til – lengingar, þykkingar, lyftingar maskarar – hvern af þessum velur þú og afhverju.

Ég vel þykkingar – augnhárin mín eru frekar löng en stundum vil ég þykkja þau meira. Ég elska Sumptuous Esxtrene Multiplying Volume Mascara. Þegar ég var í 6. bekk fór ég í gegnum tímabil þar sem ég notaði alltaf bjarta, bláan maskara og eyeliner í stíl. Þá var það algjörlega málið en nú vel ég bara svartan, svona oftast alla vega.

Hvernig er þín daglega förðun?

Það fer mikið eftir því í hverju ég er. Ef ég vil vera með áberandi augu þá eru varirnar mínar hlutlausar – ef ég er með bjartan varalit þá er ég ekki mikið máluð um augun.

Þegar það kemur að daglegri förðuninni minni þá reyni ég að halda henni einfaldri. Ég nota farða, sólarpúður, kinnalit og maskara. Ég elska einfaldar og flótlegar leiðir til að breyta lúkkinu mínu, eins og að setja smá eyeliner í kringum augun og dreifa vel úr honum – svo er ég mjög mikið með eyeliner með spíss.

Hver er þín fyrirmynd þegar kemur að fegurð og förðun?

Ég á nokkrar, Angelina Jolie, því hún er svo svakalega falleg. Ég er líka svakalega hrifin af stílnum hennar Rosie Huntington-Whiteley – hún er alltaf svo svakalega flott.

74385

Þar hafið þið það – Kendall Jenner fyrir Estée Lauder. Þetta er síðasta færslan í bili í þemaviku Estée Lauder – ég vona að þið hafið haft gaman af og endilega ef þið viljið stinga uppá því hvaða merki ég ætti að taka fyrir í næstu þemaviku megið þið endilega senda inn ykkar atkvæði hér í athugasemd!

Annars vona ég að ég hafi kannski aðeins náð að draga ykkur inní heillandi heim Estée Lauder – ég náði samt ekki einu sinni að skrifa allar færslurnar sem mig langaði að skrifa svo mögulega eða bara mjög líklega verður meira Estée Lauder á næstu vikum hér á síðunni… ;)

Að lokum langar mig að minna ykkur á snapchat rásina mína þar leyfi ég þeim sem fylgjast með því sem gerist á bakvið tjöldin, sýni farðanirnar sem birtast á blogginu um leið og ég er að gera þær og gef ykkur svona smá innsýn í mitt daglega líf. Addið mér endilega – ernahrundrfj

EH

Vörurna sem ég skrifa um hér hef ég annað hvort keypt eða fengið sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. Engin greiðsla er þegin frá Estée Lauder fyrir þemavikuna – mín eigin hugmynd og framkvæmd :)

Ein palletta – tvær farðanir

Ég Mæli MeðEstée LaudermakeupMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minniSS15

Áfram höldum við með Estée Lauder gleðina! Nú langar mig að sýna ykkur enn betur farðanir sem ég gerði með pallettunni úr sumarlínu merkisins Bronze Goddess sem er nú fáanleg á sölustöðum merkisins hér á landi.

Pallettan er ofboðslega falleg og það er sumarlegur fílingur yfir henni allri, litunum, áferðinni og ekki síður pakkningunum…

bronspalletta5

Eins og þið sjáið hér fyrir neðan eru 8 mismunandi litir í pallettunni, það er smá ólík áferð á milli fyrstu fimm skugganna og seinni þriggja en þeir síðustu finnst mér með ennþá sterkari litapigmentum en þeir fyrri og þið sjáið það sérstaklega vel á milli farðananna sem ég gerði því ég gerði einmitt eina með brúntóna litunum og aðra með sterkari litunum.

bronspalletta13

Mér finnst þessi palletta alveg tryllingslega flott en ég eins og eflaust margar aðrar konur er alveg sjúk í pallettur í augnablikunu og hef alveg sérstaklega mikinn áhuga á að safna mér nokkrum góðum. Það er bara svo gott að vera nokkrar sterkar og flottar augnskuggapallettur í mínu starfi því það er svo þægilegt að ferðast með svona gripi – svo auðvelt að pakka þeim og stafla bara saman :)

bronspalletta3

Ég heillaðist fyrst og fremst af bleiktóna litnum í miðjunni, mér finnst hann ennþá alveg sá flottasti í pallettunni. Ég ákvað að gera bara svona ekta bananaskyggingu og nota þennan bleika dáldið svona sem aðalnúmerið.

bronspalletta12

Ég nota í raun alla skuggana og bara í röð – sá dekksti er innstur, svo kemur sá næsti, svo fer næst ljósasti yfir allt augnlokið, sá ljósasti er highlighter í innri augnkrók og fyrir neðan augabrúnina og loks fer sá bleiki á mitt augað og er notaður til að blanda öllum saman. Ég ákvað svo að nota þann allra dekksta í pallettunni þennan sem er alveg lengst til hægri til að ramma inn augun í staðin fyrir að nota eyeliner.

bronspalletta9

Mér finnst þetta persónulega mjög áferðafalleg og hlý förðun og hún fer mér svakalega vel – sry en ég er svo hrifin af því að vera með svona brúntóna smokey um augun!

