fbpx

UPPÁHALDS SNYRTIVÖRURNAR MÍNAR

PersónulegtUmfjöllun

Hvað er í snyrtibuddunni er tilvalin færsla til að koma í gang nýrri bloggrútínu fyrir haustið. Ég elska að heyra um uppáhalds snyrtivörur hjá vinkonum mínum og hvað þær eru að kaupa sér og einnig fylgist ég með skemmtilegum snyrtivörubloggurum þar sem ég fæ fréttir af nýjustu vörunum.

Ég er mjög vanaföst þegar kemur að snyrtivörum og því kaupi ég langflestar vörur sem mér líkar mjög vel við aftur og aftur en prófa líka inná milli nýjungar sérstaklega þegar kemur að möskurum – úff ég elska að prófa maskara!

Á listanum mínum sem ég deili með ykkur núna er allt frá húðumhirðu til hyljara. Mig langar að koma betri rútínu á húðumhirðuna mína og bæta við t.d. virkum vörum á borð við retinol og ávaxtasýrum. Ég átti eitthvað til fyrir síðustu meðgöngu sem ég hvíldi og því kominn tími að uppfæra þá deild. Ég er jú ekki að yngjast og er búin að lofa sjálfri mér að setja húðina framar á forgangslistann.

Snyrtitaska // Leðurbuddan frá Andreu er í uppáhaldi og hefur farið með mér víða.

Farði // Ég hef notað Double Wear frá Estée Lauder í nokkur ár og líkar mjög vel. Ég nota stundum ódýrari og léttari farða inná milli, en hef ekki fundið neinn sem ég elska – sú leit heldur áfram.

Hyljari // Ég hef áður talað um Under Eye Brightening frá Becca sem ég held mikið uppá. Formúlan er þó að hætta í framleiðslu og því set ég einnig með á listann arftaka hennar að mínu mati sem ég keypti tvisvar sinnum þegar Becca var ófáanlegt, það er Airbrush Conceilar frá Clinique, ljós hyljari með bleikum undirtón og lýsir upp svæðið undir augum.

Krem// Ég er nýlega búin að bæta dagkreminu frá Bio Effect* í mína rútínu og er á krukku númer tvö. Mjög létt og rakagefandi dagkrem sem hentar mér mjög vel. *Kremið var gjöf.  Næturkemið frá Estée Lauder Nightwear Plus hefur verið í uppáhaldi hjá mér lengi. Ég elska áferðina, lyktina og húðin fær mikinn raka.

Augu // Eins og fram kom hér ofar þá elska ég maskara og skipti þeim reglulega út. Ég er með frekar löng og ágætlega þykk augnhár og vil gera sem mest úr þeim bæði hvað varðar þykkingu og lengd. Núna er ég mjög hrifin af Sky High frá Maybelline þó hann endist ekki jafn vel og aðrir sem ég nota. En strax í upphafi er hann geggjaður! Hinsvegar finnst mér aðrir þurfa nokkra daga til að verða góðir. Bambi frá L’oréal er einnig góður sem þykkingarmaskari og hef notað til skiptis við aðra.

Ég nota nánast daglega eyeliner og dreg línu í spíss og er núna búin að nota vatnsheldan mattan frá L’oréal / Matte Signature eftir langa leit af einum sem smitast ekki á augnlokin! Ég hef lengi verið í veseni með að maskari eða eyeliner smitast þegar ég brosi og neðri augnhárin mín snerta húðina og eyelinerinn stimplaðist stundum á efra augnsvæðið (sem slappast víst með árunum haha). Ég átti til í skúffunni margrómað laust púður frá Laura Mercier keypt í Sephora sem ég hafði aldrei komist uppá lagið með að nota. Núna dúmpa ég smá púðri með förðunarbursta eða svampi á þessi svæði sem ég varð stundum svört á og hef ekki lent í miklum vandræðum síðan:)

Brúnir // Ég keypti mér í sumar Brow Freeze frá Anastasia og elska þessa vöru. Ég er með þykkar brúnir og ef ég er nýlega búin að lita þær þá þarf ég ekki aðra vöru, en um er að ræða einhverskonar blöndu af sápu (sem stífir hárin) og augnbrúnageli. Ég nota þessa vöru frekar pent, en hægt er að “flöffa” brúnirnar svakalega.

Með hef ég verið að nota Brow Blade frá Urban Decay, æðislegur mjór blíantur en hinum megin er túss sem ég nota lítið og því finnst mér varan ekki nýtast mér nógu vel. Ef þið notið túss til að bæta inn hárum þá er þetta geggjuð vara. Ég mun líklega næst kaupa mér í hundraðasta skiptið augabrúnablíantinn frá Sensai – þó þeir séu nýlega búnir að breyta litnum sem ég elskaði og þarf því að kynna mér þessa uppáhalds vöru mína upp á nýtt.

Kinnalitur // Þessi brúni kinnalitur frá Gosh er haustlegur og fínn, á einnig fleiri liti úr þessari línu og finnst þeir mjög góðir og á fínu verði.

Ilmvatn // Ég elska alla sæta og sumarlega ilmi, Perle de Coco frá & Other stories er æðislegur með vanillu og kókos. Ég þarf að finna mér sambærilegan ilm sem fæst hérlendis. Allar ábendingar vel þegnar:)

Neglur // Fyrr á þessu ári prófaði ég fyrst Nailberry merkið og er mjög hrifin, naglalakkahreinsirinn er frábær og þurrka ekki neglurnar mínar. Ég reyndar braut hann í vikunni sem var mjög óheppilegt! Lökkin leyfa nöglunum að anda sem er góður kostur. Þessi brúni litur er go to liturinn minn – þarf að bæta við safnið.

Hreinsir // Michellar vatnið frá Bio Effect er frábær vara og góð sem fyrsti hreinsir á kvöldin eða á morgnanna fyrir krem. Var einmitt að klára mitt og því komið á innkaupalistann:)

Seinni hreinsinn hef ég verið að nota lengi Brightening Cleansing gel frá Academie merkinu sem er á snyrtistofum. Vinkona mín sem er snyrtifræðingur gaf mér eitt sinn í afmælisgjöf og ég hef keypt hann síðan á Bonitu stofunni. Virkilega góð vara sem ég finn fyrir ef ég tek langt hlé frá.

Annað // Augnhárabrettari er algjört möst að mínu mati – alla daga. Minn er frá Shisheido og er sá besti sem ég hef átt. Keypti í Sephora eftir að hafa séð hann auglýstann sem ‘bestseller’.

Skyn Iceland – Nordic skin peel skífurnar eru frábærar til að fríska við húðina, og skrúbba húðina mjúklega. Nota ekkert mjög oft en finnst gott að grípa í.

Þarna vantar alveg nokkrar vörur sem ég nota án þess að eiga einhverjar sérstaklega uppáhalds:) T.d. ljóma og sólarpúður en mínar uppáhalds slíkar vörur eru núna hættar í framleiðslu og því er ég með augun opin fyrir nýjum.

Vonandi höfðuð þið gaman af þessari óhefðbundnu færslu! ♡ Allar vörurnar sem ég nefni hef ég keypt ýmist í Nola, Cult Beauty, Beautybox, Hagkaup, Sephora, Apótekum og víðar.

Fylgstu endilega með á Instagram @svana.svartahvitu

HAUSTIÐ HJÁ H&M HOME 2021

Skrifa Innlegg