fbpx

AF HVERJU AÐ NOTA SERUM?

HÚÐRÚTÍNASNYRTIVÖRUR

Halló!

Ég fæ oft spurningar út í serum, af hverju að nota serum, hvað er serum og hvernig á að nota serum? Ég held að orðið “serum” þvælist oft fyrir manni og margir sem kannski tengja ekki strax við orðið. Ef ykkur finnst gaman af svona færslum þá gerði ég einnig færslu um augnkrem en þið getið lesið hana hér. Mig langaði að fara yfir hvað serum er og af hverju á að nota serum.

Af hverju að nota serum? 

Serum er þunn vara sem er full af virkum innihaldsefnum og hjálpar húðinni. Serum getur komið í veg fyrir fínar línur, gefur raka og næringu. Serum og rakakrem er ekki það sama en serum dregur oft fram það besta í rakakreminu eða gefur húðinni eitthvað sem rakakremið er ekki að gefa húðinni. Serum nær miklu dýpra inn í húðina og hefur því meiri virkni en rakakrem. Serum er oft talin vera eitt af áhrifamestu húðvörunum sem hægt er að nota gegn öldrun.

Hvenær á að byrja að nota serum?

Það er mjög mismunandi eftir hverjum og einum en mér finnst alltaf gott að miða við 25 ára aldurinn, þá er gott að byrja að nota serum og augnkrem. Húðin byrjar fyrst að sýna ummerki öldrunar um 25 ára aldurinn.

Hvernig á að nota serum?

Það er best að nota serum eftir húðhreinsun og fyrir rakakrem. Gott er að leyfa serum-inu að fara inn húðina áður en rakakremið er sett á.

Ég tók saman nokkur serum sem gera öll mismunandi hluti en eiga það eitt sameiginlegt að hjálpa húðinni.

 

Esteé Lauder Advanced Night Repair

Þetta er ein af vinsælustu vörunum hjá Esteé Lauder. Þetta eru dropar sem draga úr ótímabærum einkennum öldrunar. Inniheldur efni sem hámarka upptöku raka og þannig nær húðin í allan þann raka sem hún þarf yfir nóttina.

BIOEFFECT EGF SERUM

Bioeffect EGF húðdroparnir draga úr fínum línum og gefur húðinni góðan raka. Droparnir bæta einnig áferð húðarinnar og gefa henni ljóma. Serum-ið inniheldur prótínið EGF sem er unnið er úr plöntum í gróðurhúsi Bioeffect í Grindarvík. Mögnuð íslensk vara.

Shiseido Power Infusing Concentrate

Serum fyrir allar húðgerðir sem styrkir húðina og verndar hana fyrir mengun úr umhverfinu. Ultimune serumið skal nota kvölds og morgna eftir að húðin hefur verið hreinsuð. Notað á undan rakakremi til að auka virkni rakakremsins og má einnig nota með örðu serumi fyrir aukna virkni.

The Body Shop Drops of Light

Þetta serum hentar vel fyrir byrjendur. Þetta eru léttir serumdropar sem fara fljótt inn í húðina og gera hana flauelsmjúka. Droparnir draga úr litamismun í húðinni og minnka dökka bletti. Serumið eykur rakabyrgðir húðarinnar og eykur ljóma.

Mádara – SOS Hydra Repair Intensive Serum

Serum hægir á öldrun húðarinnar, styrkir og stinnir húðina. Einnig veitir þetta serum húðinni góðan raka og ver húðina gegn utanaðkomandi áreiti. Þetta er hannað sérstaklega með norræna húð í huga og inniheldur til dæmis hörfræ og hylouronic sýr sem fer fljótt inn í húðina og verndar hana allan daginn.

Elizabeth Arden Vitamin-C Ceramide

Serum sem inniheldur C-vítamín í olíuformúlu sem gerir það mun virkara en hefbundið C-vítamín. Það sem einkennir þetta serum er að það bætir ljóma, jafnar húðlit, minnkar dökka bletti og vinnur gegn öldrun húðarinnar. Einnig eykur það kollagen framleiðslu húðarinnar.

Skyn Iceland

Serum sem vekur þreytta og þrútna húð. Serumið inniheldur peptide og plöntu stem cell virkni sem verndar húðina gegn áhrifum streitu sem getur leitt að ótímabærri öldrun, skort á ljóma, litabreytingum, bólum og þurrkublettum. Einnig á serumið að draga úr fínum línum, bæta teygjanleika húðarinnar ásamt því að virkja collagen myndun og veita vörn.

Yves Saint Laurent – Pure Shot línan
Þetta er ótrúlega flott ný lína frá YSL sem inniheldur fjögur mismunandi serum. Pakkningarnar eru einnig umhverfisvænar en það er hægt að kaupa áfyllingu.
Y Shape Serum (Græna)
Lyftir, þéttir og mótar útlínur andlitsins.
Light up Serum (Bleika)
Jafnar húðlitinn, vinnur á dökkum blettum og birtir.
Night Reboot Serum (Gula)
Dregur úr þreytumerkjum, slíðar yfirborð húðarinnar og endurnýjar

GlamGlow YOUTHPOTION

Serum sem er fullt af peptíðum og hindberja stofnfrumum sem eykur náttúrulega kollagenframleiðslu húðarinnar og gerir hana stinnari og unglegri. Sermuið er létt og þunnt og gefur ljóma.

DIOR GLOW BOOSTER

Serum sem viðheldur ljóma í húðinni, minnkar áferð og jafnar húðina. Þetta hentar vel þeim sem vilja “vekja” húðina sína og auka ljóma.

 

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

TAX FREE HJÁ HEILSUHÚSINU: VEGAN & LÍFRÆNAR FÖRÐUNARVÖRUR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Elísabet

    21. May 2020

    Takk fyrir þennan frábæra fræðandi póst Guðrún ♥️