Svo er núna komið að ýktari litunum og hér er kannski meiri kvöldförðun því förðunin hér að ofan myndi sannarlega virka líka bara dags daglega fyrir þær sem hafa gaman að setja upp flotta augnskugga á daginn.

bronspalletta2

Förðunin er mjög einföld og fljótleg í framkvæmd en ég byrja á því að taka dekksta litinn og ramma augnlokið sjálft inn, ég set hann sitthvorum megin við mitt augnlokið og dreifi svo vel úr litnum. Þegar blöndunin og áferðin er jöfn set ég græntónalitinn í miðjuna og blanda litunum saman. Svo tek ég aftur græna litinn og set hann meðfram neðri augnhárunum og blanda öllu vel og vandlega saman og mýki áferð litanna.

bronspalletta7

Loks tek ég svo gula augnskuggann sem kom mér alveg svakalega skemmtilega á óvart, þessi er alveg sjúklega flottur til að gefa augunum ljóma og ég notaði hann miklu meira en ég var eiginlega búin að plana. Ég setti hann í innri augnkrókinn og dreifði líka bara úr honum yfir mitt augnlokið.

bronspalletta6

Mér finnst þessir tónar alveg æðislegir og komu miklu betur út en ég átti von á. Litirnir blandast svo ótrúlega fallega saman og þetta var bara ekkert mál þó ég segi sjálf frá. Nú þarf ég bara að ná mér í aðeins meiri lit á húðina og þá verða þeir ennþá fallegri á sólkysstri húðinni minni. Reyndar er planið að bera á sig St. Tropez olíunni núna um helgina og ég held barasta að ég kýli á það – það er ótrúlegt hvað fallegur litur á húðinni getur gert mikið fyrir mann. Leyfi ykkur að sjálfsögðu að fylgjast með útkomunni ;)

bronspalletta

Hér fyrir ofan eru svo aukavörurnar tvær sem fullkoma lúkkið en það er þykkingarmaskarinn Sumptuous Extreme Lash Multiplying Volume Mascara – bara algjörglega klassískur maskari sem er svartur og þekur vel – þið þekkið mig ég set bara eina umferð af maskara og breytti ekki til í þessum lúkkum. Svo gef ég húðinni undir augunum meiri ljóma með hjálp Brush on Glow BB ljómapennans og set líka svona aðeins undir augabrúnina bara til að mýkja áferð augnskugganna enn frekar.

Tvö mjög ólík lúkk sem þið getið gert með pallettunni – þetta eru svona kannski frekar augljós lúkk að gera en það er samt gaman að nota svo litina á ólíkan hátt og nota þá sterkari hægra megin staka og með þá ljósari litunum vinstra megin í alls kyns skemmtileg lúkk!

EH

Vörurna sem ég skrifa um hér hef ég annað hvort keypt eða fengið sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. Engin greiðsla er þegin frá Estée Lauder fyrir þemavikuna – mín eigin hugmynd og framkvæmd :)

Uppáhalds 5 frá Estée Lauder

Ég Mæli MeðEstée LauderLífið MittMakeup Artist

Svona af því þessi vika snýst um Estée Lauder þá finnst mér ómissandi að segja ykkur frá þeim vörum sem eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér frá merkinu. Eftir mikla umhugsun – af því það var bara svo erfitt að velja á milli allra flottu varanna þá hef ég náð að þrengja listann niður í 5 vörur sem mér finnst allar alveg frábærar, bæði þegar kemur að virkni, notagildi og útkomu.

Hér sjáið þið vörurnar en ég segi svo aðeins betur frá hverri og einni hér fyrir neðan, langflestar af þessum vörum hafið þið séð áður á síðunni hjá mér svo þær ættu kannski ekki að vera ykkur ókunnar.

topp5estée

1. Double Wear Stay-In-Place Brow Lift Duo: Þessi tvöfaldi augabrúnablýantur er mjög skemmtilegur í notkun og ég heillaðist við fyrstu notkun en ég gerði einmitt sýnikennslu með honum hér á síðunni fyrst þegar hann kom í sölu. Blýanturinn er tvöfaldur, öðrum megin er litur og hinum megin er highlighter. Ég byrja á því að móta augabrúnina og fylla inní hana með litnum og nota svo ljómann til að ramma augabrúnirnar inn að lokum. Kosturinn við vöruna er að þetta er skrúfblýantur það þarf ekki að ydda hann. Mér finnst líka áferðin frá litnum mjög náttúruleg, hún er vaxkennd sem mér þykir alltaf betra þegar kemur að augabrúnum því áferðin frá þannig litum líkist meira áferð okkar augabrúna.

