JÓLAGJAFAHUGMYNDIR: DEKUR

DEKURHreinsivörurÓSKALISTITAX FREE

DEKUR

Ég er með endalaust af jólagjafahugmyndum og er búin að fá nokkrar fyrirspurnir um að gera jólagjafalista. Ég ákvað samt að skipta þessu niður í nokkra hluta og ætla byrja á dekur hlutanum.

Mér finnst alltaf mjög sterkur leikur að gefa einhverjum eitthvað dekur eða húðvörur í gjafir eða til dæmis jólagjöf. Mig langaði að sýna ykkur nokkrar vörur sem ég mæli með að gefa einhverjum sem ykkur þykir væntum og á skilið dekur.

 

*Færslan er ekki kostuð en inniheldur affilate links

 

1. BRAZILIAN CUPACU SCRUB-IN-OIL

Líkamsskrúbbar eru eitthvað sem alltaf er gaman að fá og maður er kannski ekki alltaf að splæsa á sig. Mér finnst skrúbbarnir frá The Body Shop einstaklega veglegir og falleg gjöf. Þessi er í miklu uppáhaldi hjá mér, hann skrúbbar húðina ótrúlega vel, nærir og skilur hana eftir silkimjúka.

 

2. EGF EYE MASK TREATMENT

Ég hugsa að margar mömmur yrðu mjög ánægðar með þessa gjöf en þetta er æðisleg vara frá BIOEFFECT. Þessi vara dregur úr þreytu  í kringum augun, minnkar fínar línur, þéttir, birtir til og gefur raka.

 

30 DAY TREATMENT

Þetta er 30 daga meðferðin frá BIOEFFECT en þessi vara á að gefa húðinni meiri raka, ljóma, draga úr fínum línum, minnka svitaholur og draga úr roða. Algjör töfravara og er beint farin á óskalistann hjá mér!

L’occitane Almond Cleansing & Soothing Shower

 

Fullkomið fyrir þá sem eru alltaf á hraðferð en þetta er yndisleg sturtu olía sem gefur raka, æðislega lykt og skilur húðina eftir silkimjúka. Þetta er uppáhalds varan hennar mömmu og ef ég er í vafa hvað ég eigi að gefa henni þá kaupi ég alltaf þetta, klikkar aldrei.

 

GLAM GLOW SUPERMUD

Alltaf þegar einhver spyr mig “hvað ætti ég að gefa henni/honum í jólagjöf?” þá segi ég nánast alltaf maska en mér finnst það svo klassísk og flott gjöf. Það er líka einstaklega kósý og notalegt að setja á sig maska í jólafríinu. Þessi maski frá GlamGlow hreinsar vel úr svitaholum og dregur í sig öll óhreinindi.

 

HOME MASSAGE CANDLE SWEET AMBER

Hvernig væri að gefa einhverjum Spa heim til sín? Þetta kerti bíður nánast uppá það en þetta kerti er hægt að nota sem nuddolíu eða bera á sig sem body lotion. Þú kveikir einfaldlega á kertinu og leyfir vaxinu að bráðna, því næst geturu borið olíuna á líkamann. Vaxið úr kertinu er unnið úr nærandi olíum og má því bera beint á húðina. Varan er lífræn með viðbættri náttúrulegri blöndu og inniheldur engin aukaefni.

 

PREP FOR A PERFECT PARTY

Mér finnst þessi pakki algjör snilldar gjöf, þetta er dekur pakki sem er ætlað að nota fyrir eitthvað skemmtilegt tilefni. Þetta eru allt vörur sem eiga að gera húðina ferskari, bjartari, vel nærða og tilbúna fyrir kvöldið. Þetta gæti verið mjög sniðugt til dæmis fyrir gamlárskvöld..

 

DRINK UP – INTENSIVE OVERNIGHT MASK

Þessi maski er algjör rakabomba og einstaklega gott að nota núna í kuldanum. Fullkomin gjöf í kuldanum á Íslandi og svo er líka mjög góð lykt af honum. Ég nota þennan maska oft á kvöldin og sef með hann, þá vakna ég endurnærð í húðinni.

 

GJAFABRÉF Í HÚÐHREINSUN

Síðast en alls ekki síst þá er mjög sniðugt að gefa gjafabréf í húðhreinsun eða rakameðferð. Ég mæli mjög mikið með að fara til Heiðdísar sem er með Fegurð og Spa. Ég er búin að fara nokkrum sinnum til hennar í húðhreinsun og er alltaf jafn sátt. Það er síðan hægt að fara í spa eftir meðferðirnar sem gerir þetta ennþá æðislegra.

 

Vonandi hjálpaði þetta ykkur sem eruð í jólagjafaleiðangri en ég mun koma með fleiri hugmyndir á næstu vikum xx

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 


*Allar umfjallanir um vörur eða annað kemur frá mér sjálfri og gef ég alltaf hreinskilið svar

TECH NECK

HreinsivörurHÚÐRÚTÍNAMASKAR
*Vörurnar fékk greinahöfundur að gjöf/færslan inniheldur affilate link

Ég og kærasti minn tókum skyndiákvörðun og ákvaðum að skella okkur uppí bústað um helgina. Það er alltaf svo róandi og kósý að fara uppí sveit. Mér finnst það líka vera fullkominn tími til þess að dekra aðeins við sig og þá sérstaklega við húðina.

