fbpx

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR: DEKUR

DEKURHreinsivörurÓSKALISTITAX FREE

DEKUR

Ég er með endalaust af jólagjafahugmyndum og er búin að fá nokkrar fyrirspurnir um að gera jólagjafalista. Ég ákvað samt að skipta þessu niður í nokkra hluta og ætla byrja á dekur hlutanum.

Mér finnst alltaf mjög sterkur leikur að gefa einhverjum eitthvað dekur eða húðvörur í gjafir eða til dæmis jólagjöf. Mig langaði að sýna ykkur nokkrar vörur sem ég mæli með að gefa einhverjum sem ykkur þykir væntum og á skilið dekur.

 

*Færslan er ekki kostuð en inniheldur affilate links

 

1. BRAZILIAN CUPACU SCRUB-IN-OIL

Líkamsskrúbbar eru eitthvað sem alltaf er gaman að fá og maður er kannski ekki alltaf að splæsa á sig. Mér finnst skrúbbarnir frá The Body Shop einstaklega veglegir og falleg gjöf. Þessi er í miklu uppáhaldi hjá mér, hann skrúbbar húðina ótrúlega vel, nærir og skilur hana eftir silkimjúka.

 

2. EGF EYE MASK TREATMENT

Ég hugsa að margar mömmur yrðu mjög ánægðar með þessa gjöf en þetta er æðisleg vara frá BIOEFFECT. Þessi vara dregur úr þreytu  í kringum augun, minnkar fínar línur, þéttir, birtir til og gefur raka.

 

30 DAY TREATMENT

Þetta er 30 daga meðferðin frá BIOEFFECT en þessi vara á að gefa húðinni meiri raka, ljóma, draga úr fínum línum, minnka svitaholur og draga úr roða. Algjör töfravara og er beint farin á óskalistann hjá mér!

L’occitane Almond Cleansing & Soothing Shower

 

Fullkomið fyrir þá sem eru alltaf á hraðferð en þetta er yndisleg sturtu olía sem gefur raka, æðislega lykt og skilur húðina eftir silkimjúka. Þetta er uppáhalds varan hennar mömmu og ef ég er í vafa hvað ég eigi að gefa henni þá kaupi ég alltaf þetta, klikkar aldrei.

 

GLAM GLOW SUPERMUD

Alltaf þegar einhver spyr mig “hvað ætti ég að gefa henni/honum í jólagjöf?” þá segi ég nánast alltaf maska en mér finnst það svo klassísk og flott gjöf. Það er líka einstaklega kósý og notalegt að setja á sig maska í jólafríinu. Þessi maski frá GlamGlow hreinsar vel úr svitaholum og dregur í sig öll óhreinindi.

 

HOME MASSAGE CANDLE SWEET AMBER

Hvernig væri að gefa einhverjum Spa heim til sín? Þetta kerti bíður nánast uppá það en þetta kerti er hægt að nota sem nuddolíu eða bera á sig sem body lotion. Þú kveikir einfaldlega á kertinu og leyfir vaxinu að bráðna, því næst geturu borið olíuna á líkamann. Vaxið úr kertinu er unnið úr nærandi olíum og má því bera beint á húðina. Varan er lífræn með viðbættri náttúrulegri blöndu og inniheldur engin aukaefni.

 

PREP FOR A PERFECT PARTY

Mér finnst þessi pakki algjör snilldar gjöf, þetta er dekur pakki sem er ætlað að nota fyrir eitthvað skemmtilegt tilefni. Þetta eru allt vörur sem eiga að gera húðina ferskari, bjartari, vel nærða og tilbúna fyrir kvöldið. Þetta gæti verið mjög sniðugt til dæmis fyrir gamlárskvöld..

 

DRINK UP – INTENSIVE OVERNIGHT MASK

Þessi maski er algjör rakabomba og einstaklega gott að nota núna í kuldanum. Fullkomin gjöf í kuldanum á Íslandi og svo er líka mjög góð lykt af honum. Ég nota þennan maska oft á kvöldin og sef með hann, þá vakna ég endurnærð í húðinni.

 

GJAFABRÉF Í HÚÐHREINSUN

Síðast en alls ekki síst þá er mjög sniðugt að gefa gjafabréf í húðhreinsun eða rakameðferð. Ég mæli mjög mikið með að fara til Heiðdísar sem er með Fegurð og Spa. Ég er búin að fara nokkrum sinnum til hennar í húðhreinsun og er alltaf jafn sátt. Það er síðan hægt að fara í spa eftir meðferðirnar sem gerir þetta ennþá æðislegra.

 

Vonandi hjálpaði þetta ykkur sem eruð í jólagjafaleiðangri en ég mun koma með fleiri hugmyndir á næstu vikum xx

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 


*Allar umfjallanir um vörur eða annað kemur frá mér sjálfri og gef ég alltaf hreinskilið svar

TECH NECK

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. sigridurr

    29. November 2017

    Langar í allt!!!!!x

    • Guðrún Sørtveit

      2. December 2017

      Mæli með öllu! xx