PURPLE NAILS

NaglalakkNeglur

Halló! Ég var að naglalakka mig í morgun og varð svo ótrúlega hrifin að ég vildi endilega deila naglalakkinu með ykkur. Ég er ekki vön að vera með liti á nöglunum en ákvað að prófa þennan fallega fjólubláa lit. Hann er ótrúlega sumarlegur og sætur.

*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf 

Ég setti tvær umferðir af lakkinu og finnst mér það alveg nóg. Liturinn heitir “Polly Want a Lacquer?” og er það úr Fiji línunni frá OPI. Það er ótrúlega mörg falleg naglalökk í þessari línu, mæli með að kíkja á úrvalið!

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

Þessar æpa á athygli!

neglurOPISS16

Naglalökkin sem ég skrifa um hér fékk ég að gjöf, það hefur þó engin áhrif á skrif mín því eins og alltaf skrifa ég af einlægni og hreinskilni.

Maður á alltaf pláss fyrir ný og spennandi naglalökk í snyrtibuddunni – eða snyrtiherberginu… ;) – eða er það ekki annars! Alla vega þá er vorið frá OPI komið og það er sannarlega glæsilegt. Bjartir og fallegir litir einkenna línuna sem eru samtals 12, en línan ber nafnið New Orleans. En í línunni er líka fáanlegt mini sett sem samanstendur af fjórum lökkum. Ég fékk bæði mini sett og svo valdi ég mér einn æðislega fallegan bláan lit sem eins og nafn færslunnar gefur til kynna – æpir á athygli!

opisumar2

Mini settið fína inniheldur litina Got Myself into a Jam-Balaya sem er fallegur ljósbleikur litur sem inniheldur léttan kóralundirtón. Svo er Take a Right on Bourbon sanseraður silfraður litur með fallegum brúntóna blæ, dálsið eins og greige litur með sanseringu. Græni liturinn finnst mér mjög skemmtilegur en hann heitir I’m Sooo Swamped, ég er alltaf spennt fyrir þessu skrítnu litum en ég mana ykkur í að splæsa í einn grænan og krossleggja fingur að grasið græna fari kannski að koma undan snjónum. Að lokum er það svo Show Us Your Tips, sem er lillablár litur með glimmeri – minnir óneitanlega á einn af mínum uppáhalds og einu mest selda naglalakki í heimi sem er frá essie – en ég á eftir að prófa og sjá hvernig hann lúkkar ;)

Mér finnst alltaf gott að ráðleggja þeim sem eru hrifnar af naglalökkunum frá OPI að kaupa mini settin, fá fleiri liti á góðu verði, sérstaklega þegar það er Tax Free. Þó glösin séu lítil þá klárar maður frekar lökkin svo ef það er einhver litur sem þið fallið alveg fyrir þá er bara hægt að kaupa stærra glasið líka.

En liturinn sem ég féll fyrir er fagurblár – hann er svakalega blár og ég er sjúklega skotin í honum!

opisumar copy

Rich Girls an Po-Boys úr New Orleans línunni frá OPI

Litirnir og nöfn lakkanna eru öll innblásin á þessari fallegu borg þar sem mannlífið yðar, músíkin ómar og arkitektúrinn er virðulegur! Ég hvet ykkur endilega til að skoða þessa nýju línu en lökkin koma eins og alltaf í takmörkuðu upplagi – ég mæli sérstaklega með bláa litnum og þeim græna, þeir eru skemmtilegastir finnst mér og svona litir sem fást ekki annars staðar.

Eigið gleðilegan laugardag – það ætla ég að gera með bláu neglurnar mínar ;)

Erna Hrund

Sunnudags og OPI sigurvegarar

Lífið MittOPI

Gleðilegan sunnudag glæsidömur! Ég gleymdi sko ekki að draga út sigurvegara heldur hefur bara ýmislegt verið í gangi sem hefur svona náð að koma í veg fyrir að ég hef komist í að klára að draga út þær sem fá Mini Settin frá OPI. En nú er komið að því og eins og alltaf þá þakka ég kærlega fyrir frábæra þáttöku! Ég lofa því að næstu vikur munu einkennast af fullt af glaðningum og gjöfum og ég hlakka bara til að leyfa ykkur að njóta***

Síðustu dagar hafa já verið dáldið svakalegir og ég er satt að segja bara mjög þreytt og hlakka til að slaka aðeins á í dag, ég ætla alla vega svo sannarlega að reyna það. Vonandi næ ég líka að nýta daginn vel til að skipuleggja vikuna sem er framundan. Það finnst mér alveg ómissandi svo ég hafi nú ágætis yfirsýn yfir dagana framundan.