Ég tók með mér nokkrar vörur sem eru auðveldar og einfaldar í notkun og var þar ein vara sem ég er búin að vera einstaklega spennt fyrir en það er Hydro Firming Neck Gels frá Skyn Iceland. Þetta er hálfgerður “maski” fyrir hálsinn en þetta er einsog nokkurs konar “plástur” sem maður setur á hálsinn og er með í 10 mín. Þessi vara á að draga úr fínum línum, gefa raka og styrkja húðina.

Ég verð að viðkenna að ég hef aldrei pælt neitt mikið í hálsinum á mér eða hvernig hann lítur út en um daginn heyrði ég að það sé til orðtak sem heitir “tech neck“, ótrúlegt en satt. Þetta orðtak er komið frá því að það er farið að sjást á hálsinum á fólki vegna símanotkunar. Ég var mjög hissa þegar ég heyrði þetta fyrst og trúði þessu varla en fór strax á netið og kynnti mér málið. Þar sá ég hvað þetta er að hafa mikil áhrif að á líkamann, innan sem og utan. Það er samt mjög jákvætt að vera meðvitaður um þetta núna og geta passa sig á því að líta stundum uppúr símanum.

Ég setti einnig á mig kraftmikinn augnmaska frá BIOEFFECT og finn ég virkilega mikin mun undir augunum eftir að ég nota þessa vöru. Það fylgir augnserum með sem maður setur fyrst undir augun og síðan “plástrana” yfir það. Mér finnst líka æðislegt hvað þetta helst vel á undir augunum og er ekki að fara neitt.

Það er mjög mikilvægt að muna að þótt að maður sé í fríi að gleyma ekki að hugsa vel um húðina sína ..

Vonandi var helgin ykkar æðisleg xx

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 


*Allar umfjallanir um vörur eða annað kemur frá mér sjálfri og gef ég alltaf hreinskilið svar

My everyday base

Shopping

smink1

smink3  smink4

This is what I normally use everyday.

Under my eyes I first use hydrating eye primer and then high definition concealer, both from Smashbox. As a base for the rest of my face I use Lancome Miracle Air de Teint, a super light foundation that is super easy to apply, Cant live without it! I finish off with a light transparent powder and Smashbox contour kit or  Wonder powder from MakeUpStore also contouring. My blush is by Lancome and it is long lasting blush that stays all day. My favorite mascara now is Stay Long by Clarins, it has a little serum in it so my eyelashes stays long. When I stop using it I can see that my lashes gets smaller. A Very addictive mascara ;)

My day cream and cleansing are both from Skyn Iceland, these are also products I cant be without. In the summer I use a lighter day cream and as for now in the winter my face gets very dry so I use Arctic Hydrating Balm in my whole face and under eye hydrating pen under and around my eyes. As cleanse I use Glacial Face Wash witch lasts me very long and it soo good.

 

smink7

This post is not sponsored.

Love,

L

Góðgæti á Pop Up

Ég Mæli MeðFashionLífið MittNetverslanirNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtivörur

Næstu daga ætlum við Tumi að velja okkur gott tækifæri – þ.e. góðan veðurdag – fyrir göngutúr í bænum. Ætlunin er að heimsækja kæra vinkonu sem ætlar að poppa upp inní GK Reykjavík með æðislega fallegu netverslunina sína og vörurnar sem fást þar!

Screen Shot 2015-09-02 at 9.37.30 PM

Inná nola.is fáið þið margar æðislegar vörur þar má nefna snyrtivörur frá merkjunum, Sara Happ, Anastasia Beverly Hills, Herbivore Botanicals og einu yndislegasta húðvörumerki allra tíma sem er Skyn Iceland. Ég talaði t.d. um merkið inná snappinu mínu í gærkvöldi.

Frá því ég kynntist merkinu fyrst hef ég verið dolfallin yfir því. Vörurnar eru svo góðar og fallegar og þær hafa svo góð áhrif á húðina. Hugsunin á bakvið vörurnar er að þær koma húðinni í gott jafnvægi. Stress og álag í umhverfi okkar, lífi og starfi getur haft mjög neikvæð áhrif á húðina sem til að mynda getur flýtt öldrun húðarinnar og það viljum við ekki. Vörurnar eru gerðar með þvð í huga að róa húðina, hjálpa henni að slaka á og endurnærast. Þær fríska uppá húðina, gefa henni raka og fallega áferð. Ég held ég sé núna nánast búin að prófa allar vörurnar frá merkinu og þær eru hver annarri glæsilegri.

skynpop

Oxygen Infusion Night CreamPure Cloud CreamIcelandic Relief Eye Cream,
smellið á nöfn varanna og linkurinn færir ykkur inná vörurnar á heimasíðu nola.is

Hér sjáið þið þrjár vörur sem hafa átt hug minn og hjarta frá fyrstu notkun. Þær fá sinn tíma í sviðsljósinu seinna en í þetta sinn ætla ég að beina ljósinu á nýjustu vöru merkisins sem er andlitsolía. Ef þið lásuð færsluna mína í gær um olíur og jákvæðu áhrifin sem þær hafa á húðina þá er þetta vara sem þið ættuð að skoða og nýtið tækifærið og fáið að skoða hana almennilega inní GK Reykjavík um helgina.

