BECCA x Iceland

Snyrtivörur

Í gærkvöldi fór ég á virkilega flottan og skemmtilegan viðburð í tilefni þess að BECCA förðunarvörurnar eru komnar til landsins!

xx

Ég átti fyrir tvær vörur frá BECCA sem ég keypti mér á Spáni fyrr á þessu ári en það eru tveir highlighterar: Opal og Moonstone. Ég notaði þá að sjálfsögðu í förðun kvöldsins.

Ein vinsælasta vara BECCA er einmitt highlighter í litnum Champagne Pop en ég er mjög spennt að prófa fleiri vörur frá merkinu – sérstaklega eftir kynningu gærkvöldsins!

BECCA fer í sölu í dag, föstudag, kl. 16 í Lyf og heilsu í Kringlunni.

Viðburðurinn hófst með fordrykk og kynningu, síðan lá leiðin í BECCA Masterclass undir handleiðslu Hörpu Kára og þar á eftir fengum við ljúffengan dinner. Andrea Röfn okkar var módel kvöldsins og Guðrún Sørtveit var að sjálfsögðu einnig á staðnum. Ég leyfi nokkrum “snöppum” frá kvöldinu að fylgja.

Takk fyrir mig BECCA á Íslandi.

xx

Birgitta Líf

instagram & snapchat: birgittalif

FÖRÐUNARFRÉTTIR: BECCA Á LEIÐINNI TIL ÍSLANDS

FÖRÐUNAR FRÉTTIR
*Færslan er ekki kostuð

Já þið lásuð rétt! Becca Cosmetics er að leiðinni til landsins. Ég vona að þessar fréttir hafi glatt ykkur jafn mikið og þær glöddu mig, ég er allavega í skýjunum með þessar fréttir.

Becca Cosmetics er ótrúlega flott snyrtivörufyrirtæki frá Ástralíu sem leggur mikla áherslu á húðina og náttúrulega fegurð. Vörurnar eiga að vera einfaldar í notkun, í lúxus gæðum og eiga að draga fram það besta í þínu útliti. Húðin er í miklu aðalatriði hjá fyrirtækinu og leggja þau mikla áherslu á húðvörur eða svokallaðar grunnvörur. Ég kann mikið að meta það en mér finnst góður grunnur og falleg húð undirstaðan af flottri förðun.

Ég sá myndband frá Becca Cosmetics á netinu sem sýnir frá því hvernig á að nota vörurnar frá þeim, þetta er mjög flott og hnitmiðað myndband.

Ég er ekki alveg með það á hreinu hvaða vörur frá Becca Cosmetics verða til sölu hérna á Íslandi en fyrir mitt leyti þá er ég spenntust fyrir highlighter-unum eða ljómapúðrunum á íslensku. Þeir eru til í mörgum litum og ættu allir að finna einhvern fyrir sinn húðlit. Mér finnst formúlan alveg einstök en hún er silkimjúk og blandast óaðfinnanlega við húðina. Ég á einn frá þeim sem heitir Champange Pop og er hann að verða búin hjá mér, sem segir mjög mikið..

 

Hér eru síðan nokkrar myndir af highlighter-unum á öðrum

 

Þið megið endilega segja mér ef það eru eitthverjar vörur sem eru alveg “must have” frá Becca, ég er svo spennt að fá merkið til Íslands og þið megið endilega setja “hjarta” við færsluna ef þið eruð jafnspennt og ég.

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

Nýjustu förðunarvöru netkaupin…

Ég Mæli MeðmakeupNetverslanirNýtt í snyrtibuddunni minni

Ég var rosalega dugleg að lesa mér til um spennandi förðunarvörur á meðan ég lá inni á spítala og ég freistaðist eitt kvöldið þegar ég lá andvaka og pantaði nokkrar girnilegar vörur sem eru nú komnar til mín og ég má til með að deila þeim með ykkur. Þetta eru vörur sem þið getið líka nálgast – þ.e. fyrir utan eina þeirra – í gegnum vefverslunina nordstrom.com sem sendir til Íslands ;)

netkaup6

Vörurnar sem ég splæsti í þetta kvöldið – allar komnar – en ef þið fylgist með mér á snappinu ernahrundrfj þá ættuð þið að vita af þeim nú þegar!

netkaup3

Þegar ég sá fyrst myndir af nýju Smoky Naked pallettunni frá Urban Decay vissi ég að ég yrði að eignast hana. Sambland af 12 æðislegum litum og palletta sem er svo ólík hinum þremur. Sjálf hef ég notað þær sem ég á fyrir nr. 2 og nr. 3 mikið og hlakka til að blanda þessum skemmtilegu litum saman. Möttu litirnir sem þið sjáið hægra megin í pallettunni finnst mér sérstaklega flottir og þeir dekkri eru tilvaldir í mótun á augnlokunum og þeir ljósu fullkomna reykáferð hinna litanna – ég þarf að kenna ykkur það trix!

netkaup9

Með pallettunni fylgdi smá plagg þar sem fjórar mismunandi útgáfur af smoky augnförðunum eru sýndar og kenndar – hér sjáið þið tvær þeirra.

netkaup8

Liturinn Anna í Audacious varalitunum frá Nars. Mér fannst þessi litur eitthvað svo klassískur og tímalaus ég varð bara að bæta honum í safnið. Ég á einn nú þegar frá merkinu og hann er virkilega góður – mæli með!

netkaup

Hourglass ljómapallettan er ein af þessum förðunarvörum sem þið ættuð nú kannski að kannast við. Þessi þykir alveg sérstaklega góð og ég hlakka bara til að fá að prófa hana sjálf eftir að vera búin að heyra og lesa mikil lof!

netkaup2

Svo að lokum er það ljómandi fallegt púður sem Jaclyn Hill hannaði fyrir merkið BECCA. Jaclyn Hill er einn allra vinsælasti förðunarvloggarinn á Youtube og hún hannaði nýjan og einstakan lit af vinsælasta highlighter merkisins. Púðrið var eingöngu framleitt í takmörkuðu upplagi og er meira og minna uppselt. Ég ákvað að taka séns á ebay og splæsti í púður og fékk ekta vöru sem er nú ekki alltaf raunin með ebay ;) Ef þið viljið taka sénsinn á ebay passið þá uppá að verðið sé raunhæft – ef það er of gott til að vera satt og í engu samhengi við raunvirði vörunnar er hún líklegast ekki ekta. Ég hlakka mikið til að leika mér með þetta púður við fyrsta tækifæri.

En ég mæli algjörlega með að versla í gegnum nordstrom.com – virkilega góð og hröð þjónusta og gríðarlegt úrval af snyrti- og förðunarvörum. Passið þó að ekki allar vörur eru sendar til Íslands – þess vegna verð ég að leita annarra leiða til að fá Oliviu Palermo fyrir Ciaté lökkin til mín ;)

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér keypti ég sjálf. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.