2. Little Black Primer: Viljandi var ég aðeins búin að geyma að segja ykkur frá þessum, mig langaði svo að gera það í þemavikunni. En þetta er ein fyrsta varan sem Kendall Jenner auglýsti sem andlit merkisins. Hugsunin á bakvið vöruna er að hann sé eins og jafn ómissandi í snyrtibudduna og litli svarti kjóllinn er í fataskápnum. Þetta er í raun fallegur svartur augnháraprimer sem mótar augnhárin fallega, lyftir þeim upp og nær að þekja þau alveg með formúlu áður en þið setjið maskarann á. Þarf sem burstinn er svakalega lítill þá kemst hann allt, hann er kannski ekki að ýkja augnhárin neitt svakalega en fyrir ykkur sem eruð með ljós augnhár og viljið ná að þekja augnhárin alveg, þ.e. að það sé engin ljós lína alveg við rót augnaháranna sem er algengt þá getið þið komið í veg fyrir það með því að nota þennan fyrst. Greiðan er sveigð svo hún lyftir augnhárunum upp fá augunum svo umgjörð þeirra verður fallegri. Svo notið þið bara þann maskara sem þið viljið yfir til að klára að gera augnhárin tilbúin.

3. Advanced Night Repair Serum fyrir andlit og augu: Þetta eru vörurnar sem eru einhverjar þær allra vinsælustu hjá merkinu um allan heim. Serumið fyrir andlitið hefur verið eitt það vinsælasta um allan heim frá því það kom fyrst á markaðinn og svo kom sérstakt serum fyrir augnsvæðið. Ég sagði ykkur að nú einkenndist snyrtibuddan mín af Estée Lauder vörum og þessa tvennu nota ég nú á hverju kvöldi. Báðar vörurnar eru mjög næringarmiklar og það er gott að nota virkar og drjúgar vörur fyrir húðina á kvöldin þar sem húðin nær svo vel að vinna úr efnum í snyrtivörum þegar við erum í slökun. Hér er um að ræða vörur sem næra húðina, taka á einkennum öldrunar svo sem rakatapi, línum og minnkun á teygjanleika hennar.

4. Enlighten EE Cream: Þetta er ein af mínum allra uppáhalds kremum þessa dagana, ég er alveg að verða búin með það sem gerði það að verkum að ég fór aðeins að slaka á notkuninni því ég týmdi ekki að nota það og eiga það bara ekki til. EE kremið er hugsað til að gefa húðinni meiir ljóma, það er með léttum og náttúrulegum lit sem gefur húðinni fallega og bjarta áferð. Það er fullkomið í alla staði og vara sem ég mæli eindregið með, það er gott SPF í kreminu og ég nota það mikið bara eitt og sér. Í gær og í dag var ég bara með þetta á húðinni ekkert annað og mér líður svo vel með það. Mér finnst það fullkomna áferð húðarinnar minnar án þess að draga of mikið úr persónueinkennum andlitsins.

5. Bronze Goddess eau de Fraiche skincent: Sumarilmurinn frá Estée Lauder er eins og sumar í flösku! Þetta er ilmur sem kemur út í nýrri útgáfu áf hverju ári. Hann einkennist alltaf af kókos og vanillu eða það eru tónarnir sem ég finn alltaf fyrst sjálf en í útgáfu ársins í ár eru sítrustónar í toppnum sem fríska dáldið uppá ilminn sjálfan og ég kann mjög vel að meta þessa blöndu.

Mig langaði samt að sýna ykkur litla svarta primerinn aðeins betur, því hann kom mér alveg á óvart. Ég hef sjálf bara notað hann einan og sér til að gefa augnhárunum bara smá dekkri lit og gefa augunum náttúrulega umgjörð.

Hér fyrir neðan sjáið þið hvað ein umferð af þessum primer getur gert…

littleblackprimer

Mér þykja þau bara náttúruleg og glæsileg og þið þekkið mig ég elska allt sem er náttúrulegt og þægilegt og tekur enga stund!

Mínar 5 uppáhalds frá Estée Lauder – ég hefði getað gert miklu lengri lista en þetta er svona best of the best að mínu mati alla vega og þær vörur sem ég hvet ykkur eindregið til að skoða. Ég gæti ekki samt valið einhverja eina af þessum sem mér finnst standa framar einhverjum af þeim þær eru allar jafn ómissandi í minni snyrtibuddu.