En olíur koma húðinni í jafnvægi, þær gefa drjúgan raka sem endist lengur, þær róa húðina, þær hjálpa henni að slaka á og það er hægt að dekra sérstaklega vel við húðina með hjálp þessarar olíu. Ég er búin að prófa hana fjórum sinnum núna – ég fékk hana í gær! Ég bar hana á mig í gærkvöldi, í morgun, um miðjan daginn og núna í kvöld – það má með sanni segja að ég fæ ekki nóg. Í hvert sinn tek ég mér nokkrar mínútur og nudda henni vel inní húðina og örva þannig virkni hennar og inntöku húðarinnar og um leið fær húðin mín góða slökun – mæli með andlitsnuddi.

skynpop3

Arctic Face Oil – inná nola.is

Arctic Face Oil er sett saman úr 99,9% Cameline olíu sem er kaldpressuð olía sem er stútfull af næringarríkum efnum. Camelina Sativa er plantan sem olían er unnin úr sem lifir í mjög köldu umhverfi. Hún inniheldur fitusýrur sem gerir henni kleift að lifa í svona köldu umhverfi og við erfiðar veðuraðstæður – hljómar þetta ekki mögulega kunngulega! Olían hefur því svakalega góð langvarandi áhrif á húðina, hún gefur henni næringu, mikinn raka sem dugir lengi, hún róar hana, gefur henni aukinn ljóma og loks gefur hún henni aukna fyllingu svo smám saman minnkar sýnileiki lína og hrukkna.

Ég veit ég er bara búin að nota hana fjórum sinnum en ég myndi ekki skrifa um hana og hvað þá skrifa svona vel m hana svona snemma nema ég væri svona viss um ágæti hennar og virkni.

 

En viðvera yndislegu varanna frá Skyn Iceland og hinna vina hennar á nola.is er ekki eina ástæða ferðar minnar í GK Reykjavík því ég iða í skinninu við að fá að líta augun á töskurnar frá Calvin Klein sem voru að koma – svona ef það eru einhverjar af þeim eftir!

Mér finnst þessar alveg trylltar – hvað segið þið!

En ég meina það af öllum lífs og sálarkröftum þegar ég segi að Skyn Iceland vörurnar séu einhverjar þær bestu húðvörur sem ég hef kynnst og prófað. Þær eru einfaldar í notkun – þær standa við allt sem þær segjast ætla að gera og rúmlega það. Svo ferð á Pop Up Partý í GK Reykjavík er nauðsynleg en partýið stendur yfir fram á laugardag.

Meldið ykkur hér! – NOLA POP-UP X GK REYKJAVÍK

EH

Engin greiðsla er þegin fyrir þessa færslu – bara vinaleg ábending um tækifæri til að kynnast nokkrum af mínum uppáhalds húðvörum!

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Sumargjöf: frá mér til mín!

DiorFallegtLífið MittNýtt í snyrtibuddunni minniShopSnyrtibuddan mínSS15YSL

Stundum finnst mér gaman að gleðja sjálfa mig með dásamlegum snyrtivörum. Ég nýtti tækifærið á Miðnæturopnun Kringlunnar um daginn og gaf sjálfri mér smá sumargjöf. Ég var búin að kaupa fyrir Aðalstein og fyrir Tinna og meirað segja fyrir bumbubúann svo mér leið smá útundan. Ég var virkilega glöð með gjöfina þó ég segi sjálf frá og ekki leiðinlegt að fá svona fallegar vörur á extra góðu verði….

sumargjöf5

Hér fyrir neðan getið þið séð betur sumargjöfina mína ásamt smá texta um afhverju ég ákvað að gleðja mig sjálfa með þeim :)

sumargjöf4

Hydro Cool Firming Eye Gels frá Skyn Iceland

Ég veit um fáar vörur sem mér finnst dekra jafn vel við augnsvæðið mitt og þessir dásamlegu púðar. Þeir vekja húðina svo vel á morgnanna og ég bara dýrka þá – eins og allar aðrar vörur frá merkinu. Púðarnir fara beint undir augun, þeir draga úr þrota og vökvasöfnun, kæla húðina og hjálpa henni að slaka á og undirbúa sig fyrir daginn – já og jafna sig eftir nóttina eitthvað sem ég þarf mikið á að halda. Mér finnst líka æðislegt að bjóða konum uppá að slaka aðeins á með þessa á sér áður en ég farða þær og ég þarf að fylla á byrgðarnar fyrir brúðarfarðanir sumarsins. Augnpúðarnir fást HÉR hjá Karin minni á nola.is en ég splæsti í þessa á Miðnæturopnun Kringlunnar því Skyn Iceland vörurnar eru mættar í Lyf og Heilsu – þvílík snilld!

sumargjöf3 copy

Augnskuggapalletta úr sumarlúkki Dior – 746 Ambre Nuit

Ég er ástfangin af sumarlínu Dior – sem ætti ekki að hafa farið framhjá ykkur. Ég fékk sýnishorn af nokkrum vörum en ég var að eignast þessa pallettu líka svo ég ákvað að nýta mér afsláttinn sem var af snyrtivörum í Hagkaup á Miðnæturopnuninni og nú á ég þessa fegurð. Litirnir finnst mér tímalausir og elegant – þeir fara mér og þeir munu nýtast mér vel í brúðarfarðanir sumarsins. Nýja formúla augnskugganna frá Dior er æðisleg og ég fæ ekki nóg af fimm lita pallettunum.

