fbpx

Vörurnar sem komu heim með mér frá London

Lífið MittNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtibuddan mínSnyrtivörur

Ég sat sko ekki auðum höndum í London ferðinni á milli skipulagðrar dagskrár. Ég bókstaflega þræddi allar snyrtivöruverslanir sem ég komst í návígi við og naut þess að labba um risastórar snyrtivörudeildir, fá þjónustu frá starfsmönnum og kynnast merkjum sem ég hafði ekki séð áður. Það er alveg magnað fyrir manneskju eins og mig að komast í þessar flottu verslanir – þar eru snyrtivörucounterar fyrir merki á borð við Dior, Chanel, Guerlain og YSL á stærð við íbúðina mína og jafnvel stærri. Þar eru vörur sem ég hef aldrei séð áður – vörur sem hafa aldrei ratað í verslanir hér á Íslandi og þar eru allar búðir troðfullar af fólki. Það liggur við að það séu snyrtivörudeildir hlið við hlið þar sem eru sömu merki – samt er troðfullt af fólki og allir að dásama fallegar vörur – ég var í essinu mínu, þið getið rétt ímyndað ykkur!

En nokkrar vörur fengu að fara með mér heim, færri en ég vildi en er það ekki alltaf þannig – þá helst frá einu merki sem ég féll algjörlega fyrir…

londonvörur13

Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom í fríhöfnina var að fara inní Duty Free og splæsa í þrjá nýja liti af Essie lökkum – meirað segja áður en ég fékk mér kaffibolla. Hina tvo keypti ég svo í Superdrug á Oxford stræti. Það er nú meiri verslunin 3 fyrir 2 af öllum snyrtivörum frá ódýrari merkjunum – aðeins of freistandi tilboð!

Lökkin heita eftir uppröðuninni hér fyrir ofan: Cocktail Bling, A Cut Above, Mezmerised, It’s Genious og Buy Me a Cameo.

Hér eru test af öllum litunum – ég er helst hrifnust af þeim bláa og gráa… ;)

londonvörurcollage

londonvörur8

Svo skellti ég mér á nokkrar vörur frá Maybelline sem hafa ekki komið til landsins. Þessi fallegi bleiki litur af Color Drama varalitablýöntunum er ekki ennþá kominn alla vega. Eraser hyljarinn hefur heldur ekki komið til okkar en hann er mjög skemmtilegur með svamp á endanum sem maður notar til að bera hann á húðina. Svo er ný týpa af Baby Skin primernum sem á að eyða þreytu í húðinni – þarf að prófa hann betur en umbúðirnar voru svo fínar.

londonvörur7

Svo varð ég að nota tækifærið og kaupa meira af uppáhalds hárolíunni minni frá L’Oreal. Þetta er svona léttur olíuúði sem er alveg æðislegur í hárið og hann ilmar svo vel. Því miður er hún ekki enn á leiðinni til landsins en ég vona þó að kannski mögulega komi hún einhver tíman – ég dýrka hana alla vega.

londonvörur10

Svo varð ég að splæsa í einn af nýju varaliturnum frá NARS. Hann er mun brúnni en myndin sínir – meira eins og á myndinni fyrir ofan. Varaliturinn heitir Audacious Lipstick og er í litnum Deborah – hann er trylltur sjúklega flottur og þéttur litur með einni stroku.

londonvörur2Í Urba Outfitters fann ég tvær vörur sem ég varð að kaupa – ég elska að kaupa svona undarlega aukahluti sem eru samt alveg bráðnauðsynlegir. Annars vegar eru það eyrnapinnar sem eru pakkaðir hver og einni inní sér umbúðir og þeir eru bleyttir uppúr olíu svo það er tilvalið að nota þá til að hreinsa erfiða augnförðun og restar af varalitum sem verða eftir á vörunum.

Svo er það Top Coat fyrir varirnar. Glært lakk sem er sett yfir varaliti og mynda húð yfir þá svo þeir endast og endast og endast – þetta er brillíant!

