fbpx

ÓSKALISTINN // JÚLÍ

Óskalistinn

Mitt uppáhalds efni hér á blogginu er án efa óskalistinn – þegar ég leyfi huganum að reika að því sem mér þykir fallegt, gæti hugsað mér að safna eða er jafnvel eitthvað sem mig vantar oft á tíðum. Listinn er aðeins til gamans gerður og þýðir ekki að ég sé að hlaupa út í búð á morgun og versla alla hlutina – það má vel láta sig dreyma og stundum hreinlega safna fyrir nýjum fallegum hlutum fyrir heimilið. Óskir mega jú rætast ♡

//1. Vasarnir frá Fólk Reykjavík sitja enn á óskalistanum mínum, enda sérstaklega fallegir. Kokka og Epal. //2. Sætur sveppalampi frá ByOn, Snúran. //3. Óbrjótanleg glös sem ég þarf á pallinn minn, Dimm. //4. Nýja útgáfan af Leimu lömpunum frá Iittala eru æðislegir, þeir eru minni en Leimu lamparnir með steypta standinum, þessi væri fallegur í svefnherbergið mitt. //5. Hör dúkur frá Kokku hefur einnig verið lengi á óskalistanum mínum, eitthvað sem mun alltaf fylgja heimilinu, Kokka. //6. Uppáhalds Rakel Tómas, hæfileikar hennar ná útfyrir jörðina er ég farin að halda. Verkið Vatn016 mun ég vonandi eignast einn daginn, svo falleg. //7. Veglegur glær vasi frá Bolia, Snúran. //8. Stílhrein karafla, Kokka. //9. Uppáhalds ilmvatnið mitt er Bronze Goddess frá Estée Lauder, það var loksins að koma út nýr ilmur en mitt glas er einmitt búið sem ég fékk mér síðasta sumar. Mæli með að prófa þennan! //10. Þvottaefni er eitthvað sem ég fjalla ekki oft um, en ég dýrka þetta frá Humdakin… hef keypt mér nokkra brúsa síðustu tvö ár eða svo og sakna lyktarinnar þegar ég nota hefðbundið duft inná milli, en hún er virkilega fersk og góð. Epal. //11. Bast diskamottur, þessar eru klassískar og svo flottar á borðið. Dimm.

Þetta þykir mér allt vera mjög fallegt.

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

LITASPRENGJA & BLEIKT ELDHÚS

Skrifa Innlegg