PURPLE NAILS

NaglalakkNeglur

Halló! Ég var að naglalakka mig í morgun og varð svo ótrúlega hrifin að ég vildi endilega deila naglalakkinu með ykkur. Ég er ekki vön að vera með liti á nöglunum en ákvað að prófa þennan fallega fjólubláa lit. Hann er ótrúlega sumarlegur og sætur.

*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf 

Ég setti tvær umferðir af lakkinu og finnst mér það alveg nóg. Liturinn heitir “Polly Want a Lacquer?” og er það úr Fiji línunni frá OPI. Það er ótrúlega mörg falleg naglalökk í þessari línu, mæli með að kíkja á úrvalið!

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

Þessar æpa á athygli!

neglurOPISS16

Naglalökkin sem ég skrifa um hér fékk ég að gjöf, það hefur þó engin áhrif á skrif mín því eins og alltaf skrifa ég af einlægni og hreinskilni.

Maður á alltaf pláss fyrir ný og spennandi naglalökk í snyrtibuddunni – eða snyrtiherberginu… ;) – eða er það ekki annars! Alla vega þá er vorið frá OPI komið og það er sannarlega glæsilegt. Bjartir og fallegir litir einkenna línuna sem eru samtals 12, en línan ber nafnið New Orleans. En í línunni er líka fáanlegt mini sett sem samanstendur af fjórum lökkum. Ég fékk bæði mini sett og svo valdi ég mér einn æðislega fallegan bláan lit sem eins og nafn færslunnar gefur til kynna – æpir á athygli!

opisumar2

Mini settið fína inniheldur litina Got Myself into a Jam-Balaya sem er fallegur ljósbleikur litur sem inniheldur léttan kóralundirtón. Svo er Take a Right on Bourbon sanseraður silfraður litur með fallegum brúntóna blæ, dálsið eins og greige litur með sanseringu. Græni liturinn finnst mér mjög skemmtilegur en hann heitir I’m Sooo Swamped, ég er alltaf spennt fyrir þessu skrítnu litum en ég mana ykkur í að splæsa í einn grænan og krossleggja fingur að grasið græna fari kannski að koma undan snjónum. Að lokum er það svo Show Us Your Tips, sem er lillablár litur með glimmeri – minnir óneitanlega á einn af mínum uppáhalds og einu mest selda naglalakki í heimi sem er frá essie – en ég á eftir að prófa og sjá hvernig hann lúkkar ;)

Mér finnst alltaf gott að ráðleggja þeim sem eru hrifnar af naglalökkunum frá OPI að kaupa mini settin, fá fleiri liti á góðu verði, sérstaklega þegar það er Tax Free. Þó glösin séu lítil þá klárar maður frekar lökkin svo ef það er einhver litur sem þið fallið alveg fyrir þá er bara hægt að kaupa stærra glasið líka.

En liturinn sem ég féll fyrir er fagurblár – hann er svakalega blár og ég er sjúklega skotin í honum!

opisumar copy

Rich Girls an Po-Boys úr New Orleans línunni frá OPI

Litirnir og nöfn lakkanna eru öll innblásin á þessari fallegu borg þar sem mannlífið yðar, músíkin ómar og arkitektúrinn er virðulegur! Ég hvet ykkur endilega til að skoða þessa nýju línu en lökkin koma eins og alltaf í takmörkuðu upplagi – ég mæli sérstaklega með bláa litnum og þeim græna, þeir eru skemmtilegastir finnst mér og svona litir sem fást ekki annars staðar.

Eigið gleðilegan laugardag – það ætla ég að gera með bláu neglurnar mínar ;)

Erna Hrund

Langar þig í mína uppáhalds Essie?

Ég Mæli MeðLífið MittneglurSS15

Það má svona nánast segja að ég sé enn í spennufalli eftir síðustu viku. Uppáhalds Essie lökkin mín eru nú loksins fáanleg hér á Íslandi – íslenskum konum til mikillar gleði miðað við hvað nú þegar margar eru greinilega búnar að tryggja sér flotta liti.

