fbpx

Sunnudags og OPI sigurvegarar

Lífið MittOPI

Gleðilegan sunnudag glæsidömur! Ég gleymdi sko ekki að draga út sigurvegara heldur hefur bara ýmislegt verið í gangi sem hefur svona náð að koma í veg fyrir að ég hef komist í að klára að draga út þær sem fá Mini Settin frá OPI. En nú er komið að því og eins og alltaf þá þakka ég kærlega fyrir frábæra þáttöku! Ég lofa því að næstu vikur munu einkennast af fullt af glaðningum og gjöfum og ég hlakka bara til að leyfa ykkur að njóta***

Síðustu dagar hafa já verið dáldið svakalegir og ég er satt að segja bara mjög þreytt og hlakka til að slaka aðeins á í dag, ég ætla alla vega svo sannarlega að reyna það. Vonandi næ ég líka að nýta daginn vel til að skipuleggja vikuna sem er framundan. Það finnst mér alveg ómissandi svo ég hafi nú ágætis yfirsýn yfir dagana framundan.

4c5e2ed5918d3f6b760c398844a8fb8f

Þetta er uppskriftin af deginum mínum og mikið vona ég að ég geti látið þetta allt saman rætast en væntingarnar mínar eru í lágmarki bara svona til öryggis. En ég á stóran uppsafnaðan bunka af blöðum sem bíða eftir því að ég lesi þau og ég hlakka svo mikið til að sanka að mér innihaldi þeirra ásamt því að innbyrða góðan kaffibolla!

En aftur að OPI….

opivinningurcollage

En hér mínar kæru finnið þið nöfnin á þeim heppnu dömum sem eiga sitthvort settið hérna hjá mér og mega senda mér póst á ernahrund(hjá)trendnet.is til að fá upplýsingar um hvert þær geta nálgast það :)

Screen Shot 2015-11-22 at 12.07.26 AM Screen Shot 2015-11-22 at 12.07.04 AM

Aftur takk kærlega fyrir þáttökuna – næsti leikur fer meirað segja bara af stað í dag en hann gefur af sér tvær dásamlegar Auda(city) in Paris pallettur frá Lancome, hlakka til að setja hann af stað.

En mikið vona ég að þið munið eiga yndislegan sunnudag og frábæra vinnuviku framundan!

Erna Hrund

Mattar hátíðarvarir

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Sigrún

  22. November 2015

  Eins og það hefur verið skemmtilegt að lesa bloggið þitt þá er ég eiginlega hætt að nenna að kíkja hingað inn vegna auglýsinga í ýmsum myndum. Núna eru allar færslurnar á fyrstu síðunni umfjallanir um sýnishorn eða gjafir sem þú hefur fengið. Væri skemmtileg tilbreyting að lesa færslu sem er ekki kostuð á neinn hátt nú eða fjallar bara um eitthvað annað en hluti til sölu. Hér eru tvær greinar sem þú hefðir kannski gott af því að lesa:

  http://kjarninn.is/kjaftaedi/i-neyslu/

  http://www.mbl.is/smartland/heimili/2015/03/26/islenskar_konur_tapa_ser_i_neysluhyggju/

  Væri gaman að sjá færslur um förðum sem krefjast ekki kaupum á sérstökum vörum, einhver sniðug tips sem hin almenna kona getur nýtt sér, fyrir konur sem fá ekki send heim ókeypis sýnishorn frá dýrum merkjum.

 2. Reykjavík Fashion Journal

  22. November 2015

  Takk fyrir ábendinguna Sigrún ;) Stundum gefst þó ekki tími til að gera allt það sem mig langar að gera og auðvitað langar mig að gera meira af alls konar skemmtilegu! Það er fullt af færslum í vinnslu og nokkrar þar á meðal sem innihalda engin sýnishorn ;) En mitt markmið er þó aldrei að selja öllum allt eða láta einhvern finnast eins og hann þurfi að eiga allt það sem ég skrifa um, enda hef ég þó þú hafir kannski ekki tekið eftir því, reynt að draga mikið úr því og skrifa t.d. sjaldnar inná síðuna mína svo að séu nú ekki að koma 2-3 vöruumfjallanir inná síðuna á hverjum degi. Sjálf er ég að vinna mikið í mínum málum og síðunnar og það munu mjög líklega verða miklar breytingar hér inná síðunni eftir áramót sem ég mun taka fagnandi og vonandi þið líka sem mun taka á þessum málum. En í þessari færslu var markmiðið bara að gefa og gleðja aðra með vörum í samstarfi við fyrirtæki sem vilja gera slíkt hið sama og það verður meira um þannig færslur núna á næstunni… :)

  En takk aftur fyrir þitt innlegg, mér þykir mjög vænt um það því mér finnst alltaf gaman að heyra hvað lesendur hafa að segja :)

  mbk
  Erna Hrund