EH

Vörurna sem ég skrifa um hér hef ég annað hvort keypt eða fengið sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. Engin greiðsla er þegin frá Estée Lauder fyrir þemavikuna – mín eigin hugmynd og framkvæmd :)

Bronze Goddess

AuguÉg Mæli MeðEstée LauderNýjungar í SnyrtivöruheiminumSS15

Sumarlínan frá Estée Lauder er sannarlega glæsileg í ár og þegar ég skoða vörurnar þá þrái ég aðeins heitara loftslag, sól, sand og fallega gyllta húð…!

Línan er einföld og klassísk en Bronze Goddess er með þekktari vörumerkjum innan Estée Lauder og aðdáendur merkisins bíða línunnar með mikilli eftirvæntingu á hverju ári. Ég hef ekkert mikið þekkt til hennar sjálf, kynntist línunni fyrst í fyrra en ég er algjörlega húkkt á ilminum sem ber sama nafn. Hér á Íslandi er ilmurinn sérstaklega vinsæll og nú þegar virðist sá nýji hafa slegið í gegn því hann er að seljast mjög hratt úr verslunum og trúið mér þessum viljið þið ekki missa af mér finnst hann samanstanda af öllum þeim tónum sem minna mig á sumarið.

En förðunarvörurnar í línunni eiga það allt sameiginlegt að tóna mjög fallega saman við sólkyssta húð og gefa húðinni fallegan ljóma hvort sem það er á húð, augum eða vörum – já eða líkama. Ég tók saman nokkrar myndir af vörum línunnar í ár til að gefa ykkur smá þef af því sem er fáanlegt í Bronze Goddess línunni.

Ég viðurkenni það fúslega að augun mín laðast samstundis að augnskuggapallettunni sem ég var einmitt svo heppin að fá sýnishorn af. Ég er nú þegar búin að gera tvær augnfarðanir með pallettunni sem þið sem fylgist með ernahrundrfj á snapchat hafið vonandi séð hjá mér um daginn. Pallettan býður uppá helling af möguleikum en tvær farðanir liggja augum uppi alla vega sá ég þessar tvær farðanir fyrir mér um leið og ég sá pallettuna.

bronzepalletta

Hér er förðunin sem ég gerði með neutral litunum í pallettunni…

bronzepalletta3

Hér er svo augnförðunin sem ég gerði með glæsilegu litutunum sem eru hægra megin í pallettunni, þessi finnst mér æði – hin er auðvitað alveg svakalega klassísk.

bronzepalletta2

Farðanirnar ætla ég að sýna ykkur betur seinna í vikunni og segja ykkur betur frá því hvernig ég gerði.

Ég þarf svo kannski ekki að taka það fram en að sjálfsögðu þá eru vörurnar eingöngu fáanlegar í takmörkuðu upplagi og þegar þær klárast þá eru þær búnar – svo ekki vera seinar og eiga á hættu að missa af þeim ef þið girnist þær. Ég er alla vega mjög sátt með augnskuggapallettuna ég hef ekki náð að skoða hinar vörurnar úr línunni nógu vel en annars líst mér mjög vel á sólarpúðrið það virðist vera alveg svakalega áferðafallegt – en að förðunarvörunum ólöstuðum er ilmurinn ómissandi!

Hlakka til að gera eitthvað meira skemmtilegt Estée á morgun***

EH

Vörurna sem ég skrifa um hér  fékk ég senda sem sýnishorn, þ.e. pallettuna. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. Engin greiðsla er þegin frá Estée Lauder fyrir þemavikuna – mín eigin hugmynd og framkvæmd :)

Bjútítips: Sólarskysst húð með dökkum farða!

Estée LauderHúðMakeup ArtistMakeup TipsSS15

Ég veit það er algjörlega óskrifuð regla sem á ekki einu sinni að þurfa að segja upphátt með að maður eigi aldrei að nota of dökkan farða ekki einu sinni til að dekkja húðina aðeins… Ég hef alltaf hunsað aftari helming þessarar reglu enda er eina reglan sem mér finnst að konur eigi að fara eftir – að það séu engar reglur þegar kemur að förðun! Við eigum alfarið að gera það sem okkur líður best með ég sem förðunarfræðingur get eingöngu boðið uppá leiðsögn og sagt hvað mér finnst.

Mér þykir sérstaklega vænt um hvað bjúítips liðurinn hefur verið vinsæll meðal ykkar og ég legg mig þar af leiðandi bara enn meira fram við að koma með góð ráð sem geta nýst ykkur. Hann á að vera fastur liður á þriðjudögum en vegna anna undanfarið hef ég ekki náð að finna uppá neinu snilldarráði en nú er komin smá lægð í vinnutörn – loksins. Nú ætla ég að ráðleggja ykkur að nota dökka farða til að gefa húðinni sólkyssta áferð… já ég er svona skrítin ;)

