fbpx

Annað dress & förðun dagsins

Annað DressLífið MittLúkkMACmakeupMakeup ArtistNýtt í Fataskápnum

Það eru ekki allir sem eru svo heppnir að eiga vinkonu sem heimtar að fá mann í förðun á föstudagsmorgni en ég er svo heppin. Dagurinn byrjaði í kaffi og kósý hjá Karin minni sem er eigandi nola.is sem dauðlangaði að gera dökka augnförðun á mig og prófa nýju augnhárin frá Model Rock – þau lúkka mjög vel eins og þið fáið að sjá smá alla vega í þessari færslu.

Annars hefur dagurinn farið í mega stúss hjá okkur Aðalsteini þar sem markmiðið er að ná að klára mjög mikið í íbúðinni fyrir sunnudaginn þegar von er á gestum í 25 ára afmæliskaffi. Dress dagsins er þó ekki beint dagsins heldur það sama og ég klæddist í gær á frumsýningu Grafir og Bein – myndin er mjööög krípí! Svo þegar heim var komið var engin til að taka dressmynd en það var svo sem ekkert ljós til að taka þannig mynd heldur svo ég dró Aðalstein með mér útí garð og fékk hann til að taka myndir.

dressyaspeysa

Ég er svaka montin með þessa förðun – ég fór mjög stolt inní IKEA í dag með dökka kvöldförðun og gervihár – þetta var nota bene um hádegisbil :)

dressyaspeysa4

Peysan hér á myndinni er frá YAS sem er svona fínasta merkið sem fæst í Vero Moda. Fyrir ykkur sem vita það ekki þá er ég farin að vinna þar sem merchandiser – hrikalega skemmtilegt en hættulegt þegar maður vinnur í kringum svona falleg föt. Peysan kom fyrst fyrir nokkrum vikum og seldist strax upp svo komu aðeins fleiri í sendingunni fyrir helgi og ég gat ekki sagt nei við sjálfa mig þó ég hafi ekki ætlað að kaupa mér hana, úpps :)

dressyaspeysa2

Karin notaði aðallega vörur frá MAC en varaglossinn er frá Söru Happ, húðvörurnar eru sjálfsögðu frá Skyn Iceland og augnhárin eru Modelrock Lashes – sem fást nú á nola.is!

dressyaspeysa5

Peysa: YAS frá Vero Moda – ég er alveg sjúk í hana fullkomin svona fín peysa til að henda yfir sig.

Bolur: VILA – ég nota þennan svakalega mikið við svona fínni tilefni. Ég á ekki marga svona fína boli aðallega bara skyrtur svo þegar þær virka ekki þá er þessi tekinn fram.

Buxur: Selected – ég er svaka ánægð með þessar töff buxur sem eru dökkbláar með svartri vax áferð á hliðunum sem mun ábyggilega dofna með tímanum en þá er bara að passa uppá að þvo þær líka örsjaldan og bara þegar þær þurfa á því að halda.

Skór: Camilla Pihl fyrir Bianco, fallegu ökklastígvélin sem ég gaf sjálfri mér í afmælisgjöf – hin stígvélin voru útgáfugjöf. Sýni ykkur þessa betur við tækifæri :)

dressyaspeysa3

Þó svo að peysan hafi ekki átt að koma með mér heim þennan dag er ég mjög glöð að ég ákvað að leyfa henni það. Það er og verður alltaf stórhættulegt að vinna í fataverslun það er bara þannig ;)

Eigið þið góða helgi elskurnar***

EH

Vörurnar sem komu heim með mér frá London

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

 1. Rakel

  31. October 2014

  Fín og flott ertu!
  En ertu farin að starfa sem Merchandiser segiru, það er sama starf og ég er í hér í UK :) Ég er mjög forvitin að vita hvað felst í slíku starfi heima? :)

  • Reykjavík Fashion Journal

   2. November 2014

   ohh til lukku mín kæra – fullkomið djobb fyrir smekkonu eins og þig! Mikið vona ég að allt gangi vel hjá þér snillingur :) En mitt starf felst aðallega í því að raða uppá veggi og slár, gera búðina fallega – er aðallega að gera það inní VM Smáralind :)

 2. Anna

  2. November 2014

  Mig langar svo að vita hvaða farða hún notaði ?

   • Anna

    3. November 2014

    Þú ert svakalega fín á þessum myndum :) Geturðu nokkuð mælt með einhverjum farða sem líkist þessum en er ekki airbrush?

    • Reykjavík Fashion Journal

     3. November 2014

     Þá eru það t.d. bareSkin farðinn frá bareMinerals eða encre de peau frá YSL – báðir ótrúlega léttir með frábæra endingu og gefa náttúrulega og flotta áferð :)

 3. Harpa

  2. November 2014

  hvað gerir merchandiser – enn þú ert mjög fín