4c5e2ed5918d3f6b760c398844a8fb8f

Þetta er uppskriftin af deginum mínum og mikið vona ég að ég geti látið þetta allt saman rætast en væntingarnar mínar eru í lágmarki bara svona til öryggis. En ég á stóran uppsafnaðan bunka af blöðum sem bíða eftir því að ég lesi þau og ég hlakka svo mikið til að sanka að mér innihaldi þeirra ásamt því að innbyrða góðan kaffibolla!

En aftur að OPI….

opivinningurcollage

En hér mínar kæru finnið þið nöfnin á þeim heppnu dömum sem eiga sitthvort settið hérna hjá mér og mega senda mér póst á ernahrund(hjá)trendnet.is til að fá upplýsingar um hvert þær geta nálgast það :)

Screen Shot 2015-11-22 at 12.07.26 AM Screen Shot 2015-11-22 at 12.07.04 AM

Aftur takk kærlega fyrir þáttökuna – næsti leikur fer meirað segja bara af stað í dag en hann gefur af sér tvær dásamlegar Auda(city) in Paris pallettur frá Lancome, hlakka til að setja hann af stað.

En mikið vona ég að þið munið eiga yndislegan sunnudag og frábæra vinnuviku framundan!

Erna Hrund

Lökk úr hátíðarlínu OPI fyrir þig?

Jól 2015JólagjafahugmyndirneglurOPI

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Jæja nú nálgast hátíðin svo sannarlega! Mér finnst hún þó kannski eiginlega löngu komin því ég er varla búin að pæla í öðru síðustu vikur en hátíðarförðunum, jólagjafahugmyndum og hátíðarlínum eins og þið sjáið í nýjasta Reykjavík Makeup Journal sem er vonandi komið til ykkar eða rétt ókomið ;)

En nú langar mig aðeins að byrja að kynna fyrir ykkur hátíðarlínurnar, þær eru nú flestar komnar í verslanir svo það er ekki seinna en vænna að hefa leikinn! Við ætlum að byrja á nöglunum og byrja á leik – það er svo gaman að gefa og ég er í svo góðu skapi í dag enda útgáfudagurinn sem ég er búin að bíða spennt eftir í dáldinn tíma.

Hér er það hátíðarlínan frá OPI sem ég ætla að byrja að tala aðeins um. Það kemur engin sérstök hátíðarlína svo ég viti frá öðru naglalakkamerki til landsins en OPI línan er glæsileg svo það gerir ekkert til. Línan er miklu fjölbreyttari en oft áður og ég hrósaði merkinu mikið fyrir haustlínuna og ég geri það aftur nú fyrir hátíðarlínuna, það er gaman að sjá að það er aðeins búið að breyta til frá því sem hefur einkennt línurnar síðustu ár. Línan í ár heitir Star Light og er mjög stjörnubjört og fallega ljómandi!

Línan er minni en oft áður sem er líka gott því þá þarf maður ekki að fá alltof mikinn valkvíða ;) Afsakið smá myndirnar…. Það er greinilegt að það verður minni og minni tími á hverjum degi til að taka fallegar myndir í dagsbirtu!

opihátíð4

Cosmo With a Twist

Þessi litur finnst mér æði! Þetta eru svona ofboðslega fallegir litir og glimmer sem saman mynda áferð sem minnir á dáldið vetrarbrautar myndir, eða þannig fíling fæ ég alla vega. Að mínu mati flottasti liturinn í línunni. Elska þennan og mun nota hann mikið – myndin gerir lakkinu ekki nógu marga greiða :/

opihátíð3

Press * for Silver

Hér kemur einn eðal sanseraður litur frá OPI, þeir eru virkilega góðir í þeim að mínu mati því litirnir eru alltaf svo þéttir og flottir, hér er t.d. bara tvær umferðir. Liturinn er klassískur sanseraður nude litur með fallegri metallic eða kannski meira króm áferð.