En þetta virkar ég lofa því – sjáið bara muninn á mér fyrir og eftir…

bjútítipssól11

Það er þó smá sem þarf að hafa í huga þegar dekkri farði er notaður svo ég ætla að fara yfir þetta með ykkur skref fyrir skref og segja ykkur frá vörunum sem ég valdi að nota í færsluna en þær eru að sjálfsögðu frá Estée Lauder í stíl við þemavikuna sem er nú í gangi…

bjútítipssól10
Illuminating Perfecting Primer – Double Wear All-Day Glow BB SPF30 – Double Wear Brush-On Glow BB

Hér fyrir ofan sjáið þið vörurnar sem ég notaði. Þar sem ég er að fara að ráðleggja ykkur er að velja lit af farða eða stafrófskremi sem ég geri í þessu tilfelli sem er einum tóni dekkri en sá sem þið mynduð annars nota. Oft er líka bara gott að eiga tvo liti af farðanum ykkar, ljósan sem hentar ykkur yfir veturinn og svo dökkan í sama litatón sem þið getið notað til að dekkja ykkar farða á sumrin. Svo þá til að ná þessu bjútítipsi getið þið bara sett aðeins meira af dökka litnum en þið eruð vanar útí þann ljósa. Ég nota ljóma til að móta húðina með þessum dökka farða til að draga úr hættu á því að andlitið mitt verði flatt og óspennandi þess vegna byrja ég á því að setja ljómandi primerinn undir á hreina húð. Hann er léttur og gelkenndur og það dreifist mjög fallega úr honum og hann gefur húðinni náttúrúlegan ljóma.

bjútítipssól9

Hér er ég með tandurhreina húð og fallega ljósa nánast gegnsæja húðlitinn minn og primerinn. Þið sjáið auðvitað lítið sem ekkert af primernum því hann er alveg glær en hann skýn fallega í gegnum farðann í sólarljósi.

bjútítipssól7

Næst er það BB Glow kremið, sjálf nota ég lit nr. 1 en hér er ég með lit nr. 2. Það sem er þó mikilvægt að passa uppá er að velja sér réttan litatón, ég er með gulan undirtón í húðinni og vel mér því gultóna grunnförðunarvörur. Við erum nú langflestar með gulan undirtón en það er algengast að rauðhærðar konur séu með rauðan undirtón í húðinni.

bjútítipssól6

Ég nota Buffing burstann frá Real Techniques til að dreifa fullkomlega úr kreminu. Ég nota bara örlítið af kreminu og vinn það alveg svakalega vel með hringlaga hreyfingum yfir alla húðina. Af því ég er með svo dökkan grunn er jafnvel mikilvægara en áður að passa uppá að fara með kremið útá eyrun, niður eftir hálsinum (ég dekki hann svo eftir á með sólarpúðri) og útað hárlínunni. Mér finnst mér hafa tekist ágætlega til en maður getur þó alltaf gert aðeins betur… En nú er undirstaðan komin, en að sjálfsögðu er ég með mjög sólkyssta og fína húð núna í takt við freknurnar sem eru nú mættar í öllu sínu veldi en andlitið er samt frekar svona flatt ef þið skiljið mig…

Þá færum við okkur að því allra mikilvægasta og það er mótun andlitsins með ljóma til að gefa andlitinu náttúrulegri ásýnd en samt að halda í þennan sólkyssta lit.

bjútítipssól4

Þá er enn einu sinni komið að stríðsmálningunni.. Hana framkvæmi ég með BB Glow pennanum sem er svona ljómapenni sem hylur samt líka alveg ágætlega, alla vega gefur hann bara mjög náttúrulega og fína þekju sem ég kann að meta við þetta tilefni. Ég ber hann á með pennanum sjálfum á þá staði andlitsins sem standa fram, svo andlitið nái í ljómann á þau svæði húðarinnar sem myndu alltaf fanga sólarljósið fyrst. Svo hér sjáið þið hvernig ég set hann á andlitið og alltaf er ég húkkt þá þessum ljómandi þríhyrningum sem ég set undir augun sem ég sýndi ykkur ekki fyrir svo löngu síðan.

bjútítipssól3

Svo gríp ég fram blöndunarbursta sem er í öllum tilfellum Setting burstinn frá Real Techniques, það kemst bara enginn nálægt honum. Með léttum strokum og hringlaga hreyfinum þá blanda ég ljómanum og BB kremnu saman til að fá áferðafallega og náttúrulega blöndun. Það er svo auðvelt að bæta bara smá ljóma á þau svæði sem þið viljið bara svona aðeins til að móta andlitið á náttúrulea vegu. Hér er ég ekki með neitt púðurkyns bara dökka BB kremið og ljómandi hyljarann. Sjálf elska ég þegar mér tekst að móta andlitið með þessum tveim grunnförðunarvörum því mér finnst skygging alltaf verða fallegri þegar hún er gerð með svona blautum förðunarvörum – náttúrulegt er best – það segi ég alla vega!

bjútítipssól

Svo er bara næsta skref að setja smá í kinnarnar, maskara, varasalva og mögulega litað augabrúnagel, það myndi ég alla vega gera.

