fbpx

DEKUR AF BESTU GERÐ

DEKURSAMSTARFSNYRTIVÖRUR
*Vörurnar fékk greinahöfundur að gjöf eða í gegnum samstarf

Helgin mín einkenndist af dekri og ró. Ég fór með fjölskyldunni uppí sumarbústað og náði að slaka vel á. Ég var ómáluð alla helgina og leyfði því húðinni alveg að slaka á og anda. Það mjög mikilvægt að taka svona daga inn á milli og algjörlega leyfa húðinni að anda. Mig langaði að deila með ykkur hvaða húðvörur komu með mér og hvernig ég nota þær.

 

 

ADVANCED NIGHT REPAIR SERUM

Ég nota þetta serum á kvöldin og þetta gefur góðan raka, styrkir húðina og inniheldur einnig Hyaluronic Acid sem viðheldur rakanum í húðinni. Serum er sett á undan rakakreminu. Ég finn rosalega mikinn mun á húðinni minni eftir að ég byrjaði að nota þetta.

 

LA MER

Þetta er algjört lúxus krem og má eiginlega segja að þetta sé töfrakrem. Þetta krem gefur góðan raka, róar húðina og skilur hana eftir ljómandi. Mér finnst húðin mín alltaf vera extra fersk og ljómandi eftir að ég nota þetta krem. Það þarf líka bara pínu lítið í einu þannig ein svona krukka endist í langan tíma.

 

DRAMATICALLY DIFFERENT HYDRATING JELLY

Þetta gelkrem nota ég svo á daginn, annað hvort sem serum eða eitt og sér. Þetta verndar húðina frá óhreinindum og mengun sem finna má í umhverfinu. Það er líka mjög þægilegt hvað þetta fer strax inn í húðina og gefur góðan raka.

 

Body lotion og skrúbbur

Ég reyni að vera dugleg að skrúbba líkamann minn og bera body lotion en getur oft verið þreytandi að ferðast með stórar umbúðir. Ég var því mjög ánægð þegar ég sá að uppáhalds body lotion-ið mitt og skrúbburinn minn frá The Body Shop kæmu í ferðastærð.

Body lotion-ið inniheldur koffín sem hefur stinnandi áhrif á líkamann og fer strax inn í húðina. Ég hef mjög litla þolimæði fyrir að bíða eftir að body lotion fari inn í húðina þannig þetta hentar mér mjög vel. Síðan er skrúbburinn yndislegur en hann skrúbbar húðina en nærir hana um leið.

SJAMPÓ OG HÁRNÆRING

Ég er búin að vera nota Penetraitt sjampó og hárnæringu frá Sebastian sem er ætlað fyrir fíngert og litað hár. Þetta er ótrúlega vandaðar og góðar vörur sem ég mæli mikið með. Þetta combo er allavega að gera góða hluti fyrir mitt fíngerða litaða hár.

Vonandi fannst ykkur gaman að fá smá innlit hvað er í snyrtibuddunni minni þessa dagana xx

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

FRÉTTABLAÐIÐ Í DAG: KONUR ERU EKKI Í EINNI STÆRÐ

Skrifa Innlegg