Lökkin hafa verið í uppáhaldi hjá mér frá því ég prófaði þau fyrst og það er helst þessi æðislega formúla sem er ekki lík neinni annarri sem ég hef prófað sem heillar mig. Æðislegt litaúrvalið er svo ekki til að skemma fyrir og pensillinn sjálfur er æði en hann er með breiður með kúptum enda sem gerir það að verkum að hann þekur nöglina alla með einni stroku.

Í samstarfi við Essie á Íslandi langar mig að gleðja 3 heppna lesendur með fjórum af mínum uppáhalds lökkum fyrir sumarið.

essieleikur5

Ég átti svakalega bágt með mig þegar ég þurfti að gera uppá milli allra fallegu litanna hjá Essie en ég ákvað að velja liti sem myndu höfða til sem flestar og lita sem yrðu fullkomnir fyrir sumarið!

essieleikur

Sand Tropez

Þessum lit kynntist ég fyrst fyrir einu og hálfu ári síðan á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Hann var notaður á sýningu Wood Wood og ég kolféll fyrir honum. Þetta er hinn fullkomni nude litur sem passar við allt saman. Þessi er skyldueign í mínu safni og ætti að vera það líka í ykkar!

essieleikur3

Mint Candy Apple

Mér finnst þessi litur svo krúttlegur! Einn af þeim sem ég fékk mér síðasta sumar. Virkilega bjartur og fallegur mintugrænn litur sem er fullkominn fyrir sumarið. Hugsið ykkur þegar maður er komin með smá lit hvað hann á eftr að tóna vel við sólkyssta húð – perfekt!

essieleikur2

Bikini so Teeny

Þessi verður auðvitað að vera á listanum en ekki hvað – vissuð þið að þetta er mest seldi naglalakkalitur í heimi? Ekki það að það komi á óvart þessi ætti að vera í öllum snyrtibuddum fyrir sumarið – hann er að hverfa hratt úr hillunum hér á Íslandi svo það er um að gera að tryggja sér hann sem allra fyrst.

essieleikur4

Cute as a Button

Þetta er einn af nýjustu litunum í safninu mínu og ég heillaðist strax af honum. Það er algjört must að eiga fallega kóralbleikt naglalakk í safninu og ég veit nú um eina vinkonu mína sem þarf að eignast þennan lit (hvernig líst þér á Sirra!;)) – Hrikalega sumarlegur og flottur litur!

Það sem ég elska mest við Essie er formúlan – hún er svo áferðafalleg, létt en samt þétt og liturinn þekur svo svakalega vel. Endingin er líka toppurinn og það er alltaf hægt að auka hana enn meira með flottu undir og yfirlökkunum hjá merkinu.

En ég í samstarfi við Essie á Íslandi ætlum að starta smá fjöri saman og gefa þremur lesendum þessa fjóra liti. Það er lítið sem þarf að gera nokkrir smellir hér og þar…

1. Deilið þessari færslu á Facebook með því að smella á deila takkann hér fyrir neðan.

2. Smellið á like takkann á síðu lakkanna á Íslandi – ESSIE ICELAND.

3. Skrifið athugasemd við þessa færslu undir fullu nafni og segið mér hver ykkar uppáhalds Essie litur er!

Ég dreg svo úr öllum athugasemdum eftir helgi***

Hlakka til að sjá hver ykkar uppáhalds Essie litur er!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér keypti ég sjálf. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. Leikurinn er unninn í samstarfi við Essie á Íslandi og engin greiðsla var þegin fyrir hann.