Sólkysst húð með alltof dökkum farða – þetta hljómar aðeins betur núna þegar ég er búin að fara svona myndrænt yfir þetta með ykkur. Ég get alla vega samt sagt ykkur það að það mikilvægasta í þessu er lokablöndunin, þið vitið ekki hvað mér leið illa þarna á milli þess sem BB kremið var komið á og áður en ljóminn fór yfir – mér leið ekkert sérlega vel með grímuna mína en ljóminn gerði kraftaverk eins og þið sjáið vel á þessum myndum :)

Vantar ykkur eitthvað tips, eða ráð um hvernig er hægt að gera eitthvað á einfaldan og þægilegan hátt – endilega sendið inn beiðnir fyrir næstu bjútítips hér í athugasemdum – mér þykir líka bara alltaf voðalega vænt um að heyra frá ykkur.

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér  fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. Engin greiðsla er þegin frá Estée Lauder fyrir þemavikuna – mín eigin hugmynd og framkvæmd :)

Sunnudagslúkkið…

Estée LauderEyelinerLífið MittNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Það er ekki bara Estée Lauder þema á blogginu þessa vikuna heldur líka í snyrtibuddunni minni. Það er um að gera að setja reglulega á sig áskoranir um að prófa eitthvað nýtt og þó svo mínar áskoranir snúist um farðanir þá eru þær ekkert síðri en einhverjar aðrar sem snúast kannski meira að heilsu eða mataræði.

Mig langar í þessari viku að reyna að setja mér það markmið að nota sjálf líka bara vörur frá Estée Lauder og tengja þannig efni inní vikuna á blogginu og ef ég næ að standa mig vel þá tek ég farðanir vikunnar saman og skelli þeim inn  í einni færslu. Það verður þó engin förðun fyrir daginn í dag sem er algjör letidagur og ég ætla ekki að setja neitt í andlitið á mér nema mögulega einhverjar dekurvörur – og það bara ef ég nenni.

En í gær setti ég upp fyrstu Estée Lauder förðunina sem einkenndist af smokey eyeliner…

esteesmokey

Mér finnst alltaf gaman að setja upp svona mini smokey áferð á augun. Ég gerði það hér með tiltölulega nýjum eylinerblýanti frá Estée Lauder sem heitir Double Wear Stay in Place eyeliner og er í litnum Sapphire. Það sem er sérstaklega ánægjulegt með þennan er endingin á litnum sem er gott að hafa í huga fyrir sumarið því þessi er með 12 tíma endingu og kastar frá sér vökva sem er gott á heitum sumardegi. Ég valdi mér dökkbláan lit. Mér fannst það viðeigandi á þessum skrítna sumardegi þar sem var ekki alveg sól en samt ekki heldur skítaveður bara svona hvorki né veður :)

Ég set bara þétta línu með eyelinernum alveg uppvið augnhárin og dreifi úr honum með gúmmíinu sem er á hinum enda blýantisins. Það er þó oftast svampur á svona blýöntum en kosturinn við gúmmíoddinn er að það er hægt að hreinsa hann og hann rifnar ekki auðveldlega sem má ekki alltaf segja um svampana. Þessi áferð er alveg svakalega einföld í gerð það eina sem þarf að passa er að það sé jafnt af lit í línunum sem þið gerið á báðum augum svo áferðin í litnum verði jafn mikil báðum megin.

esteesmokey2

Á vörunum er ég svo með Pure Color Envy Shine varalit í litnum Intriguing – ég held ég sé löngu hætt að koma öllum á óvart með vali mínu á öllum plómulitum hjá öllum vörumerkjum hér á landi… Ég er orðin smá fyrirsjáanleg :) Varaliturinn er líka nýr hjá merkinu og ég ætla að segja ykkur betur frá þeim í vikunni ásamt því að minna ykkur á dásamlegt bb krem frá merkinu – BB Glow sem ég er með á húðinni ásamt ljómapennanum sem því fylgir.

Það er margt spennandi á leiðinni þar á meðal umfjöllun um sumarlínu merkisins, kynngin á andlitum þess en meðal þeirra er engin önnur en ein af aðaldömum dagsins í dag Kendall Jenner!

