fbpx

ÓSKALISTINN // SEPTEMBER

ÓskalistinnSamstarf

Á meðan haustlægðin gengur yfir getum við látið okkur dreyma um fallega hluti og nýjar yfirhafnir. Ég fékk símtal í dag að “Svönulegasti” pelsinn væri komin í verslunina Vila, umrætt símtal kom frá móður minni sem venjulega styður ekki við óþarfa eyðslu dóttur sinnar – en hún hafði rétt fyrir sér með þennan gullfallega hlébarðapels. Ég féll í leiðinni fyrir kamel brúnni klassískri kápu ásamt nokkrum öðrum hlutum sem fá að bíða betri tíma. Ég komst á flug og setti saman haust óskalista septembermánaðar. Ég vona að hann komi ykkur að góðum notum og kveiki innblástur. Hann gerir það svo sannarlega fyrir mig ♡

// 1. Iittala Virva er nýr lampi úr smiðju finnska hönnunarfyrirtækisins. Munnblásið glerið kemur í tveimur litum linen og dark grey. Þessi ljósbrúni er fullkominn í mínum augum og ég sé hann fyrir mér í svefnherberginu jafnt í stofunni. iittala.com

// 2. Fjólublá rúmföt frá sænska merkinu Tekla eru þau allra flottustu – ég er bálskotin í þessum lit. Norr11.

// 3. Y stóll Hans Wegner – pssst hann er á 15% afslætti út helgina í Epal. Mig vantar einmitt eitt stykki við borðið okkar. Epal. 

// 4. Smart hvítt naglalakk frá Chanel. Snyrtivöruverslanir.

// 5. Fullkominn hlébarðapels frá Vila – ég á vissulega einn fyrir en það er kominn tími á uppfærslu vegna ofnotkunar og þessi er draumur. Svo viðurkenni ég að Vila er miklu uppáhaldi hjá mér – ég get nefnilega alltaf fundið mér eitthvað – líka buxur ! Love it ♡ Vila. 

// 6. Beige lituð klassísk kápa frá Vila sem passar við nánast allt, jiminn hvað ég var fín í þessari (í mátunarklefanum). Vila. 

// 7. Becca glaze stick er á óskalistanum fyrir smá gljáandi húð fyrir haustlægðina. Ég prófaði þetta stifti fyrst í förðunarnáminu og núna er það komið á óskalistann minn. Snyrtivöruverslanir. 

// 8. Pappelina motta röndótt í eldhúsið væri hrikalega smart, það er einmitt 20% afmælisafsláttur af Pappelina hjá Kokku út septembermánuð – mæli svo sannarlega með. Kokka. 

// 9. Haust kertið frá HAF er væntanlegt og ég get ekki beðið. Vetur kertið er í miklu uppáhaldi svo ég á von á góðu. HAF store. 

// 10. Klassísku Stoff stjakarnir ásamt nýlegri viðbót til að stinga í blómum, skemmtileg hönnun til að safna. Snúran. 

// 11. Sólarpúður frá Becca er í uppáhaldi og hef ég keypt mér nokkur og núna er kominn tími til að endurnýja. Mæli með!

// 12. Smart og stílhreinir hvítir strigaskór. Apríl Skór. 

Takk fyrir lesturinn ♡

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

HAUST & VETRARLÍNAN MEÐ FERM LIVING

Skrifa Innlegg