Ekki missa af neinu og fylgist með Reykjavík Fashion Journal á Facebook:
REYKJAVÍK FASHION JOURNAL

Mött Neonlituð naglalökk

Ég Mæli MeðFallegtMakeup TipsneglurNýjungar í SnyrtivöruheiminumOPISS14

Ég missti kjálkann niður í gólf af hrifningu þegar ég sá testerana fyrir nýju naglalakkalínuna frá OPI – neonlituð mött naglalökk!!! Ég tók strax mynd af litunum og setti inná Instagram og þegar sú mynd sló í gegn sá ég að ég yrði nú að gera almennielga færslu með litunum og sýna ykkur það sem er í boði;)

Þetta eru fáránlega flott lökk en það er smá dundur að setja þau á sérstaklega þegar maður notar undirlakkið sem kom út á sama tíma og línan. OPI sendi líka frá sér neon línu í fyrra en mér finnst þessir litir miklu bjartari og hér eru líka nýir litatónar.

neonlökk14

Samtals komu sex mismunandi litir sem eru bæði fánalegir einir í fullri stærð eða allir sama í minilökkum í setti. Ég tók auðvitað settið svo ég gæti sýnt ykkur alla litina. Ég mæli líka með því þar sem allir litirnir eru ótrúlega flottir og þeir komu mér verulega á óvart. Það kom ekki mikið af settum svo hafið hraðar hendur ef þið girnist það;)

neonlökk15

Undirlakkið er skjannahvítt og það gerir neonlitina miklu skærari. Það er auðvitað ekki nauðsynlegt – litirnir eru mjög flottir einir og sér en bara bjartari með lakkinu undir. Ég passaði mig að hafa áferðina á hvíta litnum eins jafna og ég gat svo það yrði auðveldara að ná litnum jöfnum. Eins þarf að passa mótunina á hvíta litnum – hér má ekkert fara úrskeiðis. En það er svo sem hægt að laga það til með asintone leiðréttingarpenna sem allir naglalakkaunendur verða að eiga:)

Undirlakkið ætti líka að virka undir aðra liti en bara þessa neonliti – ég þarf endilega að prófa það sem fyrst. Til að fá litinn ofan á sem jafnastann mæli ég með því að þið hafið mikið af litnum í penslinum – ekki skafa of mikið úr honum. Reynið helst að þekja nöglina alveg með penslinum í einni stroku. Ég er með tvær umferðir af öllum litum yfir undirlakkinu á myndunum hér fyrir neðan.

neonlökk6collage

Appelsínuguli liturinn kom mér skemmtilega á óvart – ég hélt einhvern veginn að hann væri sístur að hann væri of skær en hann kom ótrúlega vel út. Liturinn heitir Juicy Bar Hopping.

neonlökk5collage

Aftur hélt ég að guli væri ekkert spes en ég fýla pasteltóninn sem kemur yfir litinn – virkilega flottur litur sem ég mun nota mikið í sumar. Liturinn heitir Life Gave Me Lemons.

neonlökk4collage

Ég er ótrúlega skotin í þessum græna! Liturinn heitir You Are So Outta Lime!

neonlökk3collage

Fjólublái ilturinn var erfiðastur. Hann er dekkstur og það var smá vesen að ná litnum alveg fullkomlega jöfnum. Hér hedl ég að það skipti miklu máli að undirlakkið sé alveg skraufþurrt. Svo er að sjálfsögðu mun auðveldara að nota þennan einan og sér en ekki með undirlakkinu. Liturinn heitir Push and Purr-Pull.

neonlökk2collage

En nú að flottustu litunum – bleiki liturinn er truflaður! Sanseraða áferðin á honum gerir litinn alveg pörfekt og ég sem er sjaldan eða aldrei með svona bleikt lakk ætla að ofnota þennan í sumar. Liturinn heitir Hotter Than You Pink.

neonlökkcollage

Kóral liturinn greip athygli mína samstundis. Þennan lit og bleika litinn langar mig að eiga í fullri stærð því ég sé framá að klára mini glösin á næstu vikum;) Liturinn heitir Down to the Core-al.

Hvernig líst ykkur á þessa liti – eru þeir ekki alveg fullkomnir fyrir sumarið?

EH