fbpx

Þessar æpa á athygli!

neglurOPISS16

Naglalökkin sem ég skrifa um hér fékk ég að gjöf, það hefur þó engin áhrif á skrif mín því eins og alltaf skrifa ég af einlægni og hreinskilni.

Maður á alltaf pláss fyrir ný og spennandi naglalökk í snyrtibuddunni – eða snyrtiherberginu… ;) – eða er það ekki annars! Alla vega þá er vorið frá OPI komið og það er sannarlega glæsilegt. Bjartir og fallegir litir einkenna línuna sem eru samtals 12, en línan ber nafnið New Orleans. En í línunni er líka fáanlegt mini sett sem samanstendur af fjórum lökkum. Ég fékk bæði mini sett og svo valdi ég mér einn æðislega fallegan bláan lit sem eins og nafn færslunnar gefur til kynna – æpir á athygli!

opisumar2

Mini settið fína inniheldur litina Got Myself into a Jam-Balaya sem er fallegur ljósbleikur litur sem inniheldur léttan kóralundirtón. Svo er Take a Right on Bourbon sanseraður silfraður litur með fallegum brúntóna blæ, dálsið eins og greige litur með sanseringu. Græni liturinn finnst mér mjög skemmtilegur en hann heitir I’m Sooo Swamped, ég er alltaf spennt fyrir þessu skrítnu litum en ég mana ykkur í að splæsa í einn grænan og krossleggja fingur að grasið græna fari kannski að koma undan snjónum. Að lokum er það svo Show Us Your Tips, sem er lillablár litur með glimmeri – minnir óneitanlega á einn af mínum uppáhalds og einu mest selda naglalakki í heimi sem er frá essie – en ég á eftir að prófa og sjá hvernig hann lúkkar ;)

Mér finnst alltaf gott að ráðleggja þeim sem eru hrifnar af naglalökkunum frá OPI að kaupa mini settin, fá fleiri liti á góðu verði, sérstaklega þegar það er Tax Free. Þó glösin séu lítil þá klárar maður frekar lökkin svo ef það er einhver litur sem þið fallið alveg fyrir þá er bara hægt að kaupa stærra glasið líka.

En liturinn sem ég féll fyrir er fagurblár – hann er svakalega blár og ég er sjúklega skotin í honum!

opisumar copy

Rich Girls an Po-Boys úr New Orleans línunni frá OPI

Litirnir og nöfn lakkanna eru öll innblásin á þessari fallegu borg þar sem mannlífið yðar, músíkin ómar og arkitektúrinn er virðulegur! Ég hvet ykkur endilega til að skoða þessa nýju línu en lökkin koma eins og alltaf í takmörkuðu upplagi – ég mæli sérstaklega með bláa litnum og þeim græna, þeir eru skemmtilegastir finnst mér og svona litir sem fást ekki annars staðar.

Eigið gleðilegan laugardag – það ætla ég að gera með bláu neglurnar mínar ;)

Erna Hrund

Trend: Mattar varir!

Skrifa Innlegg