Njótið auka frídagsins – það ætla ég að gera, sundferð coming up :)

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér  fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. Engin greiðsla er þegin frá Estée Lauder fyrir þemavikuna – mín eigin hugmynd og framkvæmd :)

Estée Lauder þemavika

Estée LauderLífið MittMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtibuddan mín

Það er ekki langt síðan ég sagði frá því að ég ætlaði að fara að prófa mig áfram með smá nýjungar á blogginu. Ein af þeim nýjungum er að vera reglulega – með samt smá millibili – með þemavikur. Þá myndi ég eða þið mynduð líka hjálpa mér að velja eitt merki sem yrði tekið fyrir í öllum förðunarfærslum eða snyrtitengdum færslum vikunnar. Ég ljóstraði upp merkinu á snapchat rásinni minni í dag ernahrundrfj svo fylgist endilega með þar ef þið viljið vera fyrstar til að sjá fréttirnar…

Þessi hugmynd kom uppí hugann minn í byrjun árs og nú loksins hef ég smá tíma og rúm til að framkvæma hana – en ég er með alls konar skemmtilegar pælingar í kringum vikuna og færslurnar sem munu birtast. Ég veit nefninlega ekki með ykkur en ég heillast alveg svakalega af öllum sögum, öllum innblæstri sem liggur að baki vara og merkja og ég get setið hugfangin og hlustað á sögur af stórkostlegum konum og sögum á bakvið einhverjar vinsælustu vörur allra tíma. Merkið sem ég valdi fyrst til að taka fyrir af öllum þeim sem fást hér er merki sem heillar mig á alla vegu og er með stórmerkilega sögu og nokkrar vörur sem eru vinsælastar í sínum flokki hér á Íslandi og um heim allan en það er Estée Lauder. Merkið er eitt af þeim sem mér finnst ekki fara nógu mikið fyrir hér á Íslandi og mig langar að kynna það almennilega fyrir ykkur því það býr yfir mörgum vörum sem eru svo heillandi á marga vegu!

elþema

Hér fyrir ofan sjáið þið brot af þeim vörum sem ég ætla að sýna ykkur betur og segja ykkur frá í vikunni. Þarna eru bæði nýjungar og klassískar vörur sem eiga alltaf við!

Ég ætla alls ekki að ljóstra upp miklu um vikuna en þetta verður sú fyrsta og ég kem svo bara til með að móta hverja þemaviku dáldið í kringum hvert merki en það eru nokkur á to do listanum mínum :)

Að lokum langar mig að taka það fram að þemavikan er mín eigin hugmynd, engin bað um hana, engin greiðsla er þegin fyrir þessa viku né færslurnar sem munu birtast í tengslum við hana. Þemavikan er mín eigin hugmynd og þetta er bara sú fyrsta af mörgum. Hugmyndin mín er að geta kynnt ykkur sérstaklega vel fyrir merkjunum sem ég tek fyrir, ekki bara vörunum heldur líka sögu þeirra. Ég vona innilega að þið munið hafa gaman af ég er alla vega með fullt af skemmtilegu efni í vinnslu.

Ég hlakka mikið til að prófa þetta – mér þætti vænt um að fá smá feedback á það hvernig ykkur líst á hugmyndina svo endilega smellið á Like eða hjartað ef ykkur líst vel á að hafa stundum svona þemavikur með einu merki ;)

EH

Föstudagslúkkið er bland í poka!

HúðLífið MittLúkkMakeup ArtistNáðu LúkkinuSnyrtibuddan mín

Þessi helgi er svo sannarlega búin að vera ein sú annasamasta í langan tíma! Svo hún hefur vægast sagt liðið mjög hratt en við náðum samt aðeins að gefa okkur smá tíma til að taka til sem var nú orðið frekar nauðsynlegt og þar á meðal var að fara í gegnum allar snyrtivöru kommóðurnar og losa út það sem ekki var í notkun – það sama má segja um fataskápinn.

Helgin byrjaði á 30 afmæli hjá einni vinkonu sem er með mér í mömmuhóp. Við parið skemmtum okkur konunglega og það var dáldið fínt að komast aðeins út í smá partý stemmingu. Við vorum þó ekki lengi þar sem í gær var árshátíð í vinnunni hjá Aðalsteini sem ég segi ykkur betur frá í vikunni og sýni ykkur förðunarlúkkið.

En hér sjáið þið föstudagsförðunina sem var nu heldur einföld en með nokkrum skemmtilegum smáatriðum.

föstudagslúkk2

Eins og svo oft áður legg ég mikla áherslu á fullkominn grunn svo ég legg alltaf áherslu á að húðin sé áferðafalleg, ljómandi og eins náttúruleg og ég get. Ég setti smá skyggingu í kringum augun með kremaugnskugga og fallegum maskara og toppaði lúkkið með nude lituðum varalit sem er í miklu uppáhaldi.

Ég tók saman myndir af vörunum svo þið gætuð séð almennilega hvernig þið getið apað eftir þetta einfalda lúkk…

föstudagslúkk

1. Miracle Cushion farðinn frá Lancome – þessi glæsilegi nýji farði er búinn að vera í mikilli notkun á síðustu dögum. Fyrir og eftir færsla er væntanleg í nýrri viku en farðinn gerir húðina náttúrulega og fallega og umbúðirnar eru sérlega skemmtilegar en hér er á ferðinni fljótandi farði í fyrsta sinn í compact umbúðum!