opihátíð2

Two Wrongs Don’t Make A Meteorite

Mér finnst þetta yfirlakk æði! Elska að það sé blanda af kopar og silfruðum glimmerögnum í því, gefur nöglunum miklu meira líf. Mér finnst líka koma mjög vel út að setja það yfir sanseraða lakkið. Eini gallinn er að það þarf að vanda sig smá til að fá alveg nóg af glimmeri yfir neglurnar – en þolinmæði þrautir vinnur allar!

opihátíð

En ég ætla að gefa tveimur lesendum mini set úr hátíðarlínunni sem inniheldur fjóra fallega liti úr hátíðarlínunni og þar á meðal Press * for Silver litinn sem þið sjáið hér fyrir ofan. Það sem þið þurfið að gera til að taka þátt er að…

1. Deila þessari færslu með því að smella á Like takkann.
2. Skrifa athugasemd undir þessa færslu með nafninu á litnum sem ykkur finnst fallegastur úr hátíðarlínu OPI. Smellið HÉR til að skoða alla litina á heimasíðu merkisins

Munið svo að hafa nafnið ykkar með athugasemdinni svo ég geti fundið ykkur ef þið sjáið ekki þegar ég hef dregið nafnið ykkar út, en ég dreg út í lok vikunnar :)

Erna Hrund

p.s. svona mini set er líka mjög flott jólagjöf ;)

Haustlitirnir eru mættir…

Ég Mæli MeðFW15neglurOPITrend

Vörunar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Ég stóð út við gluggann hjá vinkonu minni í morgun hún er með útsýni yfir allan Laugardalinn og ég stóð þarna og dáðist af fallegu haustlitunum. Ég elska haustið og litadýrðina sem fylgir því, það er eitthvað svo ofboðslega fallegt við haustlitina, hlýjan og allir fallegu mismunandi litirnir sem umkringja mann.

Ég fékk fyrir stuttu tvo nýja haustliti úr Infinity Shine línunni frá OPI. Infinite Shine lökkin eru notuð með sérstöku yfir- og undirlakki frá OPI og þau gefa eins konar geláferð á litina og þau fá svakalega glans sem endist í fleiri daga en venjuleg. Haustlitirnir eru hver öðrum fallegri og mér var hugsað til þeirra þegar ég dáðist af litadýrðinni í Laugardalnum.

haustlökk

Hér sjáið þið litina sem ég valdi mér HÉR getið þið skoðað hina litina. Þessir tveir eru alveg svakalega fallegir og akkurat svona litir sem heilla mig í förðun og fatavali fyrir haustið.

haustlökk3

YOU SUSTAIN ME

Fallegur kaldur brúntóna litur með léttum plómuáhrifum. Þessi finnst mér alveg virkilega fallegur og hann kemur svakalega vel út á nöglunum mínum. Þetta er litur sem hefur verið áberandi á nöglum núna undanfarið og áberandi fyrir varir. Svo sannarlega litur sem gerir allt aðeins meira elegant.

haustlökk2

 LINGER OVER COFFEE

Brúntóna burgundy litur líka með köldum tónum. Þessi finnst mér alveg sérstaklega fallegur og klárlega flottasti liturinn í línunni að mínu mati. Dökkur, dramatískur og fullur af hausti. Þessi litur er mjög áberandi í fataverslunum landsins þessa stundina og ég væri sérstaklega til í skó eða yfirhöfn í þessum lit.

Ég verð að lokum að hrósa OPI fyrir mjög flottar línur núna undanfarið. Nú þarf ég aðeins að fara að lesa mér til og sjá hvort mögulega eitthvað hafi breyst. Línurnar eru minni, litirnir eru ólíkari og miklu meira af nýjum litatónum. Stundum fannst mér eins og það væru bara sömu litirnir ár eftir ár sérstaklega þegar það komu silurlituð lökk í fjórum línum í röð. Haustlúkkið og haustlúkkið í Infinity Shine hafa verið sérstaklega flott og trendí og mér finnst þetta virkilega vel gert hjá merkinu!

EH

Trend: Rauðar neglur

FallegtFW15neglurStíllTrend

Mér hefur alltaf fundist rauðar neglur alveg sérstaklega heillandi, það er eitthvað sem er svo svakalega elegant og kvenlegt við þær og fágða. Ég sjálf á reyndar alveg svakalega erfitt með að vera með rauðar neglur, ég veit ekki alveg hvað það er mér finnst það stundum ekki fara mér kannski. Sem er skrítið þar sem ég elska að sjá aðrar konum með fallega rauða liti á nöglunum og sérstakaklega svona hárauða liti.

