fbpx

ÉG FER Í FRÍIÐ!

PersónulegtVerslað

Í dag förum við fjölskyldan í langþráð frí og undanfarna daga hef ég verið að sanka að mér ýmsu sem ég taldi nauðsynlegt að eiga fyrir útlöndin. Sumt sem ég raunverulega þurfti að kaupa og annað sem að mig langaði til að eignast, ótrúlegt alveg hreint hvað to do listarnir verða alltaf langir þegar skreppa á erlendis í nokkra daga haha… ég læt hreinlega eins og ég sé að fara í heimsreisu og þarf skyndilega að vera extra vel til höfð, með litaðar augabrúnir, lakkaðar neglur og með rakaða leggi? Kannast einhver við það haha.

Ferðinni er heitið til Kaupmannahafnar þar sem við ætlum að eiga notalega stund saman við þrjú í sólinni og því sem kóngsins Köben hefur upp á að bjóða ásamt því að þar býr ein uppáhalds vinkona mín með fjölskylduna sína. Þaðan förum við svo yfir með lest í sænskt sveitaþorp þar sem önnur uppáhalds vinkona mín býr en hún var að kaupa sitt fyrsta hús og það er eins og klippt út úr bíómynd og ég hef sjaldan verið jafn spennt að sjá eitt hús!

Ég setti saman brot af því sem ég hef verið að versla mér og það má jú deila um hversu nauðsynlegt sumt er…

// “Pleður”jakki frá Asos – er því miður uppseldur, en úrvalið er mjög gott af samskonar. Vá hvað ég er glöð að eiga loksins leðurjakka sem kostaði mig líka ekki annað nýrað. // Becca sólarpúður hefur verið lengi á óskalistanum og ég keypti mér loksins á Taxfree dögunum um helgina. // Hlébarðapils frá Asos – er einnig því miður uppselt. En skrollið aðeins neðar og þar finnið þið færslu frá mér um hlébarðapils. // NYX glært augabrúnagel, ég hef líklega prófað öll svona gel á markaðnum og er spennt að prófa þetta. Er líklega duglegust að prófa augabrúnavörur af öllum þeim snyrtivörum sem ég nota og alltaf til í að heyra sniðug tips. // St. Tropez brúnkukremsfroðuna hef ég notað þónokkuð lengi þegar ég vil ekki líta út eins og lík. Varð víst að kaupa mér nýjan brúsa til að falla smá inn í fjöldann í sólarlandinu. // Ég keypti mér ódýran farða um helgina sem var svo alltof dökkur – sagði frá því á instastory og viti menn! Ég fékk uppáhalds lúxusfarðann minn, Double wear frá Estée Lauder á Íslandi  í gjöf daginn eftir ásamt nokkrum öðrum vörum. Eina varan á listanum sem ég keypti ekki sjálf, en þekki vöruna vel og elska hana. // Hlébarðataska? Meira hlébarða gæti einhver spurt sig núna… þarf hún það virkilega? Já, svarið er alltaf já;) Fékk mína á Asos. // Hvítir Converse skór fyrir fríið… endurnýja mína gömlu. // Life’s a peach kinnalitur í þessum fína lit, frá L’oréal. // Asos léttur samfestingur fyrir strandarferðir og annað kósý. //

Og hér er svo húsið sjálft… algjör draumur! 

 

Ég hef tímastillt færslur út allt fríið mitt – svo endilega kíkið áfram við fyrir djúsí innlit og fleira.

Fylgist með á instagram @svana.svartahvitu fyrir sólarlandafréttir og fleira ♡

45 FALLEGAR BRÚÐARGJAFIR ♡

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Sigrún Víkings

    13. July 2018

    Algjört möst að splæsa à sig allskonar fínu fyrir útlönd ;) Ég hlakka svo til að eyða fríinu með ykkur!