2. Cover Stick frá Maybelline – allt í einu varð ég voða fátæk á hyljara, ég nota sjálf alltaf svona létta fljótandi hyljara en fann engann þetta kvöld svo ég greip í stift hyljarann minn. Kosturinn við þennan er að ég maka honum bara þar sem ég þarf og blanda honum svo saman við farðann með buffing bursta.

3. Rouge Volupté frá YSL í litnum Nude Beige – þessi litur er hinn fullkomni nude litur fyrir mitt litarhaft og hann er í stöðugri notkun. Þið munið sjá meira af þessum varalit í vikunni þar sem hann er í þónokkrum færslum sem munu birtast á næstu dögum.

4. 5 in 1 BB Eyeshadow frá bareMinerals í litnum Divine Wine – ég dýrka þessa kremaugnskugga frá bareMinerals. Svo einfaldir í notkun og fullkomnir til að grípa í þegar tíminn er enginn en mann langar þó í smá skyggingu. Litirinir eru flottir einir og sér eða undir aðra.

5. Brow Artist Plumper frá L’Oreal í litnum Dark Brown – dags daglega nota ég yfirleitt alltaf litað augabrúnagel sem ég renni í gegnum mínar augabrúnir. Gelið gefur mér meiri dýpt og hjálpar mér við að móta og greiða augabrúnirnar og halda þeim á sínum stað. Ég elska hversu náttúrulegar þær verða og gelið frá L’Oreal er í stanslausri notkun þessa dagana hvort sem um er að ræða dag- eða kvöldförðun. Ég nota dekksta litinn sem í boði er en gelið er líka til glært.

6. Enlighten EE Cream frá Estée Lauder – uppáhalds stafrófskremið mitt þessa dagana og mér finnst svakalega gaman hvað þið hafið haft mikinn áhuga á að lesa ykkur til um kremið en þið getið séð fyrir & eftir færslu með kreminu hér aftar á blogginu. En kremið gefur húðinni hinn fullkomna grunn sem það þarf til að vera ljómandi og falleg og það bara eyðir litamun í húðinni það er hálf fáranlegt.

7. Contour Kit frá Anastasia Beverly Hills – ég er meira og meira farin að grípa í þetta skemmtilega contour kitt frá Anastasia sem fæst hér hjá nola.is. Ég hef mest nýtt það í takt við góð ráð frá lesendum en guli liturinn sá ljósi er fullkominn undir augun og á þau svæði húðarinnar sem standa fram. Litatónninn er alveg fullkominn en stundum blanda ég möttu ljósu litunum tveimur saman líka. Highlighterinn er náttúrulegur og flottur og til að skyggja blanda ég saman dökka miðju litnum og þeim sem er til vinstri í pallettunni. Saman mynda þeir fullkominn skyggingalit. Frábær palletta sem stenst svo sannarlega væntingar og eru ein af mínum bestu kaupum!

8. Lífrænn svartur maskari frá Ilia – maskari frá dásamlega fallega lífræna merkinu Ilia sem fæst í nola.is. Hér er á ferðinni fyrsti lífræni maskarinn sem mér finnst ekki bráðna á augunum mínum og leka útum allt. Ég elska hvað gúmmígreiðan gerir augnhárin mín falleg því hún greiðir svo svakalega vel úr þeim – maskarann nota ég bæði dags daglega og á kvöldin. Hér er ég bara með svona passlegt magn en næsta lúkk sem ég sýni ykkur með þessum er aðeins ýktara og með gerviaugnhárum og þá fær maskarinn svo sannarlega að sýna hvað í honum býr.

9. Blush Subtil kinnalitur frá Lancome í litnum Pépite de Corail – ég elska kinnaliti þið vitið það manna best. Þessi fallegi nýji púðurkinnalitur frá Lancome er sannarlega skemmtilegur og gefur andlitinu fullkominn lit og frísklegan ljóma.

föstudagslúkk

Að lokum þá er ég eins og lofað var búin að draga úr nýjasta múmínbollann. Ég get nú sannarlega sagt að þáttakan kom mér svo skemmtilega á óvart mér finnst alltaf jafn gaman að gefa múmínbolla sérstaklega til annarra aðdáenda eins og mín.

Hér sjáið þið nafn sigurvegarans…Screen Shot 2015-03-01 at 5.33.08 PM

 

Innilega til hamingju Hjördís! Endilega sendu mér línu á ernahrund(hjá)trendnet.is og svo við getum mælt okkur mót og bollinn komist í réttar hendur.

Annars vona ég að helgin ykkar hafi verið jafn góð og mín og ég hlakka til að hefja nýja vinnuviku fulla af krafti!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér hef ég bæði keypt og/eða fengið sendar sem sýnishorn Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.