fbpx

Andlit Estée Lauder

Estée LauderFræga FólkiðmakeupMakeup Tips

Ein af heimsins frægustu fyrirsætum, konum já og hluti af afkvæmum einnar frægustu fjölskyldu Hollywood – Kendall Jenner er andlit Estée Lauder. Mér fannst algjörlega ómissandi að segja ykkur aðeins betur frá þessari dömu sem hefur verið andlit merkisins síðan í byrjun þessa árs og nú þegar setið fyrir í þónokkrum herferðum fyrir merkið eins og fyrir Little Black Primer og Courréges línuna. Kendall er að mínu mati ferskur blær fyrir merkið og frábært val af þeirra hálfu til að kynna það fyrir yngri kynslóðum því það er svo sannarlega glæsilegt og með stórmerkilega sögu. Merkið sjálft var stofnað árið 1946 og er eitt það stærsta í heiminum í dag og á þónokkuð mörg fræg dótturmerki – eiginlega bara mjög fræg!

Merkið var stofnað af stórmerkilegri konu að nafni Estée Lauder sem hlaut fjömörg verðlaun á ævinni sinni fyrir árangur í viðskiptaheiminum og sannarlega kona sem ég lít upp til þegar kemur að árangri og metnaði.

Estée-Lauder

En að Kendall Jenner sem þið þekkið eflaust flestar sem eina af meðlimum Kardashian/Jenner fjölskyldunnar. Fyrirsætan er vel þekkt í heimi tískunnar og hefur gengið í sýningum fyrir mörg af þekktustu tískumerkjum heims eins og t.d. Chanel.

Ein af allra fyrstu herferðum dömunnar var fyrir Little Black Primer maskarann og í tilefni þess birtist örstutt og forvitnilegt viðtal við dömuna þar sem hún svaraði nokkrum spurningum um merkið, maskarana og að sjálfsögðu það hvernig hún farðar sig. Mig langaði að þýða það fyrir ykkur og deila með ykkur eflaust margar sem eru forvitnar um venjur þessara flottu skvísu!

Afhverju er Little Black Primer ómissandi vara og hvernig notar þú hann?

Ég hef alltaf viljað vekja mikla athygli á augnhárunum mínum svo þetta er vara sem mér finnst mjög gaman að nota. Oftast þá vel ég það nú að vera með mjög mikil og áberandi aunghár, en það kemur fyrir að ég vil ekki vera með mikið máluð, þá vil ég bara náttúrulega förðun með smá skerpingu. Þá finnst mér varan flott til að nota bara til að lita létt hárin mín og skerpa á útliti þeirra og samt virðist ég ekki vera mikið máluð.

Af öllum ólíku týpunum af möskurum sem eru til – lengingar, þykkingar, lyftingar maskarar – hvern af þessum velur þú og afhverju.

Ég vel þykkingar – augnhárin mín eru frekar löng en stundum vil ég þykkja þau meira. Ég elska Sumptuous Esxtrene Multiplying Volume Mascara. Þegar ég var í 6. bekk fór ég í gegnum tímabil þar sem ég notaði alltaf bjarta, bláan maskara og eyeliner í stíl. Þá var það algjörlega málið en nú vel ég bara svartan, svona oftast alla vega.

Hvernig er þín daglega förðun?

Það fer mikið eftir því í hverju ég er. Ef ég vil vera með áberandi augu þá eru varirnar mínar hlutlausar – ef ég er með bjartan varalit þá er ég ekki mikið máluð um augun.

Þegar það kemur að daglegri förðuninni minni þá reyni ég að halda henni einfaldri. Ég nota farða, sólarpúður, kinnalit og maskara. Ég elska einfaldar og flótlegar leiðir til að breyta lúkkinu mínu, eins og að setja smá eyeliner í kringum augun og dreifa vel úr honum – svo er ég mjög mikið með eyeliner með spíss.

Hver er þín fyrirmynd þegar kemur að fegurð og förðun?

Ég á nokkrar, Angelina Jolie, því hún er svo svakalega falleg. Ég er líka svakalega hrifin af stílnum hennar Rosie Huntington-Whiteley – hún er alltaf svo svakalega flott.

74385

Þar hafið þið það – Kendall Jenner fyrir Estée Lauder. Þetta er síðasta færslan í bili í þemaviku Estée Lauder – ég vona að þið hafið haft gaman af og endilega ef þið viljið stinga uppá því hvaða merki ég ætti að taka fyrir í næstu þemaviku megið þið endilega senda inn ykkar atkvæði hér í athugasemd!

Annars vona ég að ég hafi kannski aðeins náð að draga ykkur inní heillandi heim Estée Lauder – ég náði samt ekki einu sinni að skrifa allar færslurnar sem mig langaði að skrifa svo mögulega eða bara mjög líklega verður meira Estée Lauder á næstu vikum hér á síðunni… ;)

Að lokum langar mig að minna ykkur á snapchat rásina mína þar leyfi ég þeim sem fylgjast með því sem gerist á bakvið tjöldin, sýni farðanirnar sem birtast á blogginu um leið og ég er að gera þær og gef ykkur svona smá innsýn í mitt daglega líf. Addið mér endilega – ernahrundrfj

EH

Vörurna sem ég skrifa um hér hef ég annað hvort keypt eða fengið sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. Engin greiðsla er þegin frá Estée Lauder fyrir þemavikuna – mín eigin hugmynd og framkvæmd :)

Ein palletta - tvær farðanir

Skrifa Innlegg