sumargjöf2 copy

Diorshow Kohl úr sumarlúkki Dior í litnum Pearly Platine nr. 559

Kremuðu augnskuggablýantarnir frá Dior komu fyrst í vorlúkki merkisins og hér eru á ferðinni blýantar sem er hægt að nota sem augnskugga, sem augnskuggagrunn, sem eyeliner eða sem highlighter ofan á dökka förðun. Það komu tveir one shot litir í sumarlúkkinu, ég fékk sýnishorn af öðrum þeirra sem er túrkisblár – ég vissi að ég yrði að eiga þennan líka því þetta er tímalaus litur. Þetta er formúla sem ég kann að meta og þá er gott að eiga breytt litaúrval til að grípa í þegar maður þarf. Svona metallic litir eru flottir í kringum augun í sumar þegar sólin er sem mest því áferðin gefur augunum svo fallegan ljóma því hún endurkastar birtunni af sér.

sumargjöf

 Couture Palette Collector Rock Lace Edition úr Touche Éclat lúkkinu
frá Yves Saint Laurent

Ég missti smá andann þegar ég sá þessa dásamlega fallegu pallettu frá YSL. Hún kom með Touche Écalt lúkkinu sem merkið sendi frá sér í tilefni þess að það var að koma nýtt útlit á gullpennanum. Pallettan er algjörlega ómóstæðileg og ekki hjálpaði til að ég fékk extra afslátt af henni því það var YSL kynning inní Hagkaup og því afsláttur fyrir svo bættist 20% miðnæturopnunar afslátturinn við svo hún kostaði hlægilega upphæð. Aftur þá eru 5 lita palletturnar frá YSL búnar að fá yfirhalningu, nýtt lúkk og ný formúla og þeir eru æði. Ég hlakka mikið til að prófa mig áfram með þessa og blanda þessum fallegu litum saman. Þetta eru litir sem fara öllum konum vel svo ef þið eruð jafn heillaðar og ég þá mæli ég með því að þið gefið ykkur hana líka í sumargjöf – maður verður að gera vel við sig stundum.

Þetta voru sumargjafirnar mínar – svo sannarlega eitthvað sem ég þurfti nauðsynlega á að halda og ég er sjálfri mér virkilega þakklát fyrir svona fallegar gjafir ;)

Njótið dagsins***

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér keypti ég sjálf. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Spurt&Svarað: Karin

Ég Mæli MeðHúðMakeup ArtistNetverslanirSnyrtivörur

Ein af þeim yndislegustu konum sem ég hef verið svo heppn að fá að kynnast á síðustu árum er hún Karin Kristjana. Það er eiginlega hálf kjánalegt að við náðum ekki að kynnast almennilega fyr en synir okkar byrjuðu saman hjá dagmömmu þar sem við höfum alltaf svona vitað af hvor annarri í gegnum förðunarheiminn. Karin er algjör perla, húmoristi og ein af þeim brosmildustu sem ég hef kynnst – hún hefur líka sannað það fyrir mér og öllum í kringum sig að maður á ekki að láta neitt stoppa sig en fyrir ári síðan opnaði hún vefverslunina nola.is. Á örstuttum tíma hefur Karin sannað sig í þessum risastóra förðunarheimi með sýna dásamlegu verslun en þar er hún með vörur frá hinum ýmsu merkjum. Mörg merkjanna eru nú þegar orðin ómissandi í minni snyrtibuddu t.d. Skyn Iceland, Anastasia Beverly Hills, Embryolissem, ILIA og allar vörurnar frá Sara Happ!

Ég fékk að senda nokkrar spurningar á hana Karin og svörin stóðu að sjálfsögðu ekki á sér og hér fæ ég að deila þeim með ykkur…

10370954_10152561156140194_2443870929385742586_n

Mynd: Íris Dögg

Hvað er skemmtilegasta förðurnarverkefnið sem þú hefur tekið að þér og hvert er draumaverkefnið þitt?Úff þegar stórt er spurt….ég er ekki viss um að ég geti nefnt eitthvað ákveðið, finnst öll verkefni svo ólík og skemmtileg á sinn hátt. Skemmtilegast er þó að vinna með góðu fólki. En jú auðvitað stendur uppúr að farða Karolínu beauty editor af rússneska VOGUE, að fara út á NYFW og Danish Fashion Week, gera auglýsingar, tískuþætti, bíó og þess háttar en ég finn samt að ég er alltaf í essinu mínu þegar ég er að farða venjulegar konur sem eru að gera vel við sig fyrir viðburði því það er svo gaman að sjá viðbrögðin þeirra þegar þær líta í spegil og ljóma.

Hvaða snyrtivörur eru í uppáhaldi hjá þér?
Ég nota heilan helling af snyrtivörum og þá aðallega Skyn ICELAND. Ég er gjörsamlega heilluð af þessum vörum, virkninni og sögu merkisins. Ég er líka orðin mjög meðvituð um innihaldsefni og þessar vörur henta mínum ramma. Ég gjörsamlega elska: Nordic Skin Peel, Arctic Elixir, the ANTIDOTE Cooling Daily Lotion, Pure Cloud Cream og Oxygen Infusion Night Cream. Svo nota ég líka Argan Oil Light frá Josie Maran.