Sjálf hef ég tekið eftir því að rauðar neglur eru að verða meira og meira áberandi og ég spái því rauðum nöglum sem einu af naglatrendum haustsins og vetrarins framundan. Eins og þið sjáið hér fyrir neðan þá eru rauðar neglur alveg fullkominn fylgihlutur við hvaða dress sem er og möguleikarnir eru endalausir….!

4691a3516ec9d46973d80cce7cbab3a0

Ég tók saman myndir af nokkrum fallegum rauðum naglalökkum sem gætu eflaust heillað einhverjar ykkar.

rauðarneglur

Frá Dior: Rouge nr. 999 og Massai nr. 853.
Frá essie: Really Red, Bordeaux og niðri sjáið þið Shearling Darling.
Frá Maybelline: Color Show Power Red og Color Show Candy Apple.
Frá OPI: Gimme a Lido Kiss og Amore at the Grand Canal.
Frá Chanel: Ecorce Sanguine nr. 671 og Chataigne nr. 669 – báðir úr haustlínu Chanel.

Nú þarf ég bara að fara að æfa mig að vera með rauðar neglur og bara alls ekki vera hrædd við það. Ég held ég byrji á dökku litunum og færi mig svo smám saman yfir í þessa hárauðu – held það góð lausn!

EH

Annað dress & OPI sigurvegarar

Annað DressBiancoFallegtLífið MittNýtt í FataskápnumOPI

Svona fyrst langar mig að byrja á því að þakka kærlega fyrir frábæra þáttöku í OPI haustnaglalakkal leiknum en nöfn sigurvegaranna tveggja finnið þið einmitt hér aðeins neðar í færslunni – ekki alveg neðst heldur svona um miðja færsluna ;)

En nýlega bættist ein alveg dásamleg gersemi frá YAS við fataskápinn minn. Mér finnst þetta alveg fullkomin haustflík sem smellpassar í vinnu og leik og heldur góðum hita á manni um leið svo það er óþarfi að hafa áhyggjur í íslenska haustinu!

yaspeysa3

Þetta er ekki alveg beint venjuleg peysa en það eru mjög skemmtileg smáatriði í henni eins og þið sjáið hér á myndinni og enn betur hér fyrir neðan. Mér finnst mjög skemmtilegt hvernig hún er laus ofin svona um axlirnar og handleggina – það brýtur hana upp einhvern vegin.

yaspeysa4

Peysa: YAS frá Vero Moda. Ég fæ svolítið forskot á marga aðra þegar kemur að yndislegu búðinni minni en ég veit svona alltaf hvað er vætnalegt nokkrar vikur fram í tímann. Ég er búin að bíða spennt eftir þessari fallegu peysu í nokkrar vikur núna svo ég kíkti við um leið og ég vissi að hún væri komin inní Smáralind. Verðið kom skemmtilega á óvart en hún kostar 10.900kr sem er mjög sanngjarnt verð fyrir svona fallega og vel gerða flík. Ég er ástfangin af sniðinu, samsetningunni og litunum í henni, hún er ótrúlega áferðafalleg og mjög þægileg. Ég hefði orðið fyrir miklum vonbrigðum ef þetta hefði verið svona klæju peysa en nei, alls ekki – hún gæti bara ekki verið meira kósý!

yaspeysa2

Naglalakk: Worth a Pretty Penny úr haustlínu OPI, Venice. Þessi fallegi rósagyllti litur er búinn að vera á nöglunum mínum síðustu daga og mér finnst hann alltaf jafn fallegur. Ég frétti að hann væri að hverfa hratt úr hillunum á sölustöðum OPI svo ef ykkur finnst hann jafn dásamlegur og mér – hafið þá hraðar hendur ;)

Hér sjáið þið svo nöfnin á dömunum sem fá meðal annars þennan fallega rósagyllta lit í gjöf frá mér og OPI!

