fbpx

LITASPRENGJA & BLEIKT ELDHÚS

Heimili

Þau eru sjaldséð svona litrík heimili en þegar þau birtast þá er erfitt að gleyma þeim – litadýrðin hér fyllir mann innblæstri og hugmyndum. Þetta eru ekki nýjar myndir og dásamlega bleika eldhúsið hef ég fjallað um áður, en ég má til með að deila heimilinu með ykkur í heild sinni núna. Hér býr einhver sem er óhrædd/ur við að fara ótroðnar slóðir. Það er ekkert svo langt síðan ég málaði vegg hér heima í ljósfjólubláum lit og ég er sannfærð að svona (litríkir) litir hressi – bæti og kæti. Það hlýtur hreinlega að vera stanslaust partý að búa svona!

Myndir via Elle Decoration

Hvert er ykkar uppáhalds rými? Mér finnst þau öll geggjuð á sinn hátt, en stigagangurinn er í uppáhaldi með þessum óvenjulegu litasamsetningum og brjáluðum myndavegg. Meira svona takk!

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

SUMARLEGT, SKANDINAVÍSKT & RÓMANTÍSKT

Skrifa Innlegg