fbpx

Svo sannarlega þreytubani!

Ég Mæli MeðmakeupMakeup ArtistMakeup TipsNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtibuddan mín

Eruð þið með ömurlegt þreytu lag yfir húðinni þegar þið vaknið á morgnanna? Tja ég er alla vega með það og eins og ég hef oft skrifað þá er ekki hægt að tala við mig áður en ég fæ fyrsta kaffibollann – ég hvæsi annars á fólk af gremju.

Það var löngu kominn tími til að ég kynnti mér betur merkið bareMinerals. Ég hef alltaf verið mjög hrifin af steinefnaförðunarvörum og mæli reglulega með þeim sérstaklega fyrir konur sem eru með viðkvæma húð hvort sem hún er þur eða olíumikil. Ég er virkilega hrifin af þeim vörum sem ég hef verið að prófa svo það eru fleiri færslur um vörurnar framundan svo ef þið eruð aðdáendur fylgist þá endilega með. Merkið er þekkt fyrir að vera með vandaðar vörur sem eru gerðar með góðum innihaldsefnum sem fara vel með húðina.

Fyrsta varan frá merkinu sem mig langar að skrifa um er nú einn besti þreytubaninn sem ég hef prófað og hann hjálpar húðinni minni og þá sérstaklega augnsvæðinu að vakna á morgnanna.

wellrested3

Well -Rested penninn frá bareMinerals er í raun highlighter penni með mjög fallegri áferð. Formúlan er litlaus og hún er með léttum glans sem dregur úr óvelkomnum litum í húðinni. Penninn er hugsaður fyrir augu og andlit og hann má nota yfir og undir farða. Ég nota hann sjálf yfir hyljar og til að fullkomna litaráferð húðarinnar þegar ég er búin að grunna andlitið.

Formúlan inniheldur örfín litapigment sem vinna með birtu í að draga úr ljótum litum eins og dökkum, bláum og rauðum tónum það eru þeir sem eru algengastir að mæti í heimsókn óboðnir. Penninn er bara í einum lit sem er í raun litalaus svo hann hentar öllum og þetta er svona vara sem ég myndi segja að henti öllum aldri líka – þetta er bara spurning hvað hentar inní ykkar rútínu.

Ég setti saman tvær myndir til að sýna muninn á því sem gerðist í kringum augun mín með Well-Rested – öðrum megin er ég með alveg hreina húð, hinum megin er ég bara með Well-Rested í innri augnkróknum og undir augunum. Ég er bara með passlegt magn af ljómapennanum bara það sem ég nota daglega.

wellrestedsamantexti

Mér finnst þetta mjög fyndin mynd – Aðalsteinn klóraði sér mikið í hausnum þegar ég sýndi honum hana :) En þið sjáið vel að litirnir sem eru í kringum augun mín eyðast og með hjálp smá hyljara þá verða þeir ósýnilegir.

En ég vil endilega að þið getið séð myndirnar betur – í sitthvoru lagi.

Fyrst án – hér er ég alveg með tandurhreina húð ekkert annað…

wellrested

Hér er ég með Well Rested bara í kringum augun…

wellrested2

Með tímanum á svo formúla pennans að draga úr þessum leiðinda litum, þrotanum og fínum línum en þá finnst mér líklegast að það sé best að nota formúluna beint á hreina húð. Litaráferð ljómapennans hentar vel til daglegrar notkunar og þó þetta sé í raun highlighter penni þá er þetta ekki sanseruð formúla og það eru ekki neinar glimmeragnir svo hann er náttúrulegri en margir aðrir highlighterar sem ég á. Ég hef líka heillast frekar af svona fljótandi hyljurum frekar en púður sérstaklega daglega.

En fyrir utan að setja Well-Rested í kringum augun þá getið þið líka notað pennann yfir farða á þau svæði andlitsins sem standa út. Með því að setja ljóma á þau svæði dragið þið andlitslínurnar fram og náið að draga fram einkenni uppbyggingar andlitsins ykkar. Eina sem er leiðinlegt við svona penna – og þetta á við um allar förðunarvörur í skrúfpennaformi (þessar fljótandi auðvitað) það er að maður þarf að skrúfa mjög lengi áður en formúlan kemur upp. Þetta er eitthvað sem ég veit vel en ég gleymi því alltaf þegar ég prófa nýja svona penna förðunarvöru :)

En svona í lokin langar mig að birta nöfn þeirra sem fá naglalökk úr Peanuts línunni frá OPI – hér sjáið þið þær heppnu!!

Screen Shot 2014-10-29 at 8.48.54 PM Screen Shot 2014-10-29 at 8.48.31 PM

Til hamingju Melkorka og Sigrún – þið fáið lökkin sem ykkur langaði í ásamt yfirlakki úr þessari skemmtilegu línu. Endilega hafið samband við mig á ernahrund(hjá)trendnet.is svo við getum mælt okkur mót og þið fengið lökkin ykkar. Til ykkar hinna takk kærlega fyrir frábæra þáttöku ég er eins og alltaf í skýjunum yfir frábærum viðbrögðum ég dró að sjálfsögðu af handahófi svo það áttu allir jafnan séns :)

En highlighter penni eins og þessi fyrir ofan frá Bare Minerals stendur alveg fyrir sínu og gerir ásýnd andlitssins sannarlega „well-rested“!

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Fyrir & eftir Go Extreme Leather Black

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Ása Regins

    30. October 2014

    Ég VAR að koma inn eftir smá rölt í miðbænum þar sem ég keypti mér þennan penna ! Ég uppgötvaði bareMinerals snilldina fyrir nokkrum vikum og ég mun adrei skipta um farða, svo einfalt er það.

  2. Erla

    31. October 2014

    Langar að benda ykkur á það að verðið á þessum hyljara á íslandi er alveg fáránlegt,
    kostar 7.990kr meðan hann kostar 2682kr hjá sephoru(bandaríkjunum).
    Þessi verð munur er alveg fáránlegur.
    En þessi vara er alveg æðisleg nota hana sjálf mjög mikið en dettur ekki í hug að kaupa hana á íslandi.

    • Íris Ósk

      31. October 2014

      Mig minnir að Bare Minerals hér á Íslandi komi frá Danmörku, sem myndi skýra þennan mikla mun. Ætli það væri ekki á um 5-6þús kr annars.