10636177_756537234403981_7058841980616742505_n

Hvaða ilmvatn er í uppáhaldi hjá þér?
Ég hef í mörg ár notað CK Be frá Calvin Klein og elska þennan ilm á báðum kynjum. Hinsvegar er vinkona mín alltaf að blanda saman ilmkjarnaolíum og er búin að búa til sína lykt. Það er svo fáránlega góð lykt af henni að ég er líka að vinna í því að finna mína lykt með hreinum ilmkjarnaolíum. Þetta er í vinnslu, þangað til sniffa ég bara af henni ;-) hihi

Hvaða snyrtivara/förðunarvara er á óskalistanum?
Mig langar soldið að prófa farða frá YSL og Dior. Mig langar líka í nokkrar vörur frá IT Cosmetics, Ég slefa yfir Hourglass merkinu eins og það leggur sig, langar líka í augnskugga frá ColourPop, highlight frá BECCA, Liquid Lipsticks frá Anastasia, airbrush farðann í spreybrúsanum frá Sephora, allt frá OCC Cosmetics.….við skulum bara stoppa hér því þessi listi endar aldrei.

11057317_846062345451469_8782858929293963838_n

Vörurnar frá ILIA eru alveg æðislegar – persónulega er ég hrifnust af kinnastiftunum og maskarinn er æði, í fyrsta sinn sem é prófa maskara frá lífrænu merki sem gefur öðrum ekkert eftir! – EH

Lýstu fyrir okkur hvernig fullkomin vorförðun væri í þínum huga.
Brúnkuspreyið frá Saint Tropez til að fá smá húðlit, ekki veitir af eftir þennann vetur, Tinted Moisturizer frá ILIA, Concealer frá ILIA eða Line Smoothing Concealer frá Clinique, Contour Pallettan frá ANASTASIA, Polkadots & Moonbeam krem highlight frá ILIA, Krem kinnalit (Multistick frá ILIA) get ekki valið lit, Perfect Brow Pencil frá ANASTASIA og Tinted Brow Gel og hafa brúnirnar soldið miklar. Á augun myndi ég blanda saman Era og Shroom (MAC), ILIA maskari og stök augnhár (knot free) frá Modelrock Lashes, Á varirnar myndi ég svo setja fallegan bjartan lit frá ILIA, ColourPOP, Hourglass, OCC, MAC eða…..eða… – Fullkomin vorförðun sem hægt er að útfæra fyrir hverja einustu konu.

Hvaða merki er í áberandi miklum meiri hluta í þinni snyrtibuddu?
Mac, ILIA, OCC, Clinique, Anastasia Beverly Hills…

10703958_797481190309585_6959984376761881642_n

Ef þið hafið ekki prófað Dipbrow Pomade frá Anastasia Beverly Hills þá eruð þið að missa af miklu – ein sú allra besta augabrúnavara sem ég hef prófað! – EH

Hvaða 5 förðunarvörur eru ómissandi hjá þér?
Farði, hyljari, augabrúnablýantur, maskari og varasalvi í töskuna mína en fyrir kittið mitt er það: Studio Finish Concealer pallettan frá MAC, P&P loose powder frá MAC, Tinted og Clear Eyebrow Gel frá Anastasia, Peek-A-Boo gloss frá ILIA & augnskuggapalletturnar. Svo má ekki gleyma “börnunum mínum”/allir burstarnir ;-)

Hvað er að frétta af nola.is og er eitthvað spennandi framundan?
Það er sko allt frábært að frétta af nola.is. Ný síða kemur í loftið á næstu dögum, erum komin með nýtt lógó sem var hannað af snillingum hjá Brandenburg, mikið af sjúklega flottum nýjungum og mögulegt samstarf milli merkja….það er alltaf eitthvað spennandi í gangi :)

10385381_849742458416791_9091062003560189003_n

Nýja logoið hjá nola – hrikaleg flott og ég get ekki beðið eftir að sjá nýju síðuna sem opnar innan skamms… – EH

Lumar þú á einu förðurnarráði í lokin sem þig langar að deila með okkur?
Fyrst og fremst að skrúbba húðina og nota rakakrem að staðaldri svo farðinn verði ekki eins og sandpappír á húðinni. Fyrir þær sem eiga við það vandamál að stríða að augnskugginn dofni, fari í línur, eða jafnvel bara alveg af mæli ég með að nota alltaf Paint Pot frá MAC undir, hann virkar eins og lím fyrir púður augnskugga. Nota púður í algjöru lámarki.

Húðin mín gæti persónulega ekki lifað án þessara tveggja vara – Lait-Créme Concontré og The Antidote Cooling Daily Lotion – EH

Ég vona að ég hafi náð að kynna þessa perlu aðeins fyrir ykkur en annars mæli ég endregið með að þið lesið viðtal við hana sem birtist nýlega í NUDE Magazine HÉR.

