fbpx

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR: SNYRTI- OG HÁRVÖRUR

SNYRTIVÖRUR

Halló! Ég er loksins loksins loksins búin í prófum (avúhú). Þetta er búin að vera löng prófatörn því að fyrsta prófið mitt var á fyrsta prófdegi og seinasta prófið á seinasta prófdegi. Þannig ég er ótrúlega ánæg að vera búin og verður þessi vika verður pökkuð því ég á eftir að klára allt fyrir jólin en ég ætla njóta þess í botn að vera í smá fríi. Mig langaði að taka saman jólagjafahugmyndir og leggja áherslu á snyrti- og hárvörur. Þetta eru allt vörur sem ég mæli með í jólapakkann.

 

 

Urban Decay – Naked Cherry – Þessi palletta er ótrúlega falleg og er nýjasta viðbótin við Naked pallettu fjölskylduna hjá Urban Decay. Þessi palletta inniheldur fallega plómutóna sem eiga einstaklega vel við þennan tíma árs. Pallettan inniheldur fallega shimmer liti og einnig matta, þannig það er hægt að gera endalaust af fallegum augnskugga förðunum. Mér finnst þessi palletta ótrúlega flott og tilvalin í jólapakkann.

The Body Shop – Facial Mask Duo  – Æðisleg tvenna af möskum sem hægt er að nota á sama tíma eða í sitthvoru lagi. Himalayan Charcoal maskinn er ótrúlega hreinsandi fyrir húðina og skilur hana eftir ljómandi. Þetta er einn mínum allra uppáhalds hreinsimöskum en mér finnst gott að nota hann þrisvar í mánuði. Síðan er hinn maskinn British Rose sem er rakagefandi og hefur þéttandi áhrif á húðina. Það er einstaklega gott að nota hann eftir að maður er búin að nota hreinsi maskann eða nokkrum dögum seinna. Síðan er mjög sniðugt að multimaska, sem sagt setja hreinsimaskann á T-svæðið og hinn á kinnarnar.

GHD – Classic Wave Wand – Þetta er mitt krullujárn sem ég nota alltaf og elska það! Þetta járn gefur frá sér þessa “hollywood” liði, sem mér finnst svo ótrúlega fallegir. Ég segi alltaf við alla að þetta sé “next level” krullujárn því tæknin á bakvið það er mögnuð en ég skrifaði einmitt um járnið hér, ef þið viljið kynna ykkur það betur. Þetta járn fær mín meðmæli og GHD!

Becca Cosmetics – Be a Light Face Palette – Þessi palletta er í miklu uppáhaldi hjá mér. Það er mikið notagildi í henni en hún inniheldur kinnalit, sólarpúður og tvö púður. Púðrin í þessari pallettu gefa öll frá sér náttúrulegan ljóma án þess að vera með mikið shimmer. Mér finnst hún ótrúlega falleg og vegleg.

Real Techniques – Brush Goals – Þetta sett inniheldur fimm mismunandi bursta og er mjög gott notagildi í þeim öllum. Mér finnst þetta klassísk gjöf fyrir hvern sem er, hvort sem maður er byrjandi eða lengra komin þegar kemur að förðun.

Calvin Klein – Obsessed – Ilmir eru mjög persónubundir þannig þessi gæti kannski ekki verið fyrir alla en ég mæli með að fara og finna lyktina. Ég er svo hrifin af þessari lykt! Hún er mjög frábrugðin öllum öðrum ilmum sem ég hef fundið.

Becca Shimmering Skin Perfector Pressed Highlighter Mini Macaron – Þetta er svo sætt highlighter sett frá Becca Cosmetics og er þetta sérstaklega fyrir þá sem ELSKA ljóma því þetta eru fjórir mismunandi highlighter-ar sem koma saman í einum kassa.

Guerlain Rouge G De Guerlain – Varalitir frá Guerlain sem hægt er að búa til sjálfur. Það er hægt að velja lit og velja síðan hvernig umbúðir maður vill. Mjög skemmtileg gjöf og gaman að gera varalitinn persónulegri.

 

Vonandi hjálpar þessi listi einhverjum sem eru í jólagjafa hugleiðingum en mig langar líka að minna á að það er hugurinn sem gildir xx

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

KÓSÝ & MJÚK JÓLANÁTTFÖT

Skrifa Innlegg