Gleðilegan sunnudag xx
Vonandi eru þið búin að eiga yndislegan dag en dagurinn minn er meira og minna búinn að fara í lærdóm. Ég ákvað að taka mér smá pásu frá bókunum og gera lista með mínum uppáhalds vörum í augnablikinu.
Hérna er nokkrar vörur sem eru búnar að vera í miklu uppáhaldi hjá mér síðastliðnar vikur..
GUERLAIN – AQUA NUDE
Ég fékk þennan farða fyrir nokkrum vikum og hann fór beint í snyrtibudduna mína. Formúlan er ótrúlega þunn og líkist einmitt vatni einsog nafnið gefur til kynna. Mér finnst þessi farði fullkomin þegar ég vill kannski ekki vera með mjög þekjandi farða eða er að eiga góðan “húðdag”. Hann gefur létta þekju og manni líður einsog það sé ekkert á húðinni.
HÁTÍÐARSETTIN FRÁ REAL TECHNIQUES – THE ILLUMINATE + ACCENTUATE
Ég er gjörsamlega ástfangin af nýju hátíðarsettunum frá RT og þá sérstaklega þessu setti sem heitir The Illuminate + Accentuate. Þetta eru sjö áhöld sem hægt er að nota til þess að ná fram ljómandi förðun. Ég er sérstaklega skotin í stærsta burstanum í settinu en það er sólarpúðursbursti og kemur hann einungis í þessu setti. Þessi sett koma líka einungis í takmörkuðu upplagi og því mæli ég með að hafa hraðar hendur ef ykkur langar í þau.
ALL HOURS CONCEALER
YSL var að koma út með nýjan farða og hyljara. Ég er ekki ennþá búin að prófa farðann en er búin að vera nota hyljarann seinustu daga og vá hvað hann er góður. Hann þekur ótrúlega vel, mjög kremaður og mér finnst hann haldast mjög vel undir augunum.
BIOEFFECT EGF + 2A DAILY TREATMENT
Ég er búin að vera nota þessa tvennu síðan að ég fékk hana um daginn á kynningu hjá BIOEFFECT en þið getið lesið nánar um þá kynningu hér hjá Karenu. Ég finn mikinn mun á húðinni minni og ég er gjörsamlega ástfangin af þessum vörum. Þessi tvenna á að vernda húðina gegn mengun og öðrum óhreinindum sem eru að finna í umhverfinu. Ég er búin að sjá mikinn mun á húðinni minni og hlakka til að sjá hvernig framhaldið verður.
BECCA BACKLIGHTING PRIMING FILTER
Þetta er ljómagrunnur sem þú getur sett undir farða eða blandar við farðann þinn og lætur húðina verða ljómandi. Það líka hægt að setja þetta á kinnbeinin og á þá staði sem þú vilt ljóma ef þú ert með mjög olíumikla húð en ég persónulega maka þessu yfir allt andlitið.
INIKA CERTIFIED ORGANIC PURE PRIMER
INIKA er nýtt snyrtivörumerki hérlendis og er ég búin að vera prófa mig áfram með vörurnar frá þeim. Vörurnar eru allar hreinar, vegan, ekki prófaðar á dýrum og úr náttúrulegum efnum og olíum. Ég er búin að vera ótrúlega hrifin af þessum grunni frá þeim en þetta er rakagefandi grunnur sem stíflar ekki svitaholurnar, heldur gefur húðinni fallegan ljóma og lætur farðann haldast á lengur.
INIKA CERTIFIED ORGANIC BB CREAM
Ég er mikið fyrir létta farða dagslega og er þetta BB krem búið að vera í miklu uppáhaldi. Ég er alltaf að prófa nýja farða þannig ég flakka mikið á milli en þetta er búið að vera það eina sem ég nota. Það gefur létta þekju og endist allan daginn. Það er líka ótrúlega góð og fersk lykt af þessu sem er extra hressandi á morgnana.
VISEART THEORY PALETTE
Theory palletturnar frá Viseart eru búnar að vera í miklu uppáhaldi hjá mér en ég keypti mér tvær í seinasta mánuði og er búin að nota þær mikið síðan. Þær eru litlar, þægilegar, litirnir blandast mjög vel og eru litsterkir.
MAYBELLINE – MASTER BLUSH
Mér finnst þessi palletta bara svo ótrúlega krúttleg og þægileg fyrir þá sem vilja kannski prófa fleiri en einn kinnalit á góðu verði. Ég er ekki mikið fyrir kinnaliti en ég er búin að grípa nokkrum sinnum í þessa, sem segir mikið því ég nota alltaf sömu kinnalitina. Þetta er líka örugglega frábær palletta fyrir förðunafræðinga í kittið sitt.
NYX MEGA SHINE – NATURAL
Ég er búin að eiga þennan gloss í svolítinn tíma núna en var að fara í gegnum snyrtidótið mitt um daginn og fann hann aftur. Þessi gloss er fallega “nude” á litinn og ég set hann mikið yfir varablýanta eða aðra varaliti í svipuðum lit. Ég held að glossar séu að koma aftur og mattir litir séu að fara í smá pásu og ég mæli hiklaust með þessum glossum, mjög þægilegir á vörunum og ódýrir.
Takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Helga Sørtveit
Snapchat: gsortveitmakeup
Skrifa Innlegg