Svo hlakka ég mikið til að sjá nýju síðu nola.is en Karin lofar einhverju fjöri í kringum það inná Facebook síðu merkisins sem þið ættuð endilega að fylgja – NOLA.IS Á FACEBOOK – ég er alla vega mega spennt!

Takk fyrir þetta Karin mín – tökum kaffi FLJÓTT! ;)

EH

Annað dress & förðun dagsins

Annað DressLífið MittLúkkMACmakeupMakeup ArtistNýtt í Fataskápnum

Það eru ekki allir sem eru svo heppnir að eiga vinkonu sem heimtar að fá mann í förðun á föstudagsmorgni en ég er svo heppin. Dagurinn byrjaði í kaffi og kósý hjá Karin minni sem er eigandi nola.is sem dauðlangaði að gera dökka augnförðun á mig og prófa nýju augnhárin frá Model Rock – þau lúkka mjög vel eins og þið fáið að sjá smá alla vega í þessari færslu.

Annars hefur dagurinn farið í mega stúss hjá okkur Aðalsteini þar sem markmiðið er að ná að klára mjög mikið í íbúðinni fyrir sunnudaginn þegar von er á gestum í 25 ára afmæliskaffi. Dress dagsins er þó ekki beint dagsins heldur það sama og ég klæddist í gær á frumsýningu Grafir og Bein – myndin er mjööög krípí! Svo þegar heim var komið var engin til að taka dressmynd en það var svo sem ekkert ljós til að taka þannig mynd heldur svo ég dró Aðalstein með mér útí garð og fékk hann til að taka myndir.

dressyaspeysa

Ég er svaka montin með þessa förðun – ég fór mjög stolt inní IKEA í dag með dökka kvöldförðun og gervihár – þetta var nota bene um hádegisbil :)

dressyaspeysa4

Peysan hér á myndinni er frá YAS sem er svona fínasta merkið sem fæst í Vero Moda. Fyrir ykkur sem vita það ekki þá er ég farin að vinna þar sem merchandiser – hrikalega skemmtilegt en hættulegt þegar maður vinnur í kringum svona falleg föt. Peysan kom fyrst fyrir nokkrum vikum og seldist strax upp svo komu aðeins fleiri í sendingunni fyrir helgi og ég gat ekki sagt nei við sjálfa mig þó ég hafi ekki ætlað að kaupa mér hana, úpps :)

dressyaspeysa2

Karin notaði aðallega vörur frá MAC en varaglossinn er frá Söru Happ, húðvörurnar eru sjálfsögðu frá Skyn Iceland og augnhárin eru Modelrock Lashes – sem fást nú á nola.is!

dressyaspeysa5

Peysa: YAS frá Vero Moda – ég er alveg sjúk í hana fullkomin svona fín peysa til að henda yfir sig.

Bolur: VILA – ég nota þennan svakalega mikið við svona fínni tilefni. Ég á ekki marga svona fína boli aðallega bara skyrtur svo þegar þær virka ekki þá er þessi tekinn fram.

Buxur: Selected – ég er svaka ánægð með þessar töff buxur sem eru dökkbláar með svartri vax áferð á hliðunum sem mun ábyggilega dofna með tímanum en þá er bara að passa uppá að þvo þær líka örsjaldan og bara þegar þær þurfa á því að halda.

Skór: Camilla Pihl fyrir Bianco, fallegu ökklastígvélin sem ég gaf sjálfri mér í afmælisgjöf – hin stígvélin voru útgáfugjöf. Sýni ykkur þessa betur við tækifæri :)

dressyaspeysa3

Þó svo að peysan hafi ekki átt að koma með mér heim þennan dag er ég mjög glöð að ég ákvað að leyfa henni það. Það er og verður alltaf stórhættulegt að vinna í fataverslun það er bara þannig ;)

Eigið þið góða helgi elskurnar***

EH

Kælandi djúphreinsiþurrkur

Ég Mæli MeðHúðNetverslanirSnyrtivörur

Ég veit fátt betra en húðvörurnar frá Skyn Iceland. Ég hef prófað núna langflestar vörurnar og ég hef aldrei orðið fyrir vonbrigðum. Ég elska stílhreint útlit varanna og ég elska einfaldleikann við þær – það er ekki verið að flækja neitt með neinum svakalegum loforðum þetta eru bara vörur sem standa fyrir sínu.

Stundum held ég að ég sé ein í mínum heimi – heillist bara af öllu (samt ekki, lofa;)) og það sé ekkert að marka mig. Svo stundum þá fæ ég mat frá öðrum í kringum mig. Um helgina fékk ég að plata tengdó og vinkonur til að prófa nokkrar vörur og fá að hlera hvað þeim fannst, ein af þeim vörum er Nordic Skin Peel frá Skyn Iceland.

nordicskinpeel2

Fyrst aðeins það sem mér finnst…. Dásamlegi ilmurinn af þessum frábæru þurrkum vekur mig á morgnanna. Þó ég noti þær ekki einu sinni á hverjum degi, þá er ég lúmskt dugleg að þefa af þeim og þær bætast við á vaxandi lista yfir þær snyrtivörur sem vekja mig betur en espresso bolli eftir svefnlausa nótt.

nordicskinpeel

Í boxinu eru eiginlega örþunnar skífur – en samt rosa þéttar og þær eru ríkar af æðislegum vökva sem inniheldur mjólkursýrur og ávaxtaensím sem sjá um að húðin endurnýji sig, þau hreinsa úr opnum svitaholum og endurvekja hreinleika, frískleika og ljóma húðarinnar. Skífurnar skrúbba húðina á ótrúlega mjúkan hátt og eftir stendur tandurhrein húð. Í alvöru þá held ég að ég hafi ekki verið með svona hreina húð eftir að ég fór að nota þessar skífur og Clarisonic burstann til að hreinsa húðina.

