fbpx

Góðgæti á Pop Up

Ég Mæli MeðFashionLífið MittNetverslanirNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtivörur

Næstu daga ætlum við Tumi að velja okkur gott tækifæri – þ.e. góðan veðurdag – fyrir göngutúr í bænum. Ætlunin er að heimsækja kæra vinkonu sem ætlar að poppa upp inní GK Reykjavík með æðislega fallegu netverslunina sína og vörurnar sem fást þar!

Screen Shot 2015-09-02 at 9.37.30 PM

Inná nola.is fáið þið margar æðislegar vörur þar má nefna snyrtivörur frá merkjunum, Sara Happ, Anastasia Beverly Hills, Herbivore Botanicals og einu yndislegasta húðvörumerki allra tíma sem er Skyn Iceland. Ég talaði t.d. um merkið inná snappinu mínu í gærkvöldi.

Frá því ég kynntist merkinu fyrst hef ég verið dolfallin yfir því. Vörurnar eru svo góðar og fallegar og þær hafa svo góð áhrif á húðina. Hugsunin á bakvið vörurnar er að þær koma húðinni í gott jafnvægi. Stress og álag í umhverfi okkar, lífi og starfi getur haft mjög neikvæð áhrif á húðina sem til að mynda getur flýtt öldrun húðarinnar og það viljum við ekki. Vörurnar eru gerðar með þvð í huga að róa húðina, hjálpa henni að slaka á og endurnærast. Þær fríska uppá húðina, gefa henni raka og fallega áferð. Ég held ég sé núna nánast búin að prófa allar vörurnar frá merkinu og þær eru hver annarri glæsilegri.

skynpop

Oxygen Infusion Night CreamPure Cloud CreamIcelandic Relief Eye Cream,
smellið á nöfn varanna og linkurinn færir ykkur inná vörurnar á heimasíðu nola.is

Hér sjáið þið þrjár vörur sem hafa átt hug minn og hjarta frá fyrstu notkun. Þær fá sinn tíma í sviðsljósinu seinna en í þetta sinn ætla ég að beina ljósinu á nýjustu vöru merkisins sem er andlitsolía. Ef þið lásuð færsluna mína í gær um olíur og jákvæðu áhrifin sem þær hafa á húðina þá er þetta vara sem þið ættuð að skoða og nýtið tækifærið og fáið að skoða hana almennilega inní GK Reykjavík um helgina.

En olíur koma húðinni í jafnvægi, þær gefa drjúgan raka sem endist lengur, þær róa húðina, þær hjálpa henni að slaka á og það er hægt að dekra sérstaklega vel við húðina með hjálp þessarar olíu. Ég er búin að prófa hana fjórum sinnum núna – ég fékk hana í gær! Ég bar hana á mig í gærkvöldi, í morgun, um miðjan daginn og núna í kvöld – það má með sanni segja að ég fæ ekki nóg. Í hvert sinn tek ég mér nokkrar mínútur og nudda henni vel inní húðina og örva þannig virkni hennar og inntöku húðarinnar og um leið fær húðin mín góða slökun – mæli með andlitsnuddi.

skynpop3

Arctic Face Oil – inná nola.is

Arctic Face Oil er sett saman úr 99,9% Cameline olíu sem er kaldpressuð olía sem er stútfull af næringarríkum efnum. Camelina Sativa er plantan sem olían er unnin úr sem lifir í mjög köldu umhverfi. Hún inniheldur fitusýrur sem gerir henni kleift að lifa í svona köldu umhverfi og við erfiðar veðuraðstæður – hljómar þetta ekki mögulega kunngulega! Olían hefur því svakalega góð langvarandi áhrif á húðina, hún gefur henni næringu, mikinn raka sem dugir lengi, hún róar hana, gefur henni aukinn ljóma og loks gefur hún henni aukna fyllingu svo smám saman minnkar sýnileiki lína og hrukkna.

Ég veit ég er bara búin að nota hana fjórum sinnum en ég myndi ekki skrifa um hana og hvað þá skrifa svona vel m hana svona snemma nema ég væri svona viss um ágæti hennar og virkni.

 

En viðvera yndislegu varanna frá Skyn Iceland og hinna vina hennar á nola.is er ekki eina ástæða ferðar minnar í GK Reykjavík því ég iða í skinninu við að fá að líta augun á töskurnar frá Calvin Klein sem voru að koma – svona ef það eru einhverjar af þeim eftir!

Mér finnst þessar alveg trylltar – hvað segið þið!

En ég meina það af öllum lífs og sálarkröftum þegar ég segi að Skyn Iceland vörurnar séu einhverjar þær bestu húðvörur sem ég hef kynnst og prófað. Þær eru einfaldar í notkun – þær standa við allt sem þær segjast ætla að gera og rúmlega það. Svo ferð á Pop Up Partý í GK Reykjavík er nauðsynleg en partýið stendur yfir fram á laugardag.

Meldið ykkur hér! – NOLA POP-UP X GK REYKJAVÍK

EH

Engin greiðsla er þegin fyrir þessa færslu – bara vinaleg ábending um tækifæri til að kynnast nokkrum af mínum uppáhalds húðvörum!

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Möst fyrir veturinn!

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Eva S.

    2. September 2015

    Ég er svoldið spennt fyrir Herbiovare vörurnar ;)

  2. Hildur

    3. September 2015

    Sæl, annað hvort hefur það farið framhjá mér eða það er mjög langt síðan tax free dagar voru í Hagkaup. Veistu eitthv um það? :)