En merkið sem ég féll fyrir er Soap & Glory eins og þið sjáið hér… ;)

 

londonvörur18

Ég keypti alls konar sturtusápur og það er auðvitað snilld að vera með pumpu í þeim miklu einfaldara að nota þær og minna vesen, keypti þrjár þannig en þessi með lime ilminum er í uppáhaldi. Svo keypti ég eina svona húðmjólk sem er með mjög litlum og vægum ilm – bara mjög passlegt.

londonvörur14

Svo tveir húðskrúbbar sem eru tilvaldir til að vera líka með í sturtunni.

londonvörur15

Hreinsigel fyrir hendurnar…

londonvörur16

Æðislegur þrískiptur hyljari…

londonvörur17 copy

og brillíant kalt augnkrem í gelformi. Þetta er ótrúlega skemmtilegt merki sem er á góðu verði það er í Boots og Superdrug og ég á eftir að kaupa mér fleiri vörur frá því í næstu utandlandsferðum það er alveg á hreinu! Elska að fá svona ódýrar body vörur og sérstaklega í svona flottum umbúðum!

Ég get sko misst allt vit þegar ég kemst í snyrtivöruverslanir erlendis og þetta er ekki einu sinni allt sem ég kom með heim ætla að taka hinar vörurnar í sér færslu því þær eiga eitt sameiginlegt en það er það að frægir vloggarar hönnuðu þær allar!

Í kvöld liggur þó leið mín á frumsýningu nýrrar íslenskar kvikmyndar, Grafir og Bein. Ég er smá stressuð enda hræðist ég mjög auðveldlega – en ég tek þó með mér eina góða vinkonu til að passa mig. Sú er framtíðarstjarna í íslenskum leikheimi svo ég hlakka mikið til að ræða um myndina við hana eftir sýninguna.

Screen Shot 2014-10-30 at 6.21.25 PM

Á næstunni ætla ég svo að gefa lesendum miða á kvikmyndina svo fylgist endilega með!

En það er snilld að versla snyrtivörur í London sérstaklega á svona 3 fyrir 2 tilboði!

EH

Svo sannarlega þreytubani!

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. Elín Stefánsdóttir

    30. October 2014

    Ohh ég elska Soap and Glory! og vá hvað ég er spennt fyrir NARS Audacious varalitunum, mun eflaust splæsa í nokkra svoleiðis í Ameríkunni!

  2. Kamilla Dóra

    30. October 2014

    Ohh eg elska soap&glory!! Ég keypti mér um daginn puffy eye attach, ‘One hell of a blot’ púðrið og Archery augabrúnartússinn/blýantinn. Allt saman SNILLDAR vörur! Þarf greinilega að skoða húðvörurnar þeirra næst :) Mjög skemmtilegt blogg hjá þér xx

  3. Eva Björk

    30. October 2014

    Má ég spyrja hvað liturinn á Color Drama varalitnum heitir?

  4. Kolbrún Lilja

    30. October 2014

    Maybelline stiftið er mesta snilldin sem eg hef átt :D

  5. Þórdís

    30. October 2014

    eeeelska Soap and Glory! og jii hvað mig langar í vörurnar frá Youtubeskvísunum (geri nú bara ráð fyrir að þú eigir við Tönyu Burr, Zoe Sugg og e.t.v. Ruth Crilly)… það er greinilegt að ég verð að skella mér til útlanda!

  6. Hanna Lea

    31. October 2014

    Keypti mér olíuna frá Loreal í danmörku á síðasta ári og váá hvað ég elska hana! Lyktin er dásamleg! Finnst best að spreyja tvisvar í lófann nudda lófunum saman og renna fingrunum í gegnum hárið :)

  7. Sigurbjörg Metta

    1. November 2014

    S&G er leynd perla! Uppáhalds merkið mitt í Boots, án efa og ég hef lengi haldið uppá það :) Archery, Clean on Me, Righteous Butter, Flake Away, Heel Genious, Hand Food, Kick Ass Concealer og One Heck of a Blot eru í mesta uppáhaldi!
    Ég keypti mér Baby Skin með Warm Apricot (það er einmitt líka Anti fatigue) í London í október og mér finnst það mjög fínt fyrir dags daglega notkun.