En þá að dómnefnd helgarinnar – allar voru þær þrjár yfir sig hrifnar af þessum skífum og það var mjög skemmtilegt að fylgjast með því hvað þær voru hissa þegar þær sáu óhreinindin í skífunum eftir að þær voru búnar að hreinsa húðina. Þær voru nú sannfærðar um að þær væru með tandurhreina húð. Þær voru allar æstar í að eignast svona skífur eftir að þær voru búnar að prófa svo ég vísaði þeim að sjálfsögðu beint inná nola.is og sýndi þeim hvar þær gætu keypt þær. En mér finnst einmitt frábær meðmæli þegar, eftir að konur eru búnar að fá að prófa vörur, vilja ólmar kaupa þær og líka þegar þær segjast myndu hiklaust mæla með þeim fyrir aðrar.

Þrátt fyrir að hreinsa húðina mjög vel þá er þetta ekki hreinsun sem mann svíður undan – passið þó að setja ekki þurrkurnar yfir augun eða varirnar – það væri ekki góð hugmynd. Þurrkurnar nota ég svona 2-3 í viku og alltaf á morgnanna, mér finnst það passlegt og eitt box af skífum dugir því mjög lengi því þær eru mjög margar í hverju boxi. Svo ég taki það nú fram líka þá nota ég skífurnar ekki til að þrífa af mér farða, ég nota þær til að þrífa húðina eftir að ég er búin að þrífa allar förðunarvörur svo ég fái sem mesta virkni úr þeim – þ.e. ef ég nota þær á kvöldin.

Ef ykkur líst vel á Nordic Skin Peel þá fáið þið þær HÉR.

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Myndir frá Pop Up markaðnum á KEX

HúðLífið MittNetverslanirNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtivörur

Á fallegum haust laugardegi fékk ég að aðstoða eina góða vinkonu á Pop Up markaði sem 5 flottar netverslanir stóðu fyrir á KEX Hosteli á Skúlagötu.

Verslanirnar sem voru á staðnum heita:

Ég var að sjálfsögðu með myndavéina á lofti og tók myndir af fallegum vörum sem heilluðu mig.

Ég var að sjálfsögðu á staðnum til að hjálpa yndislegu vinkonu minni Karin sem er með nola.is og selur þar meðal annars einhverjar af allra dásamlegusut húðvörum sem fyrir finnast – Skyn Iceland. Eftir nokkra skemmtilega tíma og mikið spjall – ég hitt alveg ótrúlega marga þarna sem ég þekki – var ég kvödd með dýrindis glaðning frá merkinu sem ég verð að segja ykkur betur frá…

popup40

Tveggja þrepa Fresh Start maskinn frá merkinu er sjúklega spennandi en hver pakki inniheldur 6 maska samtals og hann fæst HÉR. Í lýsingu um maskann segir að hann sé himnasending fyrir úrvinda húð – það hljómar eins og ég eftir helgi þegar ég skila af mér frekar stóru blaði í prent – já í prent takk fyrir, en meira um það síðar ;)

Ég fór þó með meira, skírnargjöf fyrir lítinn vin, stafaborða fyrir soninn og bangsasnuð fyrir einn lítinn fræna.

Ef þið eruð ekki enn búin að kynna ykkur þessar flottu verslanir þá verðið þið að kippa því í liðinn. Hér er um að ræða frábærar verslanir sem gefa ekkert eftir í þjónustulund þó svo þær séu starfandi í gegnum netið. Ég hlakka bara til næsta markaðar en það er eins gott það verði annar fyrir jól því hjá þessum búðum eru margar flottar hugmyndir fyrir jólagjafir :)

EH

Annað dress – Justin & húðin

Annað DressÉg Mæli MeðHúðLífið MittNetverslanirSnyrtivörur

Ég eins og flestir aðrir skemmti mér konunglega á Justin tónleikunum síðustu helgi! Þetta voru í raun fyrstu alvöru tónleikarnir sem ég hef farið á og þeir og Justin stóðust alveg væntingar og rúmlega það.

Við Aðalsteinn mættum snemma þar sem undirrituð var spennt að sjá þá félaga Högna og Daníel Ágúst í GusGus enda alltof langt síðan ég hef farið á tónleika með þeim – langar helst eftir þessa frábæru frammistöðu þeirra að fara á útgáfutónleikana 5. sept. DJ-inn sem tók svo við var frábær en hann tönnslaðist sífellt á því að Justin væri í húsinu og því var hálf pínlegt að við þurftum að bíða í hálftíma eftir JT þegar hann hafði lokið sér af.

