fbpx

TRAVEL WITH STYLE

LÍFIÐSAMSTARFSNYRTIVÖRUR

COPENHAGEN HERE I COME!

Mér finnst ótrúlega gaman að segja frá því að ég er að fara til Kaupmannahafnar í næstu viku á Brand day í boði The Estée Lauder Companies. Fyrir ykkur sem vitið það ekki þá á The Estée Lauder Companies til dæmis Estée Lauder, Bobbi Brown, Clinuqe, Mac Cosmetics, Glam Glow, Origins, Tom Ford og fleiri. Þar mun ég fá að kynnast mörgum af mínum uppáhalds merkjum betur og kynnast einnig nýjum merkjum. Ég er ekkert smá spennt og þvílíkur heiður að hafa verið boðið! Ég er ennþá í smá sjokki yfir að hafa boðið og er varla að trúa þessu.. ef ég á að segja eins og er haha!

Til þess að byrja ferðina þá fékk ég í gær ótrúlega sætan pakka sem bar því nafni “Travel with style”. Pakkinn innihélt snyrtivörur í travel size, sem hentar einstaklega vel! Ég mun að sjálfsögðu leyfa ykkur að fylgjast með ferðinni hérna á blogginu og á instagraminu mínu.

Maskar, blautþurrkur, rakasprey, hreinsivörur, farðagrunnur og maskarar. Síðan bætti ég við vegabréfinu mínu, sólgleraugum og myndavél.. tilbúin!

Þessi pakki innihélt allt sem mig gæti vantað til þess að undirbúa mig fyrir ferðina og taka með mér út xx

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

GÓÐAR ÁSTÆÐUR FYRIR ANDLITSNUDDI

Skrifa Innlegg