Screen Shot 2015-08-29 at 11.46.35 PM Screen Shot 2015-08-29 at 11.44.10 PM

Til lukku dömur! Endilega sendið mér línu á ernahrund(hjá)trendnet.is og svo ég geti sagt ykkur hvert þið getið nálgast vinninginn!

yaspeysa

Skór: Bianco. Við peysuna ákvað ég að skarta þessum dásamlega fallegu haustskóm sem koma í þessum svakalega fallega vínrauða lit. Skórnir eru ótrúlega þægilegir en þeir eru með þykkum og mjúkum botni svo það er eiginlega bara eins og að labba um á mjúku skýji en ég er búin að arka um hverfið í þessum síðustu daga með einn gullfallegan Silver Cross vagn fyrir framan mig og ennþá fallegri gullmola í vagninum. Svona Oxford skór finnst mér passa við hvaða tilefni sem er bæði við kasual dress og við aðeins fínni kjóla líka!

yaspeysa6

Sokkabuxur: Shock Up 60 den frá Oroblu. Það að ég hafi fagnað því a meðgöngunni væri lokið með því að fara í uppáhalds sokkabuxurnar mínar er mögulega heldur furðulegt en þessar eru bara þær allra bestu! Ég hef varla farið úr þeim síðan ég kom heim en ég á sem betur fer þónokkur pör til skiptana! Sokkabuxurnar eru mótandi fyrir neðri hluta líkamans, halda inni maganum sem mér finnst ekki slæmt þessa dagana, þær halda vel utan um lærin og lyfta upp rassinum – annar kostur. Svo eru þær alveg þekjandi og mjög áferðafallegar – mæli með ;)

yaspeysa5

Ég er eiginlega 100% sannfærð um það að þetta verði dress sem ég muni sjást mikið í núna í haust og vetur. Ég hef alltaf verið týpan sem heillast af dressum í einfaldari kantinum – síðar, hlýjar peysur við sokkabuxur og flotta skó er dress sem gerist varla einfaldara :)

Fyrir forvitnar tók ég peysuna í L, hún er síðari og ég vildi hafa hana vel síða svo hún haldi vel á mér hita!

EH

Mini Set úr haustlínu OPI fyrir þig?

Ég Mæli MeðFW15neglurNýjungar í SnyrtivöruheiminumOPI

Það er alltof alltofa langt frá síðasta leik og afhverju ekki þá að gefa naglalökk úr haustlínu OPI sem er nú mætt í verslanir! Ég er persónulega mjög hrifin af haustlínu ársins en hún er allt öðruvísi en sú sem var í fyrra, það er meiri fjölbreytni á milli litanna sem eru í boði – þeir eru ekki allir dökkir það eru líka nokkrir pastellitir og þeir eru mjög fallegir og ekki of sumarlegir svo maður getur svona komið sér smám saman í haustfíling.

Ég valdi mér þrjá liti til að prófa og sýna ykkur….

opivenice3

A Great Opera-Tunity

Ég var búin að sjá swap af þessum lit áður en ég valdi mér lökk til að prófa svo ég var alveg staðráðin í að prófa þennan og mér finnst hann eiginlega bara ennþá fallegri en mér fannst hann á þeirri mynd. Ótrúlega klassískur og fallegur nude/pastel/bleik/peach litaður ;)

opivenice2

I Cannoli Wear OPI

Það var eitthvað við þennan kalda pastellit sem kallaði á mig. Þetta er svona kaldur grátóna hvítur litur sem kom mjög skemmtilega út að mínu mati. Skemmtilegur haustlitur!

opivenice

Worth a Pretty Penne

Sanserað rósagyllt lakk sem mér finnst alveg svakalega fallegt! Mér hefur ekki fundist neitt naglalakk ná að líkja eftir rósagylltum lit eins og Penny Talk frá Essie sem er því miður ekki til hér á Íslandi – fyr en nú! Þetta lakk er sannarlega fallegt og það þekur alveg nöglina eftir fyrstu umferð en ég setti tvær bara til að fá enn betri endingu líka. Áferðin er jöfn sem getur stundum verið vesen með svona sanseruð lökk en ekki með þetta alla vega.

Ég ætla að gefa tveimur dömum mini sett með litlum glösum af fjórum litum úr línunni og þar á meðal er einmitt rósagyllta lakkið sem mér finnst það flottasta í línunni og það kæmi mér ekki á óvart ef þetta færi hratt úr hillum OPI enda er rósagyllt mjög vinsæll litur þessa stundina – ef lit má kalla ;)

opivenice4

Í settinu eru tveir af þeim sem ég sýni hér fyrir ofan – þessi rósagyllti og þessi ljós appelsínuguli. Auk þess er svartur litur og svo alveg hárauður.

En það sem þið þurfið að gera til að eiga kost á að eignast annað af þessum tveimur mini settum er að smella á Like takkann á þessari færslu og skilja svo eftir fallega kveðju í athugasemd við þessa færslu með fullu nafni. Ég dreg svo tvær dömur úr öllum athugasemdum í lok vikunnar.

Líst ykkur ekki vel á þetta?

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

UPDATE: INSTASPAM

BörnFerðalögFótboltiInstagramMyndirPersónulegtVerona

Hæ!

Það hefur nú eitthvað lítið heyrst frá mér undanfarið, ég hef einfaldlega bara verið með hugann við annað. En hér er smá updeit frá mér…

Ef þið viljið fylgjast með lífinu á Ítalíu að þá er notendanafnið mitt á Instagram asaregins

.. ég hef verið aðeins virkari á insta en hér á blogginu en ég er þó alls ekki hætt.

Hafið það gott í dag :-)

Sumargjöf #1 fallegar neglur

Ég Mæli MeðneglurOPISS15

Eins og ég minntist á á Facebook síðunni minni núna fyr í dag þá ætla ég að vera með nokkra sumargjafaleiki á blogginu næstu daga. Ég ætla að setja þann fyrsta af stað núna og er hann í samstarfi við OPI hér á Íslandi.

Nýlega kom á markaðinn ný lína af naglalökkum hjá merkinu sem er svona mitt á milli þess að vera gel naglalökk og venjuleg lökk. Inifinity Shine lökkin eru ofboðslega litsterk, þau eru með svakalega flottan glans og ennþá betri endingu. En þau eru t.d. frábær fyrir okkur konurnar sem viljum hafa fallegar neglur en nennum kannski ekki alveg að fríka uppá lökkin okkar á þriggja daga fresti. Með Inifnity Shine lökkunum endast neglurnar fallegar alla vega í viku – miðað við mínar prófanir.

Mér finnst þessi líka svakalega flott fyrir sumarið. Ef þið eruð t.d. að fara í sumarfrí hvort sem það eru sólarlandaferðir eða borgarferðir þá er æðislegt að geta sett á sig naglalakk bæði á hendur og fætur sem endist bara alla ferðina og glansar svona svakalega fallega. Við ákváðum að velja lit sem sem flestar gætu nýtt sér – einn svona tímalausan og klassískan.

opiinfinity2

Við ætlum saman að gefa undirlakkið sem grunnar neglurnar og verndar þær og eykur styrkleikann í litnum sem við setjum yfir á. Svo ætlum við að gefa þennan æðislega lit sem heitir Staying Neutral og loks og að sjálfsögðu gefum við yfirlakkið sem gefur litnum þennan svakalega glans og eykur endingu lakksins.

opiinfinity

Hér sjáið þið litinn hann er rosalega tímalaus og fallegur og verður æðislegur dags daglega á nöglunum og svo á tásunum við flotta sumarsandala!

Það sem þið þurfið að gera til að eiga kost á að eignast lakkið er að….

1. Deila þessari færslu á Facebook með því að smella á deila takkann hér fyrir neðan.

2. Smellið á Like á facebook síðu OPI ÍSLAND.

3. Skiljið eftir athugasemd með fullu nafni og fallegri sumarkveðju!

Þessi eru æðisleg og ég er mjög ánægð með litina sem ég valdi mér að prófa úr línunni. Þessi brúni er virkilega fallegur og passar við svo ótrúlega margt. Svo um leið og þið eigið yfir- og undirlakkið þá getið þið alltaf bara keypt ykkur nýjan og nýjan lit úr línunni til að breyta svona aðeins til. Það er náttúrulega mjög flott að eiga einn t.d. kóral lit fyrir bjarta sumardaga.

Ég dreg svo útúr öllum athugasemdunum á fimmtudag og set næsta sumargjafaleik af stað – ég er mjög spennt fyrir að segja ykkur frá honum ;)

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. Gjafaleikurinn er ekki settur upp gegn greiðslu heldur bara til að gleðja lesendur og fagna sumrinu***