Svo kom kóngurinn og ég hélt ég yrði ekki eldri – ekki voru þetta bara fyrstu svona tónleikarnir sem ég hef farið á heldur er Justin fyrsta Hollywood stjarnan sem ég hef séð. Sem er frekar undarlegt þar sem hver stórstjarnan á fætur annarri kíkir í heimsókn til Íslands – ég þarf bara klárlega að fara að hanga meira í Bláa Lóninu.

Tónleikarnir voru stórkostlegir og besta ákvörðunin sem við tókum var þegar við færðum okkur út til hliðar en þar sáum við allt showið miklu betur en inní þvögunni. Þar rakst ég líka á eina af mínum uppáhalds vinkonum og við sungum hástöfum með og dönsuðum þegar okkar uppáhalds lög komu – Sexyback (mitt) og Mirrors (Rutar).

photo 1

Dress kvöldsins var ekki nýtt af nálinni heldur ákvað ég að fara bara í eitthvað létt og þægilegt sem myndi ekki límast við mig í hitanum… :)

justin

Kjóll: Only frá Vero Moda, þessi fíni marmarprint kjóll kom heim með mér af opnun Vero Moda í Kringlunni. Sjúklega þægilegur og ég hef mikið notað hann. Hann er þó held ég alveg örugglega uppseldur en í síðustu viku kom mjög flottur marmaraprint kjóll frá YAS í Vero Moda sem er mögulega enn til.

Jakki: Supia frá VILA, jakkinn sem tryllti lýðinn hér fyrir stuttu. Léttur jakki í klassísku sniði sem ég nota óspart en ég fékk mér líka ljósbrúna litinn.

Sokkabuxur: Shock-Up 60 den frá Oroblu – mínar go to sokkabuxur.

Skór: Bianco, rauðu haustskórnir mínir sem ég sýndi ykkur HÉR.

Fyrir tónleikana fékk húðin mín svo smá dekur – sama dekur og mér finnst líklegt að húð Justins Timberlake og Jessicu Biel fékk þegar þau voru hér á Íslandi.

1544354_741209679270070_5594719263327088357_n

Poki hjónanna innihélt nákvæmlega það sama og minn sem eru lúxusprufur af nokkrum flottustu vörum merkisins…

justin2

The Antidote Cooling Daily Lotion: Elska þetta dásamlega kælikrem sem frískar uppá þreytta húð. Þetta nota ég nánast daglega á hreina húð áður en ég ber á mig raka. Dregur samstundis úr þreytunni í húðinni og frískar uppá hana – þetta er eiginlega betra en tvöfaldur latte á morgnanna!

Oxygen Infusion Night Cream: Dásamlegt næturkrem sem ég er ekki að lofa fyrst af Trendnet bloggurunum. Þetta notaði ég á húðina áður en ég fór uppí rúm eftir tónleikana. Það róar húðina og hjálpar mér og húðinni að slaka vel á yfir nóttina.

Arctic Face Mist: Kælandi sprey sem er frískandi fyrir húðina bæði áður en þið berið á hana rakakrem og bara yfir daginn til að fríska uppá förðunina. Ég sé mest eftir að hafa ekki gripið þetta með mér til að hafa á tónleikunum til að fríska aðeins uppá húðina.

Glacial Face Wash: Dásamlega mjúkur kremhreinsir sem djúphreinsar húðina án þess að stela frá henni raka. Hann hreinsar ótrúlega vel og er þægilegur í notkun. Mér þessi svo flottur því mér finnst ég alls ekki vera að nota svakalega sápu sem þurrkar húðina mína – en samt hreinsar hann svo vel!

Arctic Hydrating Balm: Múkt og þétt rakakrem sem gefur ótrúlega drjúgan raka. Kremið nýtist svo lengi því það er svo drjúgt og gott. Þetta krem er alveg stútfullt af raka og fullkomið fyrir mína þurru og viðkvæmu húð.

Allar þessar vörur eru fullkomnar í húðdekur en undirstaða fallegrar förðunar er að sjálfsögðu falleg, heilbrigð og vel nærð húð.

justin3

Daginn eftir tónleikana notaði ég svo uppáhalds augnkælipúðana mína til að fríska uppá augnsvæðin. Eftir að ég prófaði fyrst að nota þessa á morgnanna þá urði púðarnir uppáhalds þreytubaninn minn. Kælingin í púðunum dregur úr þrota, baugum og leiðinlegum litum. Að lokum skelli ég smá CC kremi yfir húðina og set smá ljómapenna undir augun til að fríska þau enn meira upp!

HÉR getið þið lesið ykkur meira um hvernig þið notið augnpúðana.

Eins og ég hef áður sagt frá þá fást vörurnar frá Skyn Iceland í vefversluninni nola.is. Ég er stanslaust að tönglast á því við alla í kringum mig að prófa þessar flottu húðvörur sem eru að slá í gegn bæði hér á Íslandi og erlendis. Þetta er eitt af mínum uppáhalds húðvörumerkjum og margar vörurnar frá merkinu þykir mér þær bestu í sínum vöruflokkum þar eru meðal annars Arctic Face Mist og The Antidote Cooling Daily Lotion.

p.s. eruð þið ekki örugglega búnar að smella á Like takkann á Facebook síðu nola.is – ég mæli alla vega með því!

Ég, Justin og Jessica notum alla vega Skyn Iceland ;)

EH

Prufurnar sem ég skrifa hér um fékk ég send sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.