fbpx

Annað dress & OPI sigurvegarar

Annað DressBiancoFallegtLífið MittNýtt í FataskápnumOPI

Svona fyrst langar mig að byrja á því að þakka kærlega fyrir frábæra þáttöku í OPI haustnaglalakkal leiknum en nöfn sigurvegaranna tveggja finnið þið einmitt hér aðeins neðar í færslunni – ekki alveg neðst heldur svona um miðja færsluna ;)

En nýlega bættist ein alveg dásamleg gersemi frá YAS við fataskápinn minn. Mér finnst þetta alveg fullkomin haustflík sem smellpassar í vinnu og leik og heldur góðum hita á manni um leið svo það er óþarfi að hafa áhyggjur í íslenska haustinu!

yaspeysa3

Þetta er ekki alveg beint venjuleg peysa en það eru mjög skemmtileg smáatriði í henni eins og þið sjáið hér á myndinni og enn betur hér fyrir neðan. Mér finnst mjög skemmtilegt hvernig hún er laus ofin svona um axlirnar og handleggina – það brýtur hana upp einhvern vegin.

yaspeysa4

Peysa: YAS frá Vero Moda. Ég fæ svolítið forskot á marga aðra þegar kemur að yndislegu búðinni minni en ég veit svona alltaf hvað er vætnalegt nokkrar vikur fram í tímann. Ég er búin að bíða spennt eftir þessari fallegu peysu í nokkrar vikur núna svo ég kíkti við um leið og ég vissi að hún væri komin inní Smáralind. Verðið kom skemmtilega á óvart en hún kostar 10.900kr sem er mjög sanngjarnt verð fyrir svona fallega og vel gerða flík. Ég er ástfangin af sniðinu, samsetningunni og litunum í henni, hún er ótrúlega áferðafalleg og mjög þægileg. Ég hefði orðið fyrir miklum vonbrigðum ef þetta hefði verið svona klæju peysa en nei, alls ekki – hún gæti bara ekki verið meira kósý!

yaspeysa2

Naglalakk: Worth a Pretty Penny úr haustlínu OPI, Venice. Þessi fallegi rósagyllti litur er búinn að vera á nöglunum mínum síðustu daga og mér finnst hann alltaf jafn fallegur. Ég frétti að hann væri að hverfa hratt úr hillunum á sölustöðum OPI svo ef ykkur finnst hann jafn dásamlegur og mér – hafið þá hraðar hendur ;)

Hér sjáið þið svo nöfnin á dömunum sem fá meðal annars þennan fallega rósagyllta lit í gjöf frá mér og OPI!

Screen Shot 2015-08-29 at 11.46.35 PM Screen Shot 2015-08-29 at 11.44.10 PM

Til lukku dömur! Endilega sendið mér línu á ernahrund(hjá)trendnet.is og svo ég geti sagt ykkur hvert þið getið nálgast vinninginn!

yaspeysa

Skór: Bianco. Við peysuna ákvað ég að skarta þessum dásamlega fallegu haustskóm sem koma í þessum svakalega fallega vínrauða lit. Skórnir eru ótrúlega þægilegir en þeir eru með þykkum og mjúkum botni svo það er eiginlega bara eins og að labba um á mjúku skýji en ég er búin að arka um hverfið í þessum síðustu daga með einn gullfallegan Silver Cross vagn fyrir framan mig og ennþá fallegri gullmola í vagninum. Svona Oxford skór finnst mér passa við hvaða tilefni sem er bæði við kasual dress og við aðeins fínni kjóla líka!

yaspeysa6

Sokkabuxur: Shock Up 60 den frá Oroblu. Það að ég hafi fagnað því a meðgöngunni væri lokið með því að fara í uppáhalds sokkabuxurnar mínar er mögulega heldur furðulegt en þessar eru bara þær allra bestu! Ég hef varla farið úr þeim síðan ég kom heim en ég á sem betur fer þónokkur pör til skiptana! Sokkabuxurnar eru mótandi fyrir neðri hluta líkamans, halda inni maganum sem mér finnst ekki slæmt þessa dagana, þær halda vel utan um lærin og lyfta upp rassinum – annar kostur. Svo eru þær alveg þekjandi og mjög áferðafallegar – mæli með ;)

yaspeysa5

Ég er eiginlega 100% sannfærð um það að þetta verði dress sem ég muni sjást mikið í núna í haust og vetur. Ég hef alltaf verið týpan sem heillast af dressum í einfaldari kantinum – síðar, hlýjar peysur við sokkabuxur og flotta skó er dress sem gerist varla einfaldara :)

Fyrir forvitnar tók ég peysuna í L, hún er síðari og ég vildi hafa hana vel síða svo hún haldi vel á mér hita!

EH

Metallic Tryllingur!

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Marta

  30. August 2015

  Veistu hvar er hægt að kaupa þetta minisett frá OPI og hvað það kostar?

  • Reykjavík Fashion Journal

   31. August 2015

   Það fæst á öllum sölustöðum OPI t.d. í Hagkaup, Lyfju, Lyf og Heilsu – en því miður er ég ekki með verðið á hreinu.. :)

 2. Guðrún Ólafsdóttir

  1. September 2015

  Þessi peysa er mjög girnileg! Þarf að næla mér í hana